Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 90
Stjarna
á uppleið
Anjelica Huston hefur árum
saman staðið í skugga föð-
ur síns, leikstjórans John
Huston, og sambýlis-
mannsins Jack Nicholson.
Hún er nú þrjátíu og fjögurra ára gömul
og hefur loksins náð á toppinn í kvik-
myndaheiminum fyrir leik sinn sem
Maerose í Prizzi’s Honour. Þar þótti
hún stela senunni frá sjálfum Jack Nic-
holson, sem fór með aðalhlutverkið.
Faðir hennar leikstýrði myndinni og var
hún tilnefnd til Óskarsverðlauna, m.a.
yrir leikstjórn, en vann ekki.
Anjelica segir sjálf að árið 1980 hafi
gjörbreytt lífi sínu. Hún varð þá fyrir því
að drukkinn ökumaður ók á bíl hennar.
„Ég þreifaði á andliti mínu og fann að
það var atað blóði. Mér brá óskaplega
og mér varð allt í einu Ijóst að líf mitt
gæti endað þá og þegar og áður en ég
nefði gert nokkuð af því sem mig langar
;vo mjög til að gera."
Betur fór en á horfðist, því Anjelica
slapp með nefbrot. En á þeim sex árum
sem liðin eru frá því hún varð fyrir þess-
ari lífsreynslu hefur líf hennar tekið
stakkaskiptum. í blöðum er hún ekki
lengur kölluð „kærasta Jack Nichol-
son“ eða „dóttir John Huston". Hún er
nú í fremstu röð leikkvenna í Bandaríkj-
unum. Nú gera flest handrit sem berast
inn á borð kvikmyndaframleiðenda ráð
fyrir hlutverki handa Anjelicu Huston -
og nú er það hún sem velur úr handrit-
jm, ekki öfugt.
Um leið og hún var gróin sára sinna
innritaðist hún í leikskóla og sótti tíma
frátíu til sjö daglega. Hún flutti einnig í
séríbúð og skyldi Jack Nicholson einan
eftir í húsinu þeirra. Sambandi sínu
halda þau þó enn, enda flutningurinn
ekki til kominn vegna ósættis þeirra í
millum. Anjelicu fannst hún þurfa fjar-
lægð frá „súperstjörnunni" um tíma til
þess að hressa upp á sjálfstraustið og
Jack Nicholson veitti henni allan þann
ituðning sem hún þurfti á að halda.
Lífsskoðun sinni lýsir þessi hæfi-
leikaríka leikkona á þennan veg:
„Hræðsla má ekki koma í veg fyrir að
við leitumst við að láta drauma okkar
rætast, því hræðslan leiðirtil lömunar
og þar með er spilið búið. Framtíðin er
ekki óendanleg og það skiptir miklu
hvað við gerum úr lífi okkar. Við eigum
ið lifa hér og nú.“
Anjeiica Huston: Ekki lengurkona
nannsins síns eða dóttir föður síns.