Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 46

Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 46
sér, - flestir óska þess engan veginn. Miklu fremur ræður hér ferðinni að kennarar ráða ekki yfirþeim aðferðum sem þörferá - aðferðum sem laða fram frumkvæði, ábyrgðarkennd, áræðni, sjálfstjórn og styrkja sjálfsmynd. Þessir þættir koma ekki af sjálfu sér hjá barninu heldur verða hinir fullorðnu að ýta undir þá og örva. Lítið þýðir fyrir kennara að segja við börnin endrum og eins þegar í óefni er komið: „Þið eruð ekki að læra fyrir mig!“ ef hann hjálpar þeim ekki að staðaldri að finna fyrir þessari ábyrgð. Tíma- bært er að hætta að ÓSKA þess að börnin verði ábyrgari og í stað þess temja sér þær aðferðir sem laðafram þessa þætti hjá börnunum. Þar stoðar lítt að notast við aðferðir er byggjast á hótunum, refsingum, umbunum eða loforðum. Því með slíkum aðferðum eru börnin læst inni án möguleika til að þroskast, án möguleika á því að taka frumkvæði og bera ábyrgð. En hvernig á kennarinn að taka tillit til þessara breytinga allra? Hvernig getur kennarinn tekið mið af þessum breyttu aðstæðum í þjóðfélaginu inni í kennslustofunni, í samskiptum við börnin? Enn hvílir sú krafa af miklum þunga á kennurum að börnin læri það sem í bókunum stendur, að þeim séu kennd undirstöðuatriði almennrar menntunar. Hvenær á kennarinn að hafa tíma til að taka tillit til þarfa barnsins og mótunar sjálfs- myndar þess? Kennarinn þarf að temja sér ákveðnar tjá- skiptaaðferðir sem geta byggt þær brýr og bund- ið þau bönd sem til þarf til að treysta tengslin við börnin. Þessar aðferðir eru ekki flóknar. Allir kennarar geta tileinkað sér þær, en þær krefjast oft þjálfunar og æfinga, eins og allt annað í lífinu sem við viljum öðlast leikni í. Ekki þarf fólk heldur að innbyrða doðranta um þroska barna eða læra grundvallaratriði í uppeldisfræði til að tileinka sér þessar aðferðir. Þessar tjáskiptaaðferðir felast í því að tala og hlusta. Orð geta bæði byggt upp og rifið niður, grafið skurði eða byggt brýr milli kenn- ara og barna. Áhrif orðanna felast fyrst og fremst í innihaldinu og því samhengi sem þau eru sögð í. Hugsað í lausnum - ekki vandamálum Bandaríski sálfræðingurinn dr. Thomas Gor- don hefur skrifað hagnýta bók um samskipti kennara og nemenda. í bókinni dregur hann fram nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga ef kennarar vilja forðast að taka ábyrgðina frá barn- inu og í stað þess aðstoða það við að takast á við sín eigin verkefni - þroska barnið tilað hugsa í lausnum en ekki í vandamálum. Hann nefnir að börn þroskist á því að takast á við eigin vanda og viðfangsefni og leysa úr þeim. Sú tilhneiging sem kennarar hafa til að leysa vandamál fyrir nem- endur er alltof algeng. Lítum á eftirfarandi dæmi. Börnin eru sest og farin að vinna. Kennarinn hefur nýhafið kennsluna þegar einn nemenda réttir upp hönd. Kennarinn lýkur við setninguna, kemur til nemandans og nemandinn segir: N: Ég gleymdi bókinni heima. K: Það var slæmt. Ertu lengi að skreppa heim? N:Svonatíu mínútur. K: Það er of langt. Hvert varstu kominn? N:Áæfingu 38. K: (Við sessunaut nemanda 1): Hvert ert þú kominn? N2:Áæfingu 47. K: (Aftur við nemanda 1): Ætli það sé ekki best 46 ÞJÓÐLÍF