Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Page 27

Fréttatíminn - 17.04.2014, Page 27
KOMDU Á KYNNINGAR- FUND Í HR: Miðvikudagur 23. apríl: Meistaranám í heilbrigðisverkfræði kl. 15:00 í stofu M209 Mánudagur 28. apríl: Meistaranám við lagadeild kl. 12:00 í stofu M103 - dómsalur Meistaranám við tölvunarfræðideild kl. 16:15 í stofu M104 Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) kl. 17:00 í stofu V101 Meistaranám við tækni- og verkfræðideild kl. 16:30 í stofu V102 Þriðjudagur 29. apríl MBA-nám HR kl. 12:00 í stofu M208 Meistaranám við viðskiptadeild kl. 16:00 í stofu V102 Miðvikudagur 30. apríl: Meistaranám í íþróttafræði kl. 16:00 í stofu M209 Frekari upplýsingar á hr.is/kynningarfundir OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í MEISTARANÁM VIÐ HR hr.is/meistaranam VILTU NÁ FORSKOTI? Guðríður Lilla Sigurðardóttir MSc í verkfræði frá HR Sérfræðingur hjá Seðlabanka Íslands Y fir helmingur háskólanema í dag eru konur en í upplýs-ingatækni eru þær aðeins milli tíu og fimmtán prósent. Þetta er sérstakt í ljósi þess að mikil eftirspurn er eftir konum í forritun og upplýsingatækni og þær sem standa sig vel geta valið úr verk- efnum. Bæði vinnutími og viðvera er almennt sveigjanleg og launin þykja mjög góð. Þar að auki er tölvuheimurinn alþjóðlegur geiri og opnar því atvinnumarkaði um allan heim. Samkvæmt tölum frá Evrópu- sambandinu stefnir í að árið 2015 muni skorta yfir 700 þúsund manns í tæknigeirann í Evrópu, miðað við að háskólar haldi áfram að útskrifa eins og þeir hafa verið að gera. Þetta þýðir að nám í upplýsinga- tækni ætti að vera ávísun á öruggt starfsumhverfi og góða tekjumögu- leika, hérlendis eða erlendis. Ímynd stéttarinnar fráhrind- andi „Ef maður veit um konu með mennt- un í tölvunarfræði eða aðra háskóla- menntun á sviði upplýsingatækni þá bjóðast henni nær undantekningar- laust áhugaverð störf. Það er mjög sérstakt hvað það eru fáar konur sem fara í háskólanám á sviði upp- lýsingatækni,“ segir Torfi Markús- son, ráðgjafi hjá ráðgjafa- og ráðn- ingafyrirtækinu Intellecta, en hann telur að ímynd fagsins eigi mögu- lega þátt í að fæla konur frá. „Sumar stelpur halda að tölvunarfræðingar séu bara einhverjir nördar. Ég hef talað við nokkrar stelpur í faginu og það var ein skýringin sem þeim datt í hug. Samkvæmt ímyndinni eru þetta eintómir sérvitringar sem skortir félagsfærni. Það er auðvitað alls ekki rétt,“ segir hann. Guðný Reimarsdóttir, fram- kvæmdastjóri EcoNord, telur að heyrandi hávaða og eldsneytissóun og loftmengun.“ Sjálfbærni er framtíðin Guðný segir fyrirtækið ganga vel þrátt fyrir að hafa fundið fyrir bak- slagi í kreppunni, enda sé sjálf- bærni mál málanna í dag. „Framtíð- in er klárlega í sjálfbærni og nýjum lausnum og margar borgir eru nú þegar farnar að byggja sínar reglu- gerðir í kringum þessi málefni. Við getum líka tekið tónlist sem dæmi. Áður fyrr þurftum við að kaupa plötur og geisladiska með tilheyr- andi efnisnotkun og flutningskostn- aði. Núna getum við hlaðið tónlist- inni niður og sóunin er í lágmarki.“ Guðný hvetur konur til að taka þátt í þessari spennandi þróun. „Það er ótrúlega margt í okkar daglega lífi sem við getum haft áhrif á. Konur eru auk þess helmingur neytenda og geta því haft gríðarleg áhrif þar. Fyrir 30 árum síðan þá hentu flestir öllu í ruslið. Viðhorfið hefur breyst gríðarlega á þessum árum og það er uppspretta endalausra tækifæra.