Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 71

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 71
Vorið þegar mest gekk á GíímkI BeckiM —ýtjf ■ a Mér sýnist ótvírætt að hér sé bók af því tagi sem nefnd var í upphafi greinarinnar: bóksem tekur skipulega á sér- stökum vandamálum unglingafrá þeirra sjón- arhóli. Vötnin meðfram Alingsás voru eins og spegilslétt ísgólf með grenigræna og birkibláleita jaðra. Gulir, auðir fletir, snjóskaflar norðan megin, leirugirveg- ir, dimmbláir uxahryggir fjallanna í fjarska, stöðvarhús úr hvítum og gulum tígulsteini, vatnsgeymirog hvítar kirkjur, símalínur sem risu og hnigu. Allt þetta þaut framhjá blindum augum Maju undir bláum himni sem minnti fremur á apríl en febrúar. Maja fékk sér banana. En hvað allt var erfitt. Vissulega er það ekki alltaf sem að- alpersónan er sannfærandi. Fyrir kem- ur ritgerð frá sjónarhóli fullorðins, sem lýsa á hugarheimi hennar (bls. 77): Það var eins og hver dagur væri orðinn svo mikilvægurá einhvern hátt, maðurlærði marga hluti en vissi ekki almennilega hvernig átti að bregðast viðþeim. Stundum var maður sjálfsör- uggur og glaður og nærri fullorðinn, en á næsta augnabliki saknaði maður mömmu sinnar og langaði mest til að fara aðgráta. Kannski varhún seinþroska . .. aðrar stelpur virtust svo öruggar með sig. Þegar hún hugsaði til þess hvernig hún hafði hagað sér í haust, þegar hún hélt að hún væri ólétt, fannst henni að hún hefði verið ruglaðri og óákveðnari en tilefni hefði verið til. . . en ekki gat hún gert að þvíhvern- ig hún var. Ég hef ekki trú á því að unglings- stúlka komist svona að orði. Ég held að þetta sé sett hér til að réttlæta and- stæður í fari hennar sem stafa af því að hún á í senn að höfða til lesenda sem ímynd þeirra og vera þeim til fyrir- myndar. Til dæmis um þetta síðar- nefnda er það, að ekkert kynslóðabil er milli hennar og ömmunnar, hún er stolt af ömmu sinni gagnvart jafnöldrunum (enda er amman fullkomin!). Vissulega leysir stúlkan ekki öll vandamál sín í bókinni, en hún fer að takast á við þau. Hún áttar sig á eigin tilfinningum og fer að gera kröfurtil elskhuga síns, þótt hún sé hrædd um að missa hann. Einn- ig hér er hún ótrúlega þroskuð í tali (bls. 108): - Skilurðu ekki að þetta frelsi ersamt fyrst og fremst fyrirstráka, æpti Maja. Ég get vel ímyndað mér, að þú hafir djöfull fínt frelsi, þú sem veður í stelpum og veitirþeim óviðjafnanlegar fullnæg- ingar eins og einhvers konar graðfoli með... töfratyppi, galdurinn felstíþví að sýna eins litlar tilfinningar og hægt er. Það er hætt við að aðalpersónan verði nokkuð óljós, þegar hún rúmar svo miklar andstæður, er í senn að lifa aðstæður sínar og tala um þær úr mik- illi fjarlægð og af sálfræðiþekkingu (síð- asta setningin). En þetta er vegna þess að bókin mótast öll af málflutningssjónarmiðum. Hún á að gefa alhliða yfirlit um vanda- mál sem steðja að slíkri stúlku, og höf- undur leggur sig fram um að sjá þau frá sjónarhóli unglings. Þáert.d. haldinn umræðufundur um jafnréttismál heima hjá henni og málin rædd frá öllum hlið- um, líka sú kúgun sem karlmennsku- hugsjónin er strákum, og íhaldssjón- armið verkalýðsstéttar fá einnig að koma fram (bls. 84): Ég vil að konan mín geti verið heima hjá börnunum en þurfi ekki að slíta sér út í einhverri skítavinnu! Mér sýnist ótvírætt að hér sé bók af því tagi, sem