Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 29

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 29
Grandi hf., fyrírtækib sem Ragnheiður Jóhannsdóttir og Díana Ragnarsdóttir yfir- gáfu eftir ellefu og átta ára starfsreynslu. yrði áfram unnið i báðum fyrirtækjunum. Fólkyrði ekki flutt milli staða. Þessu lofaði borgarstjóri og virtist finnast hálfgert aukaatriði miðað við það mikla þrekvirki sem hann átti fyrir höndum. Hann mátti varla vera að því að tal um svona smámuni. Rekstrarlegir þættir og vaxta- skuldir voru viðfangsefni hans. Starfsfólk BÚR hóf vinnu á ný og reyndi að trúa því að ekkert væri að óttast. Óhugurinn hvarf að mestu, þótt undir niðri grunaði fólk að ekki væri allt með felldu. Flestir þekkjaframhaldið. Þann 8. nóvember 1985 var gengið frá stofnun nýs fyrirtækis, Granda hf., í borgarstjórn Reykjavíkur. Minnihlutinn mátti sín einskis. Davíð Oddsson skipaði sjálfur menn í stjórn fyrirtækisins. Þar er Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, fulltrúi fólksins. Eingaraðild borg- arinnar er 75 prósent, ísbjarnarins 25 prósent. Nýja fyrirtækið yfirtók eignir og stærstan hluta skulda fyrir- tækjanna beggja. Fyrstu tvo mánuðina gekk allt sinn vanagang í fyrirtækjunum, starfsfólkið vissi ekki annað en að orð borgarstjóra stæðu. Því var sagt upp kauptryggingu að venju yfir jólin og boðað til vinnu 8. janúar. Um áramótin fengu svo 180 manns uppsagnarbréf - verkstjórar, eftirlits- og skrifstofulið og starfsfólk salt- fiskvinnslu BÚR á Meistaravöllum. Skýringin var sögð endurskipulagning á rekstrinum. Þegar vinnsla átti að hefjast á ný dundi svo reiðarslagið yfir: Flest allt starfsfólk BÚR skyldi flutt yfir í (sbjörninn. Ekki var hlustað á mótmælaraddir. Skipunin var skilyrðislaus og óhagganleg, engin tilslökun eða sveigjanleiki mögulegur. Hér á eftir verður rætt við tvær konur sem unnu í Bæjarútgerðinni um breytingarnar og hvaða áhrif þær höfðu á líf þeirra. Það eru nefnilega ekki vélmenni sem vinna við fiskvinnslu á íslandi. Ekki ennþá. Það eru lifandi manneskjur. ÞJÓÐLÍF 29

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.