Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Síða 19

Fréttatíminn - 17.04.2014, Síða 19
Ótakmarkað fyrir alla fjölskylduna með RED Family Með RED Family fá allir í fjölskyldunni ótakmörkuð símtöl og SMS óháð kerfi í alla farsíma og heimasíma á Íslandi. Allir samnýta gagnamagnið og fjölskyldan fær einn símreikning. Skiptu yfir í Vodafone RED á vodafone.is Vodafone Góð samskipti bæta lífið H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA sumarið 2005 þar sem við sýnd- um verkið á leiklistarhátiðinni í Avignion. Eftir þá sýningu, þá gerðist bara eitthvað,“ segir Erna og hlær aftur við tilhugsunina. „Já, einmitt,“ segir Valdi. „Og svo eftir sýninguna þá drukkum við lítra af Black Death vodka.“ „Nei,“ skýtur Erna þá inn í, ennþá hlæjandi, „þú drakkst lítra af vodka og ég fékk nokkra góða sopa.“ „Já, já, svo hlustuðum við á „Napalm Death“ í svona klukku- tíma og fórum fyrst í sleik við lag- ið „Suffer the Children“, svo það er lagið okkar,“ segir Valdi. Ég neyðist til að viðurkenna fávisku mína þegar kemur að dauðarokki en þau útskýra fyrir mér að lög Napalm Death séu svo hörð og hröð að þau séu oftast bara búin eftir svona 30 sekúndur. „Þetta var mjög rómantískt,“ segir Erna. Dauðarokkið er stresslosandi Valdi hafði verið að spila músík og vinna við löndun í nokkur ár þegar þau Erna kynntust og hún plataði hann í dansinn. „Það var svo sem ekkert mál að fara úr löndun, þar sem þú ert allan dag- inn að lyfta þungum hlutum, yfir í það að lyfta líkömum í dansi,“ segir Valdi sem auk þess spilar í þungarokksveitunum „Reykjavík“ og „Nine elevens“. „Við vinirnir ákváðum að stofna „Nine elevens“ bara af því okkur fannst þunga- rokk svo skemmtilegt. Við vorum ekkert að finna upp hjólið og alls ekkert að reyna að gera eitthvað nýtt. Við vildum bara gera venju- legt þungarokk.“ Löndun er frekar mikil erfiðis- vinna og segist Valdi hafa náð að slaka á í þungarokkinu. „Stund- um nærðu engum svefni og þá verðurðu eiginlega bara pínu ruglaður. Ég man að á einhverj- um tímapunkti var stress farið að flækjast of mikið fyrir mér svo ég hætti bara með því, það er að segja stressinu. Rokkið er svo fínt til að slaka á, enda hef ég bara aldrei hitt manneskju í þunga- rokksveit sem er mjög æst og ömurleg. Það eru aðallega popp- arar sem geta verið skapstórir og ofbeldisfullur og farið í slag og svoleiðis. Það gerist mjög sjaldan í þungarokkinu.“ Erna samþykkir það hlæjandi en bæði eru þau nokkuð viss um að útrásin sem fæst með því að spila þungarokk sé stresslosandi, það sé head- bangið, öskrin og ýkt öfgafull tjáning sem sjái um það. Öskur er ekki bara öskur „Það er eitthvað við þetta metal dæmi sem heillar mig,“ segir Erna. „Ég held vegna þess hversu leikrænt og tjáningarfullt það er og svona pínu yfir strikið oft. Það er heldur ekkert eitt þungarokk því innan þess eru fleiri greinar, eins og t.d. „Drone metal“ sem er mjög hægur metall og ég er mjög hrifin af. Það eru bara til svo margar víddir af öskrinu og öskrið í allri sinni dýrð heillar mig. Öskur er ekki bara öskur. Öskrið tengist frumorkunni sem við höfum því miður fjarlægst allt of mikið því við reynum að bæla hana niður strax í frumbernsku. Fyrir mér er öskrið eitt það fal- legasta sem til er. En ég hef auð- vitað oft fengið svona komment eins og af hverju svona lítil og huggulega stúlka sé að öskra svona og gera sig svona ljóta og djöfullega, af hverju hún dansi ekki bara eitthvað fallegt.“ Að draga fram hæfileika hvers annars Eftir rómantíska Napalm Death stefnumótið í Marseille gátu þau erfiðlega slitið sig hvort frá öðru og Valdi ákvað að flytja með allt sitt hafurtask til Brussel. Þar settist hann á skólabekk til að læra hljóðupptökur, sem hann segir reyndar hafa verið frekar snúið nám þar sem hann kunni ekkert í frönsku. En hægt og rólega fór samstarfið að þróast frá þessu eina lagi úr sýningunni í Marseille yfir í eitthvað miklu meira. „Fyrst spilaði hann smá á gítar, svo var hann hljóðmaður í einhverjum verkum og svo var hann farinn að semja alla tónlist- ina,“ segir Erna. „Það var svo í „We saw monsters“(Við sáum skrímsli), sýningu sem við gerð- um fyrir Listahátíð í Reykjavík 2011, sem ég náði fyrst að plata hann til að taka þátt í spunaæf- ingum. Það var soldið erfitt,“ segir Erna og hlær, „því honum fannst þetta svo bjánalegt.