Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 20

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 20
Caren Pfleger hannaði þennan óvenjulega og glæsilega búning fyrir sumarið 1986, en hér eru afrísk áhrif greinileg. Fatnaður frá Jill Sanders f nýlendu- stílnum. Nýlendudragt frá Chanel. Kvikmyndin OutofAfrica hef- ur einnig afgerandi áhrif á sum- artískuna, jafnt meðal stóru tísk- uhúsanna sem annarra minni spámanna og -kvenna. Hér er reynt að endurvekja klæðnað kvenna á öðrum og þriðja áratug aldarinnar í Afríku, þ.e. hvítra kvenna, eins og þann sem Kar- en Blixen klæddist á búgarði sín- um í Afríku. ítalski tískuhönnuð- urinn Milena Canonero hannaði búninga í kvikmyndina og var út- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir hönnun sína, en verðlaunin hlaut að þessu sinni hönnuður bún- inga f kvikmyndina Ram. Tísku- húsin fóru þegar af stað og nú gefur að líta frá þeim klæðnað úr khaki- og bómullarefnum: stutt- buxur, pils, stutterma blússur og hatta. Rómantískur en þó um leið svolítið harður stíll, ætlaður fólki sem vill gefa þá ímynd að það láti sér fátt fyrir brjósti brenna. Fatnaður Afríkubúa sjálfra kemur lítt við sögu í kvikmynd- inni, en tískuhönnuðir hafa margir hverjir komið með fatnað, sem er undir merkjanlegum áhrifum af litagleði Afríkubúa. Bandaríski hönnuðurinn Willie Smith gengur lengra í þessum efnum en nokkur annar, en hann blandar saman nýlendufatnaði hvítra manna í Afríku og því sem Afríkubúar klæddust sjálfir. Þannig klæðir hann fyrirsætur sínar t.d. í khaki-jakka en innan- undir bera þær litskrúðugan brjóstahaldara og stuttpils sem vafið er um lendarnar. Þannig klæddust afrískar konur, segir hann, og úr varð miklu skemmti- legri klæðnaður en sá er þær hvítu klæddust. Ef til vill eigum við eftir að sjá á götum Reykja- víkur í sumar klæðnað, þar sem hugvit afrískra kvenna á öðrum og þriðja áratug aldarinnar kem- ur við sögu? 20 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.