Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 78

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 78
Núverandi stjórn löju (frá vinstri aðframan): Una Halldórsdóttir, Hildur Kjartansdóttir, Ólína Hall- dórsdóttir, Sigurjón Gunnars- son, Árni J. Árnason, Guðmund- ur Þ Jónsson, Hannes Ólafsson og Jón Helgi Eiðsson. Á mynd- ina vantar Sumarlínu Ól- afsdóttur. á síðasta ári og voru því á kjörskrá, en um 2.600 eru taldir virkir í vinnu á hverj- um tíma. Af þessum hópi greiddu nær 1.000 manns atkvæði. Stuðningslið Bjarna Jakobssonar ók fólki á kjörstað. Smalað var á Hrafnistu í Reykjavík og í Hafnarfirði. En hvað gerðist? Bjarni Jakobsson hlaut 322 atkvæði. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Iðju hlaut hins vegar 604 atkvæði. Flokksmaskínan virkaði ekki. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins reiknuðu dæmið vitlaust. Listi Bjarna Jskobssonar var vonlaus. Allt þetta gerði það að verkum, að Bjarni Jakobsson hlaut lítið fylgi - í kosningu þar sem sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins hafði komið við sögu. Óneitanlega hafa þessi afskipti veikt stöðu Þorsteins Pálssonar sem formanns Sjálfstæðisflokksins: Hann var kosinn fyrst og fremst vegna þess að hann hafði verið framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands um nokkurra ára bil og var kunnugur báð- um samningsaðilum - ekki síðurfor- ystumönnum verkalýðsfélaga en at- vinnurekenda. En ágrasrótina hlustaði hann ekki. Hvaö er eftir? Kosningin í Iðju sýnir, að á siðstu árum hafa ítök stjórnmálaflokka í verka- lýðsfélögunum veikst mjög, hvað sem segja má um verkalýðshreyfinguna í heild. Áður þótti sjálfsagt, og meira en það, að stjórnmálaflokkar vektu yfir „sínum" mönnum í verkalýðsfélögun- um og styddu þá með ráðum og dáð. Svo mikla áherslu hafa flokkarnir lagt á þennan þátt, að elstu og stærstu flokk- arnir hafa komið sér upp sérstöku verkalýðsmálaráði - nema Framsókn- arflokkurinn. Hjá Sjálfstæðisflokknum er meira að segja starfsmaður á fullum launum hjá verkalýðsráðinu og til skamms tíma var sömu sögu að segja af Alþýðubandalaginu. Þessi breyting leiðir hugann að breyttu hlutverki stjórnmálaflokka í landinu. Allir stjórnmálaflokkar hafa lagt ofuráherslu á samband við ýmis konar hagsmunasamtök, einkum og sérílagi samtök sem ítök eiga í atvinnulíf- inu: bændasamtök, atvinnurekenda- samtök og verkalýðsfélög. Veldi sumra flokka hefur byggst á þessum ítökum. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn mikil ítök í bændahreyfingunni og fær enda mest fylgi úr dreifbýlinu; Alþýðu- bandalagið er sterkt í verkalýðshreyf- ingunni og Sjálfstæðisflokkurinn sömu- leiðis, en sá siðarnefndi hefur einnig sterk ítök meðal atvinnurekenda. Svo virðist einnig, sem meðal almennra fé- lagsmanna verkalýðsfélaga þyki tengsl verkalýðsleiðtoga við stjórnmálaflokka ekki lengur skipta því máli sem áður var. Þannig má benda á, að nokkrum dögum áður en Iðjukosningin fór fram hrapaði Guðmundur Þ Jónsson úr fjórða sæti á framboðslista Alþýðu- bandalagsins i tólfta sætið - en það skipti engu máli fyrir úrslit kosning- anna. Það má því spyrja hvað sé eftir fyrir stjórnmálaflokkana þegar almennir félagar í verkalýðshreyfingunni sem verkalýðsleiðtogar eru hættir að sækja til þeirra stuðning - og flokkarnir koma litlu áleiðis þegar þeir reyna að hafa áhrif. Kosningin í Iðju sýnir einnig, að sú umræða sem er í gangi um verkalýðs- hreyfinguna og vanda hennar er að mörgu leyti reist á röngum forsendum. Annars vegar eru þeir sem halda því fram, að allt sé í lagi hjá verkalýðs- hreyfingunni - foringjarnir stjórni með sóma og öll gagnrýni sé persónuleg aðför að einstökum mönnum, eðajafn- vel hreyfingunni sem slíkri. í hópi þeirra sem þannig mæla eru einkum verka- lýðsleiðtogar. Hins vegar eru svo þeir sem halda því fram, að verkalýðsfé- lögin séu steinrunnar stofnanir sem stjórnað sé af valdagirugum smákóng- um. Jafnvel er rætt um í alvöru að stofna ný verkalýðsfélög (þetta hefur t.d. borið á góma hjá Samtökum kvenna á vinnumarkaði, en þær eru þó engan veginn einar um gagnrýni af þessu tagi). Iðjukosningin bendir á þriðju leiðina í umræðunni: Forystu- menn komast ekki upp með hvað sem er í verkalýðsfélögunum, hvað sem annars má um þá segja. Hægt er að breyta hlutunum - og þá kannski einna helst með því að mynda öflugt trúnað- armannakerfi, eins og í Iðju þar sem trúnaðarmenn urðu og eru hin virka sveit. 78 ÞJÓÐLlF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.