Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 32

Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 32
g byrjaöi svo (BÚR 1949, seg- ir hún. „Það var þá nýr atvinnumögu- leiki fyrir konur. Ég gat leigt mér her- bergi eftir aö ég byrjaði þar og losnað við að búa hjá öðrum. Kaup vinnu- konunnardugði ekki fyrirfæði og hús- næði, maður var upp á það kominn hjá húsbændum sínum. Annars var ég yfir- leitt heppin með hús þau 8 ár sem ég var vinnukona. Þó fór ég úr fyrstu vist- inni eftir mánuð. Ég læt aldrei ganga á mér. Ég er alin upp í fátækt og hef alltaf staðið með verkafólki. Ég hef aldrei litið upp til hinna og skríð ekki fyrir þeirn." „Mér finnst stundum að ég hafi svikið konurnar.“ Ragnheiður vann í BÚR árið 1949 og 1951. Hún segist hafa orðið mest hissa á því þegar hún kom aftur 1974 hve lítið hafði breyst þessi 23 ár. „Það var ekkert hugsað um að hafa fyrir fólki, það gat lifað og hrærst í skítnum, þótt matvælavinnsla færi fram á staðnum. Það var ekki fyrr en 1978 að mötuneytið uppi vartekið í notkun. Þar hafði verið ruslakompa í 30 ár. Matsalurinn var niðri og var mjög lé- legur, sömuleiðis klósettin. En þetta komst í gott horf 1978. Ég var líka mjög hissa á að fólki skyldu ekki vera skaff- aðir sloppar. Ég vissi það úr starfi mínu í mjólkurbúðinni að það komst i samn- inga þrem árum fyrr að fólk átti að fá fría sloppa. (BÚR þurfti fólkið að mæta í eigin skyrtum og sjá um þvotta á þeim sjálft og svo var boðið upp á slæður á 200 krónur! Ég byrjaði því strax að rífast. Ég hef aldrei getað haldið mér saman. Það var líka auðvelt verk að fá þetta í gegn. Ég sagði við verkstjórann að við gæfum honum hálfan mánuð; ef ekki væru komnir sloppar þá, myndum við mæta i alls kyns peysudrasli. Ég fékk allar konurnar með mér í þetta." Ragnheiður var því fljótlega kosin trúnaðarkona á vinnustaðnum. „Það er mjög mikilvægt að einhver sé fyrir konunum og haldi í horfinu, svo ekki sé allt tekið úr höndunum á þeirn," segir hún. „Annars eru þær bara traðk- aðar ofaní skítinn. Ég hef alltaf verið óhrædd og verið með kjaftinn opinn þegar eitthvað var að. Ég veit að það er ekki hægt að reka mig þegar ég hef á Ragnheiður Jóhannsdóttir er 58 ára gömul verkakona, sem unnið hefur í BÚR frá árinu 1974. Þá hafði hún unnið í mjólkurhúð frá árinu 1966 þeg- ar hún fór aftur út á vinnumarkaðinn. Ragnheiður erfædd og uppalin í Kálfs- hamarsvík á Skaga en kom til Reykja- víkur 1941, þá 14 ára að aldri, ogfór að vinna fyrir sér sem vinnukona eins og títt var. Ragnheiður Jóhannsdóttir: Ef við hefðum staðið saman hefðum við kannski komist í gegnum þetta með meiri reisn. réttu að standa. En fólk verður að standa á bak við trúnaðarmanninn. Það er ekki hægt að treysta á eina mann- eskju. Þá hættirfólk að hugsa. Og það er það sem hefur gerst og fer versnandi.“ Hlutverk verkalýðs Rfélaga f agnheiður lætur að öðru leytu vel af veru sinni (BÚR. Hún hefur alltaf unnið á borði við snyrtingu og pökkun og leyst það starf sérstaklega sam- viskusamlega af hendi. Því til sönnunar má nefna að hún var hæst í gæðabón- us ásamt samstarfskonu sinni í langan tíma. Vegna vandvirkni sinnar var Ragn- heiði falið sl. tvö sumur að kenna nýlið- um og öðrum handtökin og leysti hún það starf af sömu vandvirkni og önnur. Maður skyldi því ætla að framleiðslufyr- irtæki þætti akkur í að hafa slíka mann- eskju í vinnu. En forráðamönnum Granda hf. hefurtekist að hrekja Ragn- heiði frá sér ásamt tugum annarra þjálf- aðra kvenna, með framkomu sinni þeg- ar breytingarnar fóru fram. „Þegar þeir kölluðu okkur á fund 32 ÞJÓÐLlF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.