að þú farir í frjálsan lestur. Þú gerir bara þessar æfingar heima fyrir miðvikudaginn. Með yfirheyrslum og spurningum stefnir kenn- arinn hér að því að safna saman upplýsingum til að leysa þann vanda sem barnið á við að glíma. Hann kemur með lausnina fyrir barnið. Það sem barnið hefur þá lært af þessu er í megindráttum þetta: ef það á við vandamál að stríða skal það leita til kennarans og hann finnur lausnina. Á yfirborðinu sýnist þetta fljótleg aðferð. En hafa verður hugfast að kennarinn situr uppi með það verkefni að finna nýjar og nýjar lausnir. Ef hann hins vegar kennir nemendum að finna eigin lausnir sparar hann tíma þegar til lengdar lætur, auk þess sem börnin þroskast og finna til ábyrgð- aráeigin málum. Vandamálið er barnsins. Kennarinn hjálparþví við að finna eigin lausn. Aukþess að vera oft mjög frjóar og falla vel að þeim sem á að nota þær gera slíkar lausnir barnið einnig ábyrgt fyrir framkvæmdinni. Ekki er við aðra að sakast ef lausnin hentar ekki, heldur verður nemandinn þá að finna aðra betri. Thomas Gordon bendir einnig á mikilvægi þess að hlusta. Nauðsynlegt er að gera greinar- mun á því að heyra og hlusta. Ekki er nóg að kennari heyri það sem börnin segja, heldur verð- ur hann oft að hlusta eftir því sem að baki býr þegar vandamál eru á ferðinni. Lítum á eftirfar- andi dæmi: Nemandi á erfitt með að komast í gang með vinnuna. Hann horfir út í loftið hugsandi á svip og gerir ekkert af því sem hann á að gera. Kennar- inn gengur á milli nemendanna við vinnu, kemur auga á þennan nemanda og gengur til hans. K: Þetta gengur ekki svona mikið lengur. Þú situr bara og glápir út í loftið, - verkefnin vinna sig ekki sjálf. N (Þrjóskur): Ég veit það alveg. K: Jæja, heldurðu að það sé þá ekki best fyrir þig að koma þér að verki svo þú náir að skila eins og þú átt að gera? N: Þetta er svo leiðinlegt. Ég botna ekkert í þessu. K: Þú átt að vera búinn að læra þetta. Ég fór í þetta í síðustu viku svo það þýðir ekkert að segja að þú kunnir þetta ekki. Þú hefðir getað spurt þá ef þú skildir þetta ekki. Þarna heyrir kennarinn skýrt það sem barnið segir, en hlustar ekki eftir því hvað að baki býr. Kennarinn lokar á opin samskipti við barnið og heldur sig fast við námsefnið. Hefði kennarinn tekið tillit til annarra þátta í samskiptum við barn- ið, hefðu þessar samræður hæglega getað orðið á þennan veg: K (Gengur til nemandans og leggur hönd á öxl hans): Ég sé að þú átt erfitt með að komast í gang. N (Dæsir): Jaa-á. K: Ég hef tekið eftir að þú ert mikið um annað að hugsa og ert þess vegna ekki að læra. N: Já, pabbi og mamma voru að tala um að þau þyrftu að selja og flytja eitthvað í burtu - kannski í haust. K: Þú kvíðir því að flytja burt úr þessu hverfi? N: Já, allir vinir mínir eru hérna. Ég vil eiga heima hér, alltaf. K: Ég skil vel að þetta er erfitt fyrir þig. Ég von^ að þetta leysist þannig að þið getið öll verið ánægð með útkomuna. Með því að hlusta sýnir kennarinn barninu að hann hefur áhuga á því og að hann hlusti á það- 1 Hann reynirekki að breiðayfir vandann (Svona, Á yfirborðinu virðist það fljótleg aðferð aðleysa vandamál fyrir nemendur — en kennarinn þarf þá sífellt að finna nýjar lausnir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.