“ Tæknin skapar lausnir „Ég held að ef konur átta sig á því hvað tækni og tæknilausnir eru í örri þróun, sama í hvaða átt við horfum, og áttuðu sig á hversu mörg tækifæri hún muni skapa í framtíðinni, þá muni þær ekki vilja missa af lestinni. Tæknin er í raun bara verkfæri til að skapa lausnir og það er ótrúlega spennandi. Stelpur þurfa núna virkilega að velta því fyrir sér hvar þær langar til að taka þátt. Tæknin er á öllum sviðum svo það þarf bara að velja sér vett- vang. Stelpur þurfa frekar að finna út hvað það er sem þær vilja gera þegar þær eru búnar í námi, en ekki að einblína á það að þær séu fáar eða einar í bekk, þetta snýst um að vera þátttakendur. Við getum haft svo miklu meiri áhrif en við gerum okkur grein fyrir.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is það sé mikilvægt að víkka sjálft hugtakið tækni því það geti virkað fráhrindandi á konur. „Ég held að ef konur átta sig á því hvað tækni og tæknilausnir eru í örri þróun, sama í hvaða átt við horfum, og hversu mörg tækifæri hún muni skapa í framtíðinni, þá muni þær ekki vilja missa af lestinni. Tæknin er í raun bara verkfæri til að skapa lausnir og það er ótrúlega spenn- andi.“ Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UT messunnar sem haldin er árlega til að vekja athygli og áhuga almennings á upplýsingatækni, er sammála Guð- nýju. Hún telur að sumar konur séu hreinlega hræddar við tölvur og því hræði nafn fagsins þær frá. „Mín tilfinning er að ef þetta héti upplýsingafræði eða hugbúnaðar- fræði þá myndu konur frekar sækja um. Ég lærði sjálf kerfisfræði en ekki tölvufræði. Það var eitthvað við orðalagið sem mér fannst henta mér betur en í grunninn er þetta sams konar nám,“ segir hún. Arn- heiður hefur sjálf unnið til fjölda ára í tölvugeiranum, hjá Landspít- alanum og hjá Skýrr, og segir hún að ekkert ætti að hamla konum frá geiranum, sem sé fjölskylduvænni og sveigjanlegri en margir aðrir. Jafnréttisstefna Evrópusam- bandsins Innan aðildarríkja ESB hafa verið uppi áhyggjur af því hversu fáar konur sækja í nám í tæknigrein- um, en jafnréttismál og útrýming kynskiptra starfsstétta hafa alltaf verið hluti af sáttmála sambands- ins. Agnés Hubert, jafnréttissér- fræðingur hjá framkvæmdastjórn ESB, telur að upp að vissu marki sé hægt að stuðla að jafnrétti með lagasetningu eins og til dæmis hafi verið gert um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja. „Laga- setning myndi þó ekki virka á sama hátt til að fá fleiri konur í raunvísindagreinar. Til þess henta átaksverkefni betur þó að þau beri ekki alltaf tilætlaðan árangur. Eftir fjármálakreppuna er einmitt mjög mikilvægt fyrir okkur að vega og meta hvað virk- ar og hvað ekki svo fjármunum í þessum málaflokki sé vel varið,“ segir Agnés en ýmis átaksverk- efni á vegum ESB hafa hvatt konur í vísindi, almennt og á öllum stigum menntunar. Meðal þeirra er átaksverkefnið „Female Entrepreneurship Ambassadors“ en það felur í sér að konur sem stofnað hafa farsæl frumkvöðla- fyrirtæki eru nokkurs konar nýsköpunarsendiherrar og hvetja aðrar konur til að stofna sín eigin fyrirtæki. Fulltrúar verkefnis- ins halda fyrirlestra í grunn- og mennta- og háskólum og deila reynslu sinni með það að mark- miði að telja kjark í aðrar konur til að feta sömu slóð. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is fréttaskýring 27 Helgin 17.-21. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.