Fréttatíminn - 17.04.2014, Qupperneq 36
36 matur & vín Helgin 17.-21. apríl 2014
vín vikunnar
Campo Viejo
Reserva
Gerð: Rauðvín
Þrúga: 85%Tempr
anillo, 10% Graciano,
5% Mazuelo
Uppruni: Spánn
Styrkleiki: 13,5%
Verð: 2.499 kr.
Umsögn: Fátt á
betur saman en Rioja
Spánverji og íslenskt
miðjarðarhafs
kryddað páskalamb.
Mild tannín og ljúfur
vanillukeimur reserva
týpunnar af Campo
Viejo auk sýrunnar
hjálpa til að lyfta
hvaða lamabsteik á
næsta stall.
Trapiche Malbec
Oak Cask
Gerð: Rauðvín
Þrúga: Malbec
Uppruni: Argentína,
2011
Styrkleiki: 14%
Verð: 2.050 kr.
Umsögn: Malbec
þrúgan er kröftug
og hentar vel með
kjötmeti hvers konar
og ekki skaðar að það
sé grillað. Dökkur
ávöxturinn, mild sýra
og gott jafnvægi
gerir að þetta vín
hentar vel fyrir þá
sem sneiða framhjá
páskalambinu
og vaða beint í
bragðmikla grillaða
nautasteik.
IL Falcone Riserva
Gerð: Rauðvín
Þrúga: 70% Nero
di Troia, 30%
Montepulciano
Uppruni: Ítalía, 2007
Styrkleiki: 13,5%
Verð: 3.397 kr.
Umsögn: Þetta
ítalska vín með hið
eitursvala fálkanafn
steinliggur með
flestum einföldum
kjötréttum, allt frá
einfaldri lambasteik
upp í léttari villibráð.
Það er kryddað og í
þyngri kantinum en
hefur ferskleika og
er spennandi kostur
fyrir þá sem vilja
prófa sig áfram en
verið snögg því það
er ekki til mikið af því.
Guðaveigar um páskana
Í Biblíunni er sagt frá því að við síðustu kvöldmáltíðina hafi Jesú tekið brauð og vín og
beðið guð, föður almáttugan, um að blessa það. Það er því ljóst að Jesús var ekki bara
hlynntur því að dreypa á víni með mat heldur hafa fróðir menn haldið því
fram að hann hafi meira að segja bruggað vínið sjálfur og boðið lærisvein-
unum upp á. Hvort vín á tímum Jesú séu
eitthvað í líkingu við vín okkar tíma
skal ósagt látið en ef úrval frá þessum
heimshluta í Vínbúðunum er skoðað er
eina vínið sem okkur stendur til boða
frá Líbanon. Er það ekki nógu nálægt?
Svo heppilega vill til að þetta vín passar
sérstaklega vel með vel krydduðu páskalamb-
inu. Þetta er kröftugt og sultað vín og til þess að páskalambið og vínið
njóti sín sem best mælum við með því að það sé kryddað með miðjarðar-
hafskryddum og grillað á opnum eldi.Chateau Musar
Gerð: Rauðvín.
Þrúgur: Cabernet Sauvignon, Cinsaut.
Uppruni: Líbanon.
Styrkleiki: 14%
Verð í Vínbúðunum: 5.199 kr. (750 ml)
Höskuldur Daði Magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is
Fréttatíminn mælir með
Uppskrift vikunnar
Páskalamb að hætti Kol
Páskarnir eru fram undan
og þá kemur ekki annað til
greina en að gæða sér á
íslenska fjallalambinu. Kári
Þorsteinsson og hans fólk
á veitingastaðnum Kol við
Skólavörðustíg leggur hér til
uppskrift að grillaðri lamba
rumpsteik (mjaðmasteik),
mjúkri polentu, blaðlauk, confit
hvítlauk, bláberjasultu og
lambasoðgljáa.
Lamb:
150 til 200 g á mann
ferskt garðablóðberg
ferskur hvítlaukur
salt og pipar
Hlutlaus olía
AðfErð:
Mikilvægt er að taka kjötið
út tímanlega svo það sé ekki
ískalt Þegar eldun hefst. Við
hér á Kol notum grillofninn
sem gerir fituna stökka og
bragðið einstakt en venjulegt
grill sleppur alveg og jafnvel
er hægt að pönnusteikja og
klára svo eldun í ofni. fyrir
þennan vöðva hentar best að
elda medium eða jafnvel upp í
medium well, kjörhitastig væri
58-60°C. Eftir eldun er kjötið
látið hvíla sem er mjög mikil-
vægt og fer eftir stærð hversu
lengi, en 5-10 mínútur dugar
og ekki skemmir fyrir að nudda
kjötið með hráum hvítlauk og
fersku garðablóðbergi.
Polenta:
1 l vatn
50 g smjör
200 g polentumjöl
100 g kalt smjör í teningum
100 g parmesan ostur (rifinn)
AðfErð:
fyrstu þrjú hráefnin sett
saman í pott og soðin vel
saman þar til polentan er laus
við alla kekki og er ekki lengur
kornótt, Því næst er potturinn
tekinn af hitanum og restin af
smjörinu og ostinum sett út
í og hrært, smakkað til með
salti.
Blaðlaukur:
½ -1 stk á mann, fer eftir stærð
hrásykur (demerara)
salt og pipar
AðfErð:
Skerið af grænasta partinn og
neðsta partinn en bara snyrta
neðsta partinn svo að hann
haldist betur saman við eldun,
skerið laukinn næst í tvennt
langsum og skolið allan jarðveg
úr sem er efst. Síðan sjóðum
við laukinn í vatni með smá
salti, bara til að mýkja hann
en ekki til að elda alla leið,
kælum svo laukinn og leggjum
hann á fat með sárið upp og
setjum smá olíu, salt, pipar
og hrásykur, hitum grillið í
ofninum eins mikið og hægt er
og skellum lauknum inn þar til
sykurinn er nánast brenndur.
Hvítlaukur:
20 hvítlauksgeirar (skrældir)
extra virgin ólívuolía
AðfErð:
Olía og laukur sett saman í pott
og látið krauma saman fyrst á
háum hita þar til smá kraum
kemur og svo lækka hitann
alveg niður og láta malla þar til
laukurinn er alveg mjúkur og
gullinn. (Geyma olíuna en hún
er virkilega góð, fyrir næstu
máltíð eða næsta lauk).
Sósa:
Hægt er að nota uppáhalds
sósuna sína með þessum
rétt og er ekki heilagt og
bláberjasultunni má sleppa
en við mælum með henni.Ljós
myndir/Hari
Speglar frá 5.000
Skrifstofuhillur frá 9.900
Rúm 193cm frá 110.000
Borðstofuborð frá 47.500
Sófaborð frá 7.500
Púðar frá 2.900
Stólar frá 2.000
Borðstofuskenkar frá 77.000
Bar skápar frá 89.000
Púðaver frá 1.000
TILBOÐSVÖRUR
Íslenskir sófar
Fyrir íslensk heimili
• Gerð (fleiri en 900 mismunandi útfærslur)
• Stærð (engin takmörk)
• Áklæði (yfir 3000 tegundir)
Þú velur
og draumasófinn þinn er klár
Basel
bjóðum allt að 50% afslátt
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
Rín
SÓFAR
Í ÖLLUM STÆRÐUM