Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 38

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 38
Áárunum 1901-1904 málaði Picasso myndir nær eingöngu í bláum lit. Ekki hefur verið fundin fullnægj- andi skýring á þessu tiltæki listamannsins. Bent hefur verið á að Picasso hafi líkt eftir listamönnunum Céz- anne, Matisse og jafnvel Carriére og Isidre Nonell - Picasso þótti nefnilega ódeigur við að afla sér hug- mynda frá öðrum lista- mönnum og er sagt að hann hafi verið mikill skelmir meðal allra lista- manna í París, sem urðu að breiða yfir málverk sín ef von var á honum í heim- sókn! Hvað sem skýringum líður er hitt Ijóst, að blái litur- inn átti einkar vel við það myndefni, sem Picasso var að fást við á þessum tíma, en það vou betlarar, fá- tækarfjölskyldur og yfir- höfuð eymd mannlífsins. Árið 1907 málar Picasso svo myndina Les Demoisel- les D'Avignon en sú mynd ásamt mynd Matisse Joie de Vivre sama ár markaði ný tímamót í sögu nútíma- listar: kúbisminn hóf innreið sína í myndlistina. Sumum hefur þótt Picasso seilast fullnærri myndum Céz- anne, af konum að baða sig, í þessari mynd, en eng- inn efast hins vegar um listahæfileika hans - aðal góðra listamanna er jú að gera betur en aðrir, hvað sem hugmyndum líður. En myndin Les Demoiselles D'Avignon vakti þegar í stað mikla athygli; kraftur sá er kemur fram í henni hafði ekki áður þekkst í myndlistarheimi Evrópu og vegna sérkenna sinna er hún af mörgum talin fyrsta kúbíska myndin. Árið 1917 fór Picasso frá París til Rómar til að gera leikmyndirog leikbúninga fyrir Rússneska ballettinn er var á heimsreisu undir stjórn hins þekkta leikstjóra Diaghilev. Leiksýning ball- ettsins, Parade, var sýnd í Parísímaí1917og vakti þáttur Picassos mikla at- hygli. Guillaume Apollinaire kaus að kalla leiksýninguna sur-realíska og súrrealistar voru alla tíð mjög hrifnir af verkum Picassos þótt aldrei gengi hann þeirri listastefnu beinlínis á hönd, fremur en öðrum. Picasso var alla tíð um- deildur, bæði sem listamað- ur og maður. Það virtist vera sama hvað hann tók sérfyrirhendur - ávallt voru illar tungur reiðubúnar til að leggja allt út á versta veg. Þannig vart.d. um af- skipti hans af spænsku borgarastyrjöldinni, en hún hófst íjúlí árið 1936. Pic- asso málaði myndina Gu- ernica sem þykir með áhrifaríkustu verkum hans, þegar þýskar flugvélar höfðu lagt baskaborgina Guernica í rúst hinn 28. apríl 1937. Picasso hafði reyndar aldrei áður skipt sér af pólitík eða látið í Ijósi pólitískan áhuga og margir töldu hann hliðhollan Fran- co. Hann samdi yfirlýsingu í maí 1937 sem birtvar tveimur mánuðum síðar þegar veggspjöld frá spænskum lýðveldissinn- um voru sýnd í New York, og þar sagði m.a.: „Spænska stríöiö erstríð afturhaldsins gegn fólkinu, gegn frelsinu. Alltmittlíf sem listamaður hefur verið helgað stöðugri baráttu gegn afturhaldi og dauða listarinnar. Hvernig hefur nokkrum dottið í hug að halda eitt einasta augnablik að mér geðjaðist að aft- urhaldi og dauða? „ Picasso bjó í París öll stríðsárin, þrátt fyrir hernám nasista. Nasistar létu hann í friði en ekki mátti hann halda sýningar. Picasso þótti sýna hugrekki með veru sinni í París og hann vann ótrauður að list sinni þrátt fyrir ógnvænlega heimsviðburði. Þegar stríðinu lauk var honum fagnað sem þjóðhetju og honum var boðið að sýna í Salon de la Libération sum- arið 1944. Þetta var mikill heiður, því venjulega var aðeins frönskum lista- mönnum boðið að taka þátt í þessari sýningu. Og ekki nóg með það heldurfékk hann heilan sýningarsal út af fyrirsig. En enn á ný fékk Picasso að kenna mótstöðumanna. Gagnrýnin kom úrýmsum áttum. Gagnrýnt var að út- lendingur fengi að sýna þarna og sömuleiðis að Pi- casso væri kommúnisti, en hann hafði gengið í franska Kommúnistaflokkinn nokkru áður. Farin var mót- mælaganga gegn sýningu Picasso og margar mynda hans voru rifnar af veggjum sýningarsalarins. Picasso útskýrði sjálfur hvers vegna hann gekk í Kommúnistaflokkinn með því að segja að hann hefði lengi haft samúð með mál- stað kommúnista, að sér fyndust kommúnistar leggja manna mest á sig við að skýra og breyta heiminum til betri vegar, að kommún- istar hefðu barist harðast í síðari heimsstyrjöldinni, hvort heldur væri í Frakk- landi, Sovétríkjunum eða á Spáni, að þegar hann var gerður útlægur frá föð- urlandi sínu hefði franski Kommúnistaflokkurinn opn- að honum arma sína og að á meðal kommúnista fyndi hann það fólk, er hann bæri mesta virðingu fyrir: „mestu vísindamennina, mestu skáldin og hin mörgu og fögru andlit andstöðu- manna í París" sem hann hefði kynnst í lokabardög- unum um París í ágúst 1944. Picasso var hins vegar ekki reiðubúinn að láta list sína þjóna einum málstað öðrum fremur - til þess var hann allt of mikill listamað- ur. Hann sagði eitt sinn að- spurður um þetta: „ Væri ég efnafræðingur, kommúnískur eða fasískur, og léti rauðan lit í efna- blönduna mína, myndi það ekki tákna að ég færi með kommúnískan áróður, eða hvað?. . . Ég erkommún- isti og málverk mín eru mál- verk kommúnista. En væri ég skósmiður myndi ég ekki sníða skó sem sýndu mína pólitísku afstöðu.. .. Ég get ekki notað svokallaðar venjulegar leiðir til þess eins að öðlastþá ánægju að menn skilji mig. “ Picasso lést árið 1973 eftir að hafa lifað og starfað í París frá tvítugsaldri, eða í rúmlega sextíu ár. Aldrei var friður þar sem hann fór, hvorki um persónu hans né list, og svo mun vafalítið verða áfram. Sagt er, að enginn hafi þekkt hann, þennan mikla listamann, hvorki eiginkonur hans tvær, Olga Kokhlova eða Jacqueline Roque, börnin hans, listsalar, aðrir lista- menn, ævisöguritarar eða aðrir - og kannski síst af öllum hann sjálfur. En nafn sitt hefur hann ritað skýrum stöfum í listasöguna - og þaðan verður það aldrei máð. 38 ÞJÓÐLlF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.