Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Page 35

Fréttatíminn - 17.04.2014, Page 35
ferðalög 35Helgin 17.-21. apríl 2014 Veitingar við öll tækifæri veisluþjónusta RESTAURANT- BAR Tapas barinn Tapas snittur, spjót og tapas í boxi. Girnilegir smá-borgarar og eftirréttir. Kíktu á tapas.is, sendu línu á tapas@tapas.is eða hringdu í síma 551 2344. Við hjálpum þér að gera þína veislu ógleymanlega. UMBOÐSAÐILI: www.danco.is Safnaðu þeim öllum! Sölustaðir: Fjarðarkaup, Vínberið, Bókabúð Máls og menningar, Fríhöfnin, helstu apótek og verslanir um land allt. TM KYNNING Einn hápunktur Bjartra daga er hátíðin Er einhver heima í Hafnarfirði? í umsjón Lista- og menningarfélags Hafnarfjarðar síðasta vetrardag. Í þrettán heima- húsum í miðbæ Hafnarfjarðar verða tónleikar. Meðal tónlistarmanna sem fram koma eru Ylja, Fjallabræður og Bjartmar Guðlaugsson. Þá verður opinn míkrafónn í Gaflaraleikhúsinu og ball á Fjörukránni þar sem hafnfirska hljóm- sveitin Kátir piltar spilar fyrir dansi. Einn þekktasti kántrísöngvari Færeyja, Hallur Joensen, kemur bæði fram í Gaflaraleik- húsinu og á ballinu á Fjörukránni. Á sumardaginn fyrsta verður fjölskyldu- dagur í sundlaugunum í Hafnarfirði og aðgangur því ókeypis, þann dag verður líka mikil og flott dagskrá á Thorpslani og meðal annars kemur fram skemmti- legur unglingasönghópur, Gengið af Göflurunum. „Leikskólarnir í Hafnarfirði taka virkan þátt í Björtum dögum og hafa skreytt fyrirtæki og stofnanir, fjórðu bekkingar syngja inn hátíðina og félagsmiðstöðvarnar eru með við- burðinn Hafnarfjörður hefur hæfileika þar sem ungt fólk syngur, leikur, dansar og sýnir ýmsa aðra hæfileika,“ segir Marín. Nánari upplýsingar um dagskrá Bjartra daga má nálgast á vef Hafnarfjarðarbæj- ar, www.hafnarfjordur.is og á Facebook- síðunni Bjartir dagar. Sumri fagnað á Björtum dögum Á Björtum dögum, laugardaginn 26. apríl, verður Eftirstríðsára dansleikur í Gúttó, sögufrægu húsi Góðtemplarareglunnar. Boðið verður upp á kransakökur og kaffi og dansað fram á nótt. Menningar- og listahátíðin Bjartir dagar hefst í Hafnarfirði síðasta vetrardag og stendur í fimm daga. „Eins og alltaf á Björtum dögum verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Má þar nefna tónleika, leikhús, bíósýningar, gönguferðir, dansleiki, skyggnilýsingafund í Gúttó, leiðsögn um söfn og viðburðinn Gakktu í bæinn þegar listamenn og söfn bjóða heim. Þá er aðeins fátt eitt nefnt,“ segir Marín Guðrún Hrafnsdóttir, menn- ingar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.