“ „Já, sko, vegna þess að opinn spuni var eitt það hallærislegasta sem til var í mínum huga,“ segir Valdi alvarlegur. „Erna sagði mér bara að spinna eftir ákveðnu þema og horfa á hina til að fá innblástur eins og þetta væri ekkert mál en mér leið eins og algjörum hálf- vita. En svo byrjaði ég á þessari vitleysu og rankaði bara við mér tveimur tímum síðar. Þetta var bara eins og að fara í trans,“ segir Valdi. „Og ég fékk þarna stað- festingu á því að í honum leyndist þessi hæfileikaríki dansari, með stirðar hreyfingar, en flottar, og með rosalega gott líkamsminni,“ segir Erna. „Mér hefur alltaf þótt áhugavert að vinna með ólík listform og blanda þeim saman, að listamenn deili með sér list- greinum og dragi fram hæfileika hvers annars og vinni með þá. Það er ekki bara skemmtilegt heldur getum við líka lært svo margt af hvert öðru.“ Óþarfa skilgreiningar Erna og Valdi segjast vera komin á það stig að þau vinni allt saman og eiginlega bara ekki geta án hvors annars verið. „Sumir kalla það sem við gerum ekki dans og margir eiga erfitt með svona list- form sem er erfitt að skilgreina. Við vorum með sýningu í Þýska- landi um daginn og þá var oftar sem ekki svona listamannaspjall eftir sýninguna. Þar stjórnaði ein kona sem er frekar þekktur gagnrýnandi að velta því fyrir sér hvað við værum að gera. Þetta væri á mörkum dans, tónleika, leikhúss og hryllingsmynda. Þá kom upp orðið jaðarsöng- leikur eða „borderline musical“ og okkur finnst það ágætlega lýsandi orð. Við notum mikið líkamann í einskonar dansi og blöndum tónleikaforminu, texta og sögumannshlutverkinu þar inn á nokkuð óhefðbundin hátt. Þetta eru einhverskonar öfgar á milli ljóðrænu og súrrealísks hryllings. Í samtímadansi má eiginlega gera allt, það er svo opið form,“ segir Erna. „Það er líka bara hundleiðin- legt að skilgreina sig, segir Valdi sem skilgreinir sig ekki endilega sem dansara þó hann dansi. Erna bendir þó á að hann hafi snemma farið að búa til gjörninga, þó það hafi ekki verið skilgreint sem gjörningur á þeim tíma. „Á Ísafirði á veturna þá bara verður þú að finna upp á ein- hverju skemmtilegu að gera. Við vinirnir vorum alltaf að gera eitt- hvað rugl. Við stofnuðum meira að segja stjórnmálaflokk sem hét Fúnklistinn og komum tveimur mönnum í bæjarstjórn, sjálf- stæðismönnum til mikils ama því þeir voru ungir og auk þess samkynhneigðir,“ segir Valdi sem auk þess tók þátt í hæfileika- keppnum, freestylekeppnum og fegurðarsamkeppnum án þess þó að uppskera nokkur verðlaun. Sköpunarkrafturinn skiptir mestu máli Það er margt á döfinni hjá dans- aranum sem varð dauðarokkari og dauðarokkaranum sem varð dansari, en fyrst og fremst ætla þau að halda áfram að virkja sköpunarkraftinn. „Við höfum meðal annars verið að skoða trúarbrögð og hefðir samfélags- ins í okkar vinnu og munum örugglega halda áfram með það,“ segir Erna. „Já, svo höfum við líka verið að skoða hvaða trúar- brögð henta okkur persónulega, til dæmis ef okkur langar að gifta okkur,“ segir Valdi. „Með hvaða hætti viljum við þá gera það. Við bara finnum ekkert sem hentar okkur, eða neitt sem við trúum á. Við höfum verið í mikilli pæl- ingarvinnu með þetta og höfum eiginlega bara komist að því að við trúum á það sem við gerum. Á sköpunarkraftinn.“ „ Já, það er eiginlega það sem heldur í manni lífinu, það sem knýr mann áfram,“ segir Erna. „Þessi sköp- unarkraftur.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is viðtal 19 Helgin 17.-21. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.