Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 44

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 44
Stöðugleiki áhverfanda hveli Hraöinn veröur stöðugt meiri. Erfitt er aö henda reiður á þessu, en Ijóst er að þetta er þróunin. Sífellt fleira hefði þurft að hafa verið „gert í gær“. Þeir sem mest verða varir við þetta eru þeir sem flytja úr dreifbýli í þéttbýli. Hraðinn einkennirþéttt^ýlishugsunarháttinn, en hefuráhrif hægt og bítandi á dreifbýlið. Breytingar gerast hratt; það sem er nýtt í dag er orðið úrelt á morgun. Fyrirbörnin þýðirþetta að sú fullvissa um stöðugleika, sem einkenndi uppvöxt barna áðurfyrr, erað hverfa. Börn, sem öðrum fremur hafa þörf fyrir öryggi og stöðugleika, finna æ meir fyrir því að ekki er öruggt að það sem gerðist í gær gerist aftur á morgun. Þarna er hoggið að rótum í uppeldi barna. I vaxandi mæli verða þau afskiptari í fjölskyldunni og utanveltu, og samtímis er þörf þeirra fyrir öryggi ekki fullnægt. Við getum ávallt verið þess fullviss, að börn gera það sem þau geta til þess að verða ekki afskipt. Þetta er ekki meðvituð barátta hjá flest- um, þótt við undrumst oft visku barnanna ef hlustað er á þau og hve ótrúlega mikla grein þau gera sérfyrir aðstöðu sinni. Þau berjast fyrir því að fá þörfum sínum fullnægt. Vel mætti fylla heila bók um þessi atriði öll, en eins og ég hef dregið hérfram í örfáum atriðum er þörfum barnanna fullnægt í sífellt minnkandi mæli heima fyrir. Þar vil ég undirstrika, að ekki er við einstaka foreldra að sakast. Hér er um þjóðfé- lagslega þróun að ræða, þarsem einstaklingur- inn sogast með. Og dagvistir og skólar taka við þar sem heimilin skilja við. Óuppfylltar þarfir Þá er ég reiðubúinn að svara spurningunni sem ég varpaði fram áður: „Eiga heimilin ekki að sinna tilfinningalegum þörfum barnsinsT Hér að framan hefur komið fram að nútímaheimili sinna ekki þessum þörfum nema að nokkru leyti. Því verða stofnanir eins og skólinn að taka að sér þetta verkefni. Þetta er þróun, sem hefur átt sér stað og verður ekki aftur snúið - nema til komi markviss þjóðfélagsleg stefna í þá átt. Og ekki er Það skiptir kennarann máli hvernig barninu líður - ef hann metur nám þess meira en eigin kennslu. hægt að halda fyrir augun og segja: „Foreldrarn- ir/heimilin eiga að sinna þessu." Þá munu börnin gjalda fyrir. Hvaða þarfireru þetta þá, sem kennarinn verð- ur að taka tillit til í samskiptum sínum við nem- endur? Ég hef nefnt þörfina fyrir öryggi. Ennfrem- ur hafa börnin þörf fyrir að einhver fullorðinn aðstoði þau og leiðbeini í félagslegum sam- skiptum: að gefa og þiggja tilfinningar. Einnig hafa börn ríka þörf fyrir að fást við örvandi og spennandi verkefni og að einhverfullorðinn sýni þeirri vinnu áhuga. Nú má ekki skilja orð mín sem svo að ekki sé komið til móts við þessar þarfir heima hjá börnun- um. Svo er í langflestum tilvikum, en sjaldnast til fullnustu. Og því miður fer sá hópur barna stækk- andi sem kemur með þessar þarfir óuppfylltar í skólann. Enn einn mikilvægur þáttur í þroska barnanna, sem kennarinn verður að taka tillit til, er sjálfs- mynd þeirra. Trú barnsins á sjálft sig og getu sína fer að mestu leyti eftir þeim viðbrögðum sem það fær frá fullorðnum. Eftirþvísem fullorðnum fækk- ar kringum barnið og þeir fjarlægjast innan fjöl- skyldunnar eykst mikilvægi kennarans í mótun sjálfsmyndar hjá barninu. Skiptir líðanin nokkru? Nú tel ég tímabært að svara fyrri spurningu minni hér að framan: „Skiptirþað kennarann nokkru máli hvernig barninu líður þegar hann er að kennaV Öll námssálarfræði - og auk þess hyggjuvit og reynsla fjölmargra - segir að það barn sem býr við öryggi og vellíðan og hefur trú á sjálfu sér er líklegra til að nema það sem kennt er heldur en barn sem býr við ekkert af þessu. Þvískiptirþað kennarann máli hvernig barninu líður - efhann metur nám barnsins meir en eigin kennslu. Nauð- synlegt er að gera sér Ijóst, að sitthvað er að kenna og að læra eða nema. Kennsla er fram- kvæmd af einum aðila og nám á sér stað hjá öðrum. Ef skólastarfið á að vera árangursríkt verður að vera samræmi milli þessara tveggja þátta - nokkurs konar brú milli kennara og barna. Allir geta verið sammála um að börn eiga að þroskast og dafna eftir bestu getu. En margar þær kennsluaðferðir sem notaðar eru í dag voru notaðar fyrir 20 til 50 árum. Nýir kennarar þekkja þessar aðferðir best, því þeim hefur verið kennt samkvæmt slíkum aðferðum í tíu til 15 ár mörgurn hverjum. Meðal annars þess vegna hefur reynst erfitt að þróa nýjar aðferðir í skólastarfi og bent hefur verið á skólann sem þá stofnun þjóðfélags- ins sem einna minnst tillit hefur tekið til breyttra þjóðfélagsaðstæðna. Fjölmargar þær aðferðir sem notaðar eru við kennslu í skólunum vinna beinlínis gegn þeim markmiðum sem sett eru í skólastarfi og gera oft börnin ósjálfbjarga, hjálp- arvana og hindra þroska. í stað þess að þroska ábyrgðarkennd hjá börnum, stjórna og stýra kennarar skólabörnum á öllum aldri, rétt eins og þeim sé ekki treystandi fyrir nokkrum sköpuðum hlut. í stað þess að hvetja til frumkvæðis og sjálfstæðis gerir skólinn börnin sífellt háðari kennurum, - Þeir ákveða hvað þau eiga að læra, hvenær þau eiga að læra og hvernig skuli læra. Alið á ósjálfstæði Þetta er ekki vegna þess að flestir kennarar vilji hafa óábyrg og ósjálfstæð börn í bekknum hjá 44 ÞJÖÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.