nefnd var í upphafi greinarinnar: bók sem tekur skipulega á sérstökum vandamálum unglinga frá þeirra sjónarhóli og stefnir þannig að því að þeir öðlist sjálfstæði, en ekki að því að þeir aðlagist tilteknum óskum fullorðinna. Hér er t.d. tekist á við vanda kynlífsins, þar sem Töfftýpa á föstu segir bara: Hókus, pókus - ekk- ert mál. Hlutverk listarinnar Löngum hefur verið sagt að málefna- leg umfjöllun um efni væri andstæða skáldlegrar umfjöllunar. Gegn þessu viðhorfi hefur bandaríski bókmennta- fræðingurinn Wayne C. Booth snúist í skemmtilegri bók, The Rethoric of Ficti- on (Chicago 1961). Hann sýnir þar að beinn málflutningur höfundar, umfjöllun hans um persónur og önnur ritgerðar- kennd innskot hans í söguna, tíðkast í mörgum afbragðsskáldverkum. Og því- líkt efni þarf alls ekki að spilla skáld- skapnum. Þvert á móti spinnst það oft vel saman við skáldskapinn og magnar hann - í verkum svo sem Stríð og friður, Tom Jones og mörgum fleirum. íbókinni Vorið þegar mest gekk á er um annað að ræða. „Vandamálaum- fjöllun" ræður alveg ferðinni svo að mynd aðalpersónunnar skekkist jafnvel og deyfist. Mér sýnist bókin gera vandamálum unglingsstúlku rækileg skil á þann hátt sem ætti að höfða almennt til unglinga. Má þá ekki vel við una? Er raunhæft að búast við að hún sé þar að auki mikið skáldverk? Þurfa unglingar nokkuð annað - hafa þeir að auki þörf fyrir listaverk? Já, svo sannarlega. Það veit sá sem reynt hefur að lista- verk veita lesendum sínum frelsi sem málefnaleg umfjöllun getur aldrei veitt. Hversu lýðræðisleg og róttæk sem slík umfjöllun er, þótt hún taki fyrir raun- veruleg vandamál lesenda og hjálpi þeim við að skilja þau, fjallar hún um þau fyrst og fremst á vitsmunalegan hátt - höfðar til eins hæfileika lesenda af mörgum. En skáldverk sendir út á mörgum bylgjulengdum i senn og þvi vekur það lesendum tilfinningu fyrir samræmdri heild - sem er raunar reynsla þeirra fremur en einkenni á skáldverkinu. Ljóð raðar niður hug- myndum, segir sögu eða lýsir aðstæð- um átilteknu augnabliki. Enjafnframt dregur það upp myndir, höfðartil skynj- unar lesenda á hljóm og hrynjandi og loks heildarbyggingu. Skáldsaga fléttar saman staðarlýsingar, persónusköpun, atburðarás og fleira, og höfðar jafn- framt til skynjunar lesenda á heildar- byggingu. Allur persónuleiki skáldsins er virkur við sköpun skáldverks, og þegar vel tekst til höfða þau Ifka til alls persónuleika lesenda, meðvitaðs og dulvitaðs, skynsemi þeirra og tilfinn- inga. Það er mikil glópska að krefjast þess að „bókmenntirverði með í baráttunni fyrir betri heimi". Þær eru með í sjálfum sér - með því einu að vera raunveru- legur skáldskapur. En til að þær verði það, verður skáldskapurinn að vera æðsta og rauna eina markmið skálds- ins, ekki fræðsla eða boðskapur. Því er rangt að láta innihald - siðaboðskap, trúrækni, þjóðernisstefnu eða annað - ganga fyrir bókmenntagildi. List er hin æðstu lífsgæði. Reyni einhverað svipta fólk henni, er hann óvinur fólks- ins, hvaða hugsjónirsem hann kann að bera fyrir sig. Bjartsýni En hvar ættu þá unglingar að kynn- ast skáldskap? Augljóslega ekki í blöð- unum sem neinu nemur og ekki i sjón- varpi. (útvarpi er skáldskapur oft fluttur og er það lofsvert. Það nægir þó ekki því skáldskapur þarf oft yfirlegu og ÞJÓÐLlF 71

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.