Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 87

Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 87
Talar andstæðingana íhel! Helgi Hjörvar er tvímæla- laust meðal fremstu ræðuskörunga þjóðarinn- ar - íyngri flokki. Hann vann jáann 5. mars síð- astliðinn titilinn Ræðumaður kvöldsins í Mælsku- og rökræðukeppni framhalds- skólanna á íslandi. í þessari keppni geta allir framhaldsskólar á landinu tek- ið þátt, og hún var haldin annað árið í röð í Háskólabíói fyrirfullu húsi fyrr- nefndan dag. Þar kepptu lið Mennta- skólans við Hamrahlíð og Menntaskól- ans í Reykjavík til úrslita. Síðarnefnda liðið vann - en Helgi hlaut ofannefnd- an titil fyrir frammistöðu sína í liði MH. Athygli vakti, að í Iiði MH-inga voru tvær stúlkur af fjórum keppendum. Helgi sagði MH-inga hafa lagt metnað sinn í að skipa liðið að jöfnu piltum og stúlkum, „þótt íslendingar álíti flestir að enginn geti talað ábyrgðarfullt nema æsa sig djúpum rómi,“ sagði hann. Af þeim fjórum liðum, sem MH-ingar kepptu við, þ.e. 16 manns, var aðeins eitt skipað einni stúlku! Liðið þótti taka áhættu með þessari skipan - en nú ætti sá ótti að vera horfinn með öllu. Áfram nú, stelpur. Helgi segist lítið hafa gert af því að tala opinberlega fyrr en í vetur, en þá hafi líka mikill tími farið í þetta. Hann sótti eitt sinn ræðunámskeið hjá Baldri Óskarssyni, fyrir „ævalöngu síðan", þannig að lærdómur hans í ræðu- mennskunni hlýtur að koma að innan. Og ræða kvöldsins? Um hvað fjallaði hún? „Ég man þetta ekki svo greini- lega, en ég talaði með geimferðum, eins og mér var uppálagt að gera,“ segir Helgi. „Ég talaði eitthvað um það, að maðurinn yrði að halda áfram á þróunarbrautinni, og til þess væru geimferðir vitaskuld nauðsynlegar. Einnig minntist ég á að við þyrftum að finna eitthvað í stað hinna þverrandi auðlinda okkar, og til þess væru geimferðir nauðsynlegar. Síðan minnt- ist ég eitthvað á geimvarnaráætlunina í þessu sambandi." Áhugamálin? Ræðumennska? Ætlar Helgi að leggja hana fyrir sig? Hann hlær að spurningunum. „Nei, ætli það. Ég stefni bara að mínu stúdentsprófi og hef síðan hug á því að fara utan í blaðamennskunám. Ennþáerallt óráðið." Helgi lýkur þriðja árs prófum frá Hamrahlíðinni í vor og stefnir á stú- dentsprófið að ári. Áhugamál hans eru: pólitík, bækur, leikhús, „og svo bara lífið og tilveran," segir þessi ungi ræðu- skörungur. Ekki ræðumennska! Helgi Hjörvar: Ræðuskörungur framhaldsskólanna á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.