Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 16
16 ÞJÓÐLÍF E kki er víst hversu lengi þetta ástand varir - en hitt er fullvíst að miklar breytingar hafa átt sér stað í tískuheimi Par- ísarborgar frá því sem áður var. Kóngur verður enginn í þessu ríki á næstunni og krónprinsarnir eru óbundnari einveldinu í París en nokkru sinni. Hönnuðirnir í París hafa að vísu fengið aukið vald á allra síðustu árum, en lín- an þaðan ræðurekki heims- markaðnum lengur og þeir verða að lúta lögmálum þess markað- ar, eins og allir hinir - ferðast um heimshornanna á milli í leit að líklegum kaupendum. Yfir tískuheimi Parísarborgar hefur ávallt gnæft einn konungur eða ein drottning í senn. Poiret, Chanel og Balenciaga áttu sín blómaskeið og báru höfuð og herðar yfir minni spámenn og - konur. Nú er öldin hins vegar önnur. Segja má að n.k. Rósa- stríð herji á Parísarborg þarsem ýmsir prinsar eru nefndir sem væntanlegir arftakar hinna stóru. Ýmsir þeir sem lýsa tísku- heiminum í París grípa til líkinga- máls úr hernaðarfræði. Talað er um árásir og gagnárásir, sóknar- og varnarstríð, svikog hefndirog allt ofið inn í samsæriskenningar í æsifréttastíl þar sem hver vegur annan. Peningar koma að sjálf- sögðu mjög við sögu, sömuleiðis „mannlegar" fréttir eins og pillu- át, glamúr og kampavín - rétt eins og í Dallas eða álíka sápu- óperum. Stórveislur eru haldnar og heilu þoturnar teknar á leigu eins og ekkert sé þegar tísku- sýningar eru í gangi. Joan Col- lins lætur sig ekki vanta. Cather- ine Deneuve lítur inn. Og a.uðvit- að líta allir stórkostlega út og ekki skortir aurinn. Fjórum sinnum á ári ætlar allt af göflunum að ganga. Haute couture, eða hátískan, er sýnd tvisvar sinnum á ári og fjölda- framleiddi fatnaðurinn sömu- leiðis tvisvarsinnum. Hversýn- ing tekur heila viku og á þeim tíma leiða kóngar og drottningar tískuheimsins saman hesta sína sameinuð, þótt sameiningin sé kannski meiri í orði en á borði. I lok marsmánaðar var kom- andi vetrartíska sýnd í þremur tjöldum sem reist voru íTuileri- es-görðunum og að venju var mikið um dýrðir. Um tíma hurfu Gorbatjoff, Reagan og hin raun- verulega stríðshætta af síðum dagblaða og í staðinn gat að líta ýmsar sögur af stríðum tísku- hönnuða. Yves Saint Laurent hóf fjöldafram- leiðslu undir merkinu Rlve Gauche á árinu 1966. Dæmi um sumarfatn- að 1986 undir því merki. Lúðvík 14., sólkonungurinn að eigin sögn, skapaði sína eigin tískulínu úr hásætinu: bomsa- miklar hárkollur og fjólubláa hælaskó. Henni urðu allir að lúta sem vildu vera í náð kóngsa. Allar götur síðan hefur París ver- ið miðstöð tískunnar i heiminum, og ætíð hefur París verið á valdi eins manns eða konu í þessum efnum. Paul Poiret, Coco Chan- el, Christian Dior og Balenciaga réðu hvert á fætur öðru yfir sínu eigin kóngsríki þar sem virðing- arröðin varóskeikul. Pierre Car- din og André Courréges áttu sín blómaskeið á sjöunda áratugn- um, þótt skammvinn væru. Yves Saint Laurent hefur á síðasta áratug verið óumdeildur sólkonungur Parísarborgar. Pressan hefur lagt hann í einelti, iðnaðurinn keppist við að líkja eftir fatnaði hans, aðrirhönnuðir hafa fljótt fylgt hans línu og fræg- ar konur heimsins hafa dáð hann fyrir fatnað hans. En nú virðist sem sól hans sé að renna til viðar og ýmsir geta sér þess raunar til að tími einvaldanna sé á enda. Þeir sem á fyrri tímum hefðu verið álitnir krónprinsar keppast allir við að lýsa því yfir, að krúnan sé þeim fjarri og að hún séjafnvel ekki til. „Það er enginn einn sem skarar fram úr núna, engin lína sem ræður og ekkert hásæti til,“ segir Karl Lagerfeld, heilinn á bak við Chanel og Fendi sem á síðustu árum hefur skapað sér nafn sem sjálfstæður hönnuður. Karl Lagerfeld hefur verið meðal fremstu hönnuða Parísarborgar um fimmtán ára skeið og hefur hlotið nafngiftina Svarti prinsinn. Á hæla honum í tignarröðinni kemur Azzedine Alaia sem var tiltölulega óþekktur hönnuður þartil fyrir nokkrum árum að hann tók tískuheiminn í einu áhlaupi. Alaia hefur hlotið viður- nefnið Sigurvegarinn meðal innvígðra í tískuheiminum. Lag- erfeld og Alaia leggja báðir áherslu á blöndun fatnaðar þannig að hver og einn eða hver og ein geti öðlast sinn persónu- lega stfl. Þar fylgja þeir í rauninni straumi götunnar, þ.e. almenn- ingi, þar sem öllu ægir saman og hugtakið tíska hefurekki það ægivald er það hafði fyrirtveim- ur áratugum eða svo. Yves Saint Laurent hefur á hinn bóginn brugðist við þessu uppátæki al- mennings með því að gera fatn- að sinn sérkennilegri og meira sérkennandi en áður. Yves Saint Laurent fæddist inn í franska miðstéttarfjölskyldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.