Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Side 4

Fréttatíminn - 17.04.2014, Side 4
fyrir fullorðna og börn eldri en 2 ára án rotvarnarefna ódýrt Stíflað nef? Naso-ratiopharm fæst án lyfseðils í apótekum Nefrennsli? xylometazolin hýdróklóríð Naso-ratiopharm nefúði inniheldur xylometazolin sem minnkar þrota í slímhúðum í ne og hálsi, dregur úr aukinni slímmyndun og auðveldar einstaklingum með kvef að anda í gegnum neð. Lyð er ætlað til skammtíma meðferðar við stíu í ne, t.d. vegna kvefs. Skammtar eru 1 úðun í hvora nös, eftir þörfum, mest þrisvar á dag. Lyð má nota í mest 7 daga í senn. Naso-ratiopharm 0,5 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 8 klst. Naso-ratiopharm 1 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 6 klst. Algengustu aukaverkanir eru sviði og ofþornun í slímhúð í ne. Einstaklingar sem m.a. nota MAO-hemla, eru með þrönghornsgláku eða hafa ofnæmi fyrir xylometazolini eða einhverju hjálparefnanna skulu ekki nota lyð, sjá nánar í fylgiseðli. Lesið vandlega fylgiseðlinn sem fylgir lynu. Nóvember 2012. Grænn fyri r börnin Bók Karls biskups um Hallgrím Pétursson veður Föstudagur laugardagur sunnudagur S 13-20 m/S V-til en 8-15 A-lAndS. Él en BjArtViðri A-til. Hiti 0 til 5 Stig. HöfuðBorgArSVæðið: S 8-15 og él. Hiti 0 til 5 Stig. SV 8-15 m/S og Él en 5-10 og BjArtViðri n- og A-til. Hiti um 0 og 5 Stig. HöfuðBorgArSVæðið: SV 8-13 m/S og él. Hiti 1 til 4 Stig. S 5-13 m/S og SnjóKomA eðA Él en þurrt fyrir AuStAn. Hiti 0 til 7 Stig. HöfuðBorgArSVæðið: S 5-13 m/S og él. Hiti um froStmark. Suðlægar áttir, hvassviðri á föstudag en hægari á laugardag og páskadag éljagangur vestantil en bjartviðri fyrir austan. Suðvestan hvassviðri eða stormur á föstudaginn langa með éljum eða skúrum en úrkomulítið austantil. lítilsháttar úrkoma um vestanvert landið yfir páskahelgina en bjartviðri fyrir austan. Hiti 0 til 5 stig. 0 -1 -2 -2 3 1 -2 3 4 4 0 -1 3 3 2 elín Björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is v erkalýðshreyfingin telur að vegna mikilla kauphækkana í kjarasamn-ingum ríkisins við framhaldsskóla- kennara séu forsendur brostnar fyrir kjara- samningunum á almennum vinnumarkaði. Eins og kunnugt er var samið um 2,8% kauphækkun til eins árs og án endurskoð- unarákvæða á almennum vinnumarkaði þann 21. desember. Þeir samningar miðuðu að því að skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagslífi og lágri verðbólgu. Þau mark- mið hafa gengið eftir samkvæmt síðustu verðbólgumælingum, sem sýna að verð- bólga sé nú innan við 2,5% verðbólgumark- mið Seðlabankans. Í frétt Morgunblaðsins í gær var staðhæft að samningar framhaldsskólakennara feli í sér 15,9% launahækkun án skipulagsbreyt- inga en fram var komið að hækkanir væru allt að 28% að teknu tilliti til slíkra breytinga og bent á að í fyrrakvöld samdi Reykja- víkurborg við tíu félög háskólamenntaðra starfsmanna sinna en ekki liggur fyrir mat á áhrifum þeirra samninga. „Það má segja að ríkisstjórnin sé að sýna verkafólki löngutöng,“ sagði Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, í samtali við Frétta- tímann í gær um samningana við fram- haldsskólakennara. Aðalsteinn var einn þeirra verkalýðsfor- ingja sem vildu ganga lengra í kröfugerð en gert var í samningunum í desember. Hann bendir á að ein helsta ástæða þess að samningunum var lent í 2,8% hækkunum hafi verið sú „að við erum með galtóman ríkiskassa.“ „Að mínu mati vorum við í aðstöðu til að gera betur en 2,8% gagnvart framleiðslu- greinunum, eins og ferðaþjónustu, álverum og sjávarútveginum, sem hefur verið að skila 80 milljörðum í hagnað á ári,“ segir Aðalsteinn. „En það var ekki talið svigrúm fyrir meiri hækkanir en 2,8% hjá aðilum sem vaða í peningum. Síðan getur galtómur ríkiskassinn farið þessa leið gagnvart fram- haldsskólakennurum.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segist hins vegar telja að frétt Morgunblaðsins sé ekki rétt og hækkanir framhaldsskólakennara rúmist innan rammans á almennum vinnu- markaði. Eiginlegar launahækkanir séu um 7%, og hluti þeirra falli til eftir að samning- ur á almennum vinnumarkaði er runninn út. Aðrar greiðslur feli í sér að aukið vinnu- framlag komi á móti en skólaárið er lengt um fimm daga með samningi framhalds- skólakennara. Þorsteinn hafði ekki séð hina nýgerðu samninga tíu félaga innan Banda- lags háskólamanna og Reykjavíkurborgar og gat því ekki tjáð sig um þá. