Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 87

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 87
Talar andstæðingana íhel! Helgi Hjörvar er tvímæla- laust meðal fremstu ræðuskörunga þjóðarinn- ar - íyngri flokki. Hann vann jáann 5. mars síð- astliðinn titilinn Ræðumaður kvöldsins í Mælsku- og rökræðukeppni framhalds- skólanna á íslandi. í þessari keppni geta allir framhaldsskólar á landinu tek- ið þátt, og hún var haldin annað árið í röð í Háskólabíói fyrirfullu húsi fyrr- nefndan dag. Þar kepptu lið Mennta- skólans við Hamrahlíð og Menntaskól- ans í Reykjavík til úrslita. Síðarnefnda liðið vann - en Helgi hlaut ofannefnd- an titil fyrir frammistöðu sína í liði MH. Athygli vakti, að í Iiði MH-inga voru tvær stúlkur af fjórum keppendum. Helgi sagði MH-inga hafa lagt metnað sinn í að skipa liðið að jöfnu piltum og stúlkum, „þótt íslendingar álíti flestir að enginn geti talað ábyrgðarfullt nema æsa sig djúpum rómi,“ sagði hann. Af þeim fjórum liðum, sem MH-ingar kepptu við, þ.e. 16 manns, var aðeins eitt skipað einni stúlku! Liðið þótti taka áhættu með þessari skipan - en nú ætti sá ótti að vera horfinn með öllu. Áfram nú, stelpur. Helgi segist lítið hafa gert af því að tala opinberlega fyrr en í vetur, en þá hafi líka mikill tími farið í þetta. Hann sótti eitt sinn ræðunámskeið hjá Baldri Óskarssyni, fyrir „ævalöngu síðan", þannig að lærdómur hans í ræðu- mennskunni hlýtur að koma að innan. Og ræða kvöldsins? Um hvað fjallaði hún? „Ég man þetta ekki svo greini- lega, en ég talaði með geimferðum, eins og mér var uppálagt að gera,“ segir Helgi. „Ég talaði eitthvað um það, að maðurinn yrði að halda áfram á þróunarbrautinni, og til þess væru geimferðir vitaskuld nauðsynlegar. Einnig minntist ég á að við þyrftum að finna eitthvað í stað hinna þverrandi auðlinda okkar, og til þess væru geimferðir nauðsynlegar. Síðan minnt- ist ég eitthvað á geimvarnaráætlunina í þessu sambandi." Áhugamálin? Ræðumennska? Ætlar Helgi að leggja hana fyrir sig? Hann hlær að spurningunum. „Nei, ætli það. Ég stefni bara að mínu stúdentsprófi og hef síðan hug á því að fara utan í blaðamennskunám. Ennþáerallt óráðið." Helgi lýkur þriðja árs prófum frá Hamrahlíðinni í vor og stefnir á stú- dentsprófið að ári. Áhugamál hans eru: pólitík, bækur, leikhús, „og svo bara lífið og tilveran," segir þessi ungi ræðu- skörungur. Ekki ræðumennska! Helgi Hjörvar: Ræðuskörungur framhaldsskólanna á íslandi.

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.