Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 32

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 32
g byrjaöi svo (BÚR 1949, seg- ir hún. „Það var þá nýr atvinnumögu- leiki fyrir konur. Ég gat leigt mér her- bergi eftir aö ég byrjaði þar og losnað við að búa hjá öðrum. Kaup vinnu- konunnardugði ekki fyrirfæði og hús- næði, maður var upp á það kominn hjá húsbændum sínum. Annars var ég yfir- leitt heppin með hús þau 8 ár sem ég var vinnukona. Þó fór ég úr fyrstu vist- inni eftir mánuð. Ég læt aldrei ganga á mér. Ég er alin upp í fátækt og hef alltaf staðið með verkafólki. Ég hef aldrei litið upp til hinna og skríð ekki fyrir þeirn." „Mér finnst stundum að ég hafi svikið konurnar.“ Ragnheiður vann í BÚR árið 1949 og 1951. Hún segist hafa orðið mest hissa á því þegar hún kom aftur 1974 hve lítið hafði breyst þessi 23 ár. „Það var ekkert hugsað um að hafa fyrir fólki, það gat lifað og hrærst í skítnum, þótt matvælavinnsla færi fram á staðnum. Það var ekki fyrr en 1978 að mötuneytið uppi vartekið í notkun. Þar hafði verið ruslakompa í 30 ár. Matsalurinn var niðri og var mjög lé- legur, sömuleiðis klósettin. En þetta komst í gott horf 1978. Ég var líka mjög hissa á að fólki skyldu ekki vera skaff- aðir sloppar. Ég vissi það úr starfi mínu í mjólkurbúðinni að það komst i samn- inga þrem árum fyrr að fólk átti að fá fría sloppa. (BÚR þurfti fólkið að mæta í eigin skyrtum og sjá um þvotta á þeim sjálft og svo var boðið upp á slæður á 200 krónur! Ég byrjaði því strax að rífast. Ég hef aldrei getað haldið mér saman. Það var líka auðvelt verk að fá þetta í gegn. Ég sagði við verkstjórann að við gæfum honum hálfan mánuð; ef ekki væru komnir sloppar þá, myndum við mæta i alls kyns peysudrasli. Ég fékk allar konurnar með mér í þetta." Ragnheiður var því fljótlega kosin trúnaðarkona á vinnustaðnum. „Það er mjög mikilvægt að einhver sé fyrir konunum og haldi í horfinu, svo ekki sé allt tekið úr höndunum á þeirn," segir hún. „Annars eru þær bara traðk- aðar ofaní skítinn. Ég hef alltaf verið óhrædd og verið með kjaftinn opinn þegar eitthvað var að. Ég veit að það er ekki hægt að reka mig þegar ég hef á Ragnheiður Jóhannsdóttir er 58 ára gömul verkakona, sem unnið hefur í BÚR frá árinu 1974. Þá hafði hún unnið í mjólkurhúð frá árinu 1966 þeg- ar hún fór aftur út á vinnumarkaðinn. Ragnheiður erfædd og uppalin í Kálfs- hamarsvík á Skaga en kom til Reykja- víkur 1941, þá 14 ára að aldri, ogfór að vinna fyrir sér sem vinnukona eins og títt var. Ragnheiður Jóhannsdóttir: Ef við hefðum staðið saman hefðum við kannski komist í gegnum þetta með meiri reisn. réttu að standa. En fólk verður að standa á bak við trúnaðarmanninn. Það er ekki hægt að treysta á eina mann- eskju. Þá hættirfólk að hugsa. Og það er það sem hefur gerst og fer versnandi.“ Hlutverk verkalýðs Rfélaga f agnheiður lætur að öðru leytu vel af veru sinni (BÚR. Hún hefur alltaf unnið á borði við snyrtingu og pökkun og leyst það starf sérstaklega sam- viskusamlega af hendi. Því til sönnunar má nefna að hún var hæst í gæðabón- us ásamt samstarfskonu sinni í langan tíma. Vegna vandvirkni sinnar var Ragn- heiði falið sl. tvö sumur að kenna nýlið- um og öðrum handtökin og leysti hún það starf af sömu vandvirkni og önnur. Maður skyldi því ætla að framleiðslufyr- irtæki þætti akkur í að hafa slíka mann- eskju í vinnu. En forráðamönnum Granda hf. hefurtekist að hrekja Ragn- heiði frá sér ásamt tugum annarra þjálf- aðra kvenna, með framkomu sinni þeg- ar breytingarnar fóru fram. „Þegar þeir kölluðu okkur á fund 32 ÞJÓÐLlF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.