Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 82

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 82
HITCHCOCK erán efa einn þekktasti og áhrifaríkasti kvik- myndaleikstjóri allra tíma. Hann var þrisvarsinnum útnefndurtil Óskars- verðlauna fyrir leikstjórn, en missti af þeim í öll skiptin. Sumir segja, að það sé vegna þess, að myndir hans hafi ekki verið nógu burðarmiklar, en sú skýring stenst tæpast þegar skoðaðar eru þær myndir sem Hitchcock tapaði fyrir. Árið 1940 var Hitchcock útnefndur sem besti leikstjórinn fyrir myndina Re- becca, en tapaði þá fyrir John Ford er gerði myndina Þrúgur reiöinnar. Aftur tapaði mynd hans Lifeboat fyrir mynd Leo McCarey, Going My Way árið 1944. Árið 1960 var svo Hitchcock út- nefndur fyrir myndina Psycho sem í dag þykir eitt af hans mestu meistara- stykkjum, en þá tapaði hann fyrir Billy Wilder, ergerði The Apartment. Sjö árum síðar reyndi akademían að bæta Hitchcock upp þessar hrakfarir með því að veita honum verðlaun fyrir góða leik- stjórn og gæðamyndir. Hann þáði verð- launin með þökkum. Hitchcock gerði margar góðar mynd- ir um ævina og má þar nefna The 39 Steps frá árinu 1935 og The Lady Van- ishes frá 1938, en báðar þessar myndir gerði hann í Englandi. Er hann kom vesturtil Hollywood gerði hann af- bragðsgóðar myndir á borð við Foreign Correspondent 1941, Rear Window árið 1954 og loks Psycho árið 1960, en sú mynd er helsta ástæða þess að fólk steinhætti að fara í sturtuböð! PETER SELLERS Þessistor- skemmtilegi gamanleikari og meistari raddbandanna, eins og hann var oft kallaður, var tvisvar sinnum útnefndur til Óskarsverðlauna - árið 1964 fyrir leik sinn í myndinni Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (þá tapaði hann fyrir Briton Rex Harrison í My Fair Lady) og árið 1979 fyrir Being There (tapaði fyrir Dustin Hoffman í Kramervs. Kramer). En Sellers heldur áfram að kitla hlátur- taugar kvikmyndahússgesta, þótt ekki þyki allar myndir hans jafnar að gæð- um, t.d. þykja Bleika-Pardus-seríurnar frá Hollywood ekki ýkja merkilegar myndir. Minnisstæður er leikur Sellers í The Mouse That Roared frá 1959 og l'm All Right, Jack, einnig frá árinu 1959. í síðarnefndu myndinni eru verkalýðsfé- lög harðlega gagnrýnd og leikur Sellers þar einráðan verkalýðsforingja. Þessi mynd er ein af örfáum þar sem verka- lýðshreyfingin hefur verið tekin fyrir með þessum hætti. Og ekki má gleyma leik hans í myndinni Dr. Strangelove, en henni leikstýrði Stanley Kubrick. Þar fór Sellers með þrjú hlutverk, hvorki meira né minna: hlutverk Bandaríkja- forseta, hlutverk ofursta í breska hern- um og hlutverk geggjaða vísinda- mannsins sem fann upp Sprengjuna. 82 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.