Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 88

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 88
Að komast út úr gjafapólitíkinni Kiljuklúbbi Máls og menn- ingar var hleypt af stokkun- um í byrjun marsmánaðar meðglæsilegutilboði. Fé- lagsmenn fyrsta pakkans fengu í hendur fimm bækur fyrir ótrú- lega lágt verð, eða aðeins 498 krónur að viðbættum sendingarkostnaði. ( pakkanum voru: 1. bindið af Stríði og friði eftir Leo Tolstoj, Veggjakrot, reyfari í tveimur bindum um lögreglumanninn Dalgliesh sem sjónvarpsáhorfendum ergóðkunnurfrá þvííveturog loks bókin Jörð í Afríku eftir Karen Blixen, en hún kom fyrst út hér á landi 1952. Árni Sigurjónsson starfar fyrir Ugluna - íslenska kiljuklúbbinn og tjáði okkur að ætlunin væri að senda til áskrifenda þrjár til fjórar bækur á tveggja mánaða fresti. Klúbbur þessi er ólíkur öðrum bókaklúbbum er hér starfa að því leyti, að áskrifendur hafa ekki rétt á því að hafna bókum - enda verðið svo lágt að engum dytti slíkt sjálfsagt í hug. Árni sagði, að þeir Halldór Guðmundsson og Árni Einarsson hjá Mál og menningu hefðu haft frumkvæðið að því að hleypa klúbbnum af stað, en farið var að undirbúa jarðveginn í haust og hóf Árni Sigurjónsson þá störf hjá Mál og menningu. Bókaklúbbar með þessu sniði eru mjög vinsælir á Norðurlöndum og sá sænski er meira að segja rekninn með einhverjum ríkisstyrk, en í Svíþjóð þykir mikilvægt að allir þjóðfélagsþegn- ar hafi aðgang að ódýrum og góðum bókum. í hverjum pakka frá Kiljuklúbbnum verður blandað efni, en stefnt er að því að ein ný íslensk þýðing verði með hverju sinni. Árni kvað einnig koma til greina að setja í pakkann, íslenskar skáldsögur en varla frumútgáfur. Marg- ar hugmyndir eru uppi um klúbbinn, en framkvæmd þeirra ræðst af viðtökun- um. Þær hafa verið mjög góðarfram til þessa, en um 3000 manns hafa þegar gerst áskrifendur. „Við viljum reyna að losa íslendinga út úr þessari gjafasjálfheldu, sem bóka- markaðurinn er í,“ sagði Árni Sigurjóns- son um markmið Kiljuklúbbsins. „Flest- irkaupa bækuraðeins fyrirjólin, og þá til gjafa. Bækur eru dýrar hér, enda mikið í þær lagt. Við erum vissir um, að kiljur eiga mikla framtíð fyrir sér hér- lendis sem erlendis, en þær verða að vera ódýrari en nú þekkist, þ.e. hjá öll- um nema Kiljuklúbbnum Árni Sigurjónsson: Undirtektirviö Kiljuklúbbinn frábærar. 88 ÞJÓÐLlF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.