Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 73

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 73
endurlestrar við. Og mjög er misjafnt hvað unglingum býðst á heimilum sín- um. Hér held ég því að skólakerfið verði að koma tilu En hvernig sinna þá skólarnir þessu hlutverki sínu? Bara vel, sýnist mér. Samræmt próf í níunda bekk (fyrir 15 ára) útheimtir Gísla sögu Súrssonarog íslandsklukkuna og einnig eiga nem- endur að greina ólesið Ijóð. Að öðru leyti munu kennarar vera sjálfráðir um lesefni og mér er sagt að í Réttarholts- skóla séu lesin nútímaljóð eftir m.a. Jón Óskar, Ólaf Hauk Símonarson, Einar Má Guðmundsson, Gyrði Elíasson og þýðingar Hannesar Sigfússonar á nor- rænum Ijóðum. í þessum þremur bekkj- um (13-15 ára) eru auk þess lesnar skáldsögur Péturs Gunnarssonar, Punktur... og Égum mig.. . auk hefta sem Námsgagnastofnun hefur út- gefið en þar er skáldskapur flokkaður saman eftir efni: Æw', Auðurog örbirgð, Grannar, Saman. Úr þessu velja kenn- arar með fjölbreytni að leiðarljósi og prófa sig áfram með hvað höfði til krakkanna. Margt er gott í þessum heft- um, og þá einnig að þau ná til nýjustu verka, þótt auðvitað megi verk heft- anna þykja mismunandi og hæpið að leggja megináherslu á efnivið þeirra. Hér hafa orðið verulega miklar framfarir á þremur næstliðnum árum; ástandið er allt annað en lesendur þessa tímarits hafa vanist á dögum Lestrarbókarinn- ar. Bókmenntaval er svo svipað í fjöl- brautaskólum og menntaskólum þar sem ég þekki til. Það er því ekki ástæða til annars en bjartsýni, enda þótt ruslið sé söluhæst. Það ber hins vegar ekki vitni um bók- menntasmekk nokkurs manns, heldur hinu að fullorðnir vanda ekki val á því sem þeir þekkja ekki til - kaupa bara það sem selst best, „það hlýtur þá að vera vinsælt". Bækur eins og Vorið þegarmestgekk á kunna að vera „þungar í sölu“, svo vitnað sé í forleggj- ara, en þær hafa samt virðingarverð áhrif. Líklega verða þær lesendum þeim mun minnisstæðari sem þær stinga meira í stúf við venjulega fram- leiðslu unglingabóka að smekk fullorð- inna. Sama gildir þá í enn ríkara mæli um reynslu unglinga af mikilfenglegum skáldverkum. Tilvitnuð rit: Símon Jóhann Ágústsson: Börn og bækur /-//. Bókaútgáfa Menningarsjóös og Þjóövinafél- agsins. Rvk. 1972-76. Andrés Indriðason: Töfftýpaáföstu. Mál og menning. Rvk. 1984. Eðvarö Ingólfsson: Sextán ára ísambúð. Æskan. Rvk. 1985. Steinunn Jóhannesdóttir: Flautan og vindurinn. Námsgagnastofnun 1985. Gunnel Beckman: Voriðþegarmest gekká. Jó- hanna Sveinsdóttirþýddi. löunn. Rvk. 1979. Örn Ólafsson er bókmenntafræöingur í Reykjavík og kunnur af skrifum sínum um bókmenntir. REVIDN EllROPEáN COLLAGEN C(M>LEX Vísindamenn hafa reynt það — konur hafa sannað það — Nú getur þú notað það. European Collagen Complex er óvenjulega fjölhæft krem. Fyrir daga, nætur og undir make. Hin einstaka blanda fer ótrúlega vel með húðina, þú finnur muninn strax eftir fyrstu notkun. Hugsaðu um húðina af nærgætni og notaðu European Collagen Complex reglulega, það er sérstaklega gott fyrir venjulega eða þurra húð. Heildsölubirgdir: mmw* . . <zMmenóKa 7 simi 82700 í ÞJÓÐLÍF73

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.