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að erfitt sé að bera samningana við Reykjavíkurborg saman við samninga á almennum markaði og samninga fram- haldsskólakennara. „Þetta eru afar mis- munandi hækkanir,“ segir hún, „Þetta eru ólík félög.“ Ekki sé hægt að benda á fasta prósentuhækkun. 70% félagsmanna eigi aðild að starfsmatskerfi borgarinnar sem verið er að endurskoða. Einnig er samið um endurmenntunarkerfi og eingreiðslur vegna þess að samningar hafa verið lausir síðan í febrúar. Þá gildir samningurinn til 31. ágúst á næsta ári. Hún segist ekki þekkja til hlítar hvernig samningarnir séu í samanburði við samninginn á almennum vinnumark- aði enda hafi þeir ekki verið fyrirmynd af hálfu BHM. „Það var lagt af stað út frá mjög ólíkum forsendum,“ segir hún. „Okkar fólk hafði staðið í stað í sex ár meðan lægstu laun höfðu verið að hækka.“ Samningarnir séu meira í ætt við þá samninga sem BHM hefur áður gert við önnur sveitarfélög. Ríkið á enn eftir að semja við háskóla- kennara, sem boðað hafa verkfall á prófa- tíma í vor. Þá eiga grunnskólakennarar nú í viðræðum við samninganefnd sveitarfélaga. Pétur gunnarsson petur@frettatiminn.is fyrsta doktorsvörnin í bókmenntafræði Í gær, miðvikudag, varði Hoda thabet fyrstu doktorsritgerðina í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Há- skóla Íslands. ritgerðin ber heitið: Women in transition (konur á tímamótum). andmælendur við vörnina voru tveir af þekktustu sérfræðingum heims í arab- ískum kvennabókmenntum, þær Miriam Cooke, prófessor í arabískri menningu við Duke-háskólann í Bandaríkjunum, og marilyn Booth, prófessor í arabískum og íslömskum fræðum við Edin- borgarháskóla. leiðbeinandi var Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði, en auk hans sátu í doktorsnefnd roger m. a. allen, prófessor emeritus í arabískum bókmenntum við Pennsylvaníuhá- skóla og einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í þeirri fræðigrein, og gunnþórunn guðmundsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild. Hallgrímur Pétursson. 400 ár eru liðin frá fæðingu hans. Ríflega milljarður í rekstrarafgang í Kópavogi rekstrarafgangur samstæðu Kópavogs- bæjar var 1.192 milljónir á árinu 2013 en áætlun gerði ráð fyrir 108 milljónum. Útkoman er þannig tíu sinnum betri en áætlun gerði ráð fyrir, munurinn eru alls 1.084 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Kópavogs- bæjar sem lagður var fram i bæjarráði Kópavogs í gær, miðvikudag. Skýringin liggur fyrst og fremst í hagnaði vegna úthlutunar lóða sem nemur um 660 milljónum króna. Þá var gengishagnaður rúmar 300 milljónir króna. Skuldir Kópavogsbæjar lækkuðu um rúma 2 milljarða króna á árinu. „Niður- greiðsla skulda Kópavogsbæjar um tvo milljarða eru góðar fréttir fyrir Kópavogsbúa og mikill rekstrarafgangur sömuleiðis. Þá má þess geta að uppgreiðslu erlendra lána er nánast lokið þannig að áhættuþáttur þeim tengdur er úr sögunni,“ segir Ármann kr. Ólafsson bæjarstjóri. -jh Páskar eru fram undan. Þeim fylgja Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. En hver var Hallgrímur, sem með andagift ber höfuð og herðar yfir aðra í sögu þjóðarinnar? Þeirri spurningu leitast Karl Sigurbjörnsson biskup við að svara í nýrri myndskreyttri bók, Hallgrímur Péturs- son, í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá fæðingu þessa andans stórmennis. Passíusálmarnir, höfuðverk Hallgríms, voru fyrst prentaðir 1666. Þeir hafa komið út í um 90 útgáfum, oftar en nokkur íslensk bók. karl Sigurbjörnsson segir í bókinni frá lífshlaupi Hallgríms og Passíusálmunum sem eru ávöxtur ævi- langrar glímu Hallgríms við guð í baráttu lífsins, sigrum og ósigrum, smán og sóma langrar ævi. ugla gefur bókina út. - jh Ármann kr. Ólafsson bæjarstjóri.  vinnumarkaður óánægja með hækkanir Framhaldsskólakennara Verið að sýna verka- fólki löngutöng Verkalýðshreyfingin er ósátt við þær hækkanir sem ríkið samdi um við framhaldsskólakennara. telja forsendur brostnar fyrir desembersamningnum. tíu félög háskólamenntaðra starfsmanna reykjavíkur gerðu samning í fyrrakvöld. Þorsteinn Víglundsson. framhalds- skólaverkfallinu er lokið en verkafólk telur að þær hækk- anir sem verk- fallið skilaði kennurum kippi fótum undan samningum á almennum vinnumarkaði frá því í desember. aðalsteinn Baldursson. guðlaug kristjánsdóttir. 4 fréttir Helgin 17.-21. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.