Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 17.04.2014, Qupperneq 42
42 fjölskyldan Helgin 17.-21. apríl 2014 Tengslamyndun í stjúpfjölskyldum V ið erum búin að búa saman í þrjá mánuði og mér finnst ekkert ganga að kynnst dóttur hans. Ég eiginlega veit ekki hvað ég get gert meira.“ Flestir eru meðvitaðir um mikilvægi góðra tengsla fyrir almenna velferð og andlegt heil- brigði. Það er því ekki að ástæðulausu að sér- staklega er fylgst með nýbökuðum mæðrum í því skyni að kanna hvort tengslamyndun við barnið gangi eðlilega fyrir sig og gripið er inn í ef ástæða þykir til. Í stjúpfjölskyldum þarf sérstaklega að vinna í því að búa til tengsl milli stjúpfor- eldris og barns svo stuðla megi að góðri líðan og heilbrigði fjölskyldunnar. Finna þarf hlutverk fyrir stjúpforeldri í lífi barns sem hefur kannski enga sérstaka þörf fyrir það, en getur verið góð viðbót í lífi þess þegar vel tekst til. Flestir stjúpforeldar hafa vilja til tengjast börnunum. Það getur því verulega reynt á, takist ekki eins vel til og óskað er eða ef stjúpforeldrið upplifir höfnun af hálfu barnsins. Hætta er á að hlutirnir vindi upp á sig og stjúpforeldrið hætti jafnvel að reyna tengjast barninu, taki fólk framkomu þess of persónulega. En það er ýmislegt sem getur haft áhrif á að allt gangi ekki alveg að óskum í byrjun. En bæði börn og fullorðnir eru með fortíð og töluverður munur á að mæta inn í „mitt leikrit“ eða taka þátt í að semja það. Ef stutt er liðið frá skilnaði eru börn oft ekki tilbúin til að kynnast stjúpforeldri, jafnvel þó það leggi sig af alúð við að reyna tengjast því. Stundum eru börn afbrýði- söm út í stjúpforeldra sína sem þeim finnst fá „alla“ athygli foreldrisins og halda jafnvel að þau séu ekki eins mikilvæg í augum foreldrisins og áður. Algengt umkvörtunarefni barna í stjúpfjöl- skyldum er að þau fái ekki tíma ein með foreldri sínu eins og áður – og oft er það rétt. Samveran er hinsvegar mikilvæg, bæði til að rækta tengsl og takast á við missinn sem fylgir skilnaði og breytingum sem er hluti af lífinu í stjúpfjölskyld- unni. Jafnvel þó þær séu taldar af hinu góða og börn séu mjög sátt við stjúpforeldra sína. Í sumum tilvikum vantar líka upp á tengsl for- eldris og barns séu náin. Stundum endurspeglast sá skortur í því að foreldrið treystir sér illa til að vera eitt með barninu og vill að stjúpforeldrið sé til staðar öllum stundum sem barnið er á heim- ilinu. Þó það geti létt á streitunni í einhvern tíma hjálpar það ekki til við tengslamyndun til lengri tíma. Við þurfum að eiga maður á mann sam- skipti bæði til að rækta tengsl og skapa ný. Það er líka hætta á að stjúpforeldrið upplifað aðstæður sínar íþyngjandi fái það of stóran skammt af sam- veru við barnið í einu í stað þess að fá smá saman að kynnast því og tengjast á eign forsendum. Tengslamyndun er flókið fyrirbæri og ekki er hægt að gera ráð fyrir að tengslamyndun í stjúp- fjölskyldum sé jafn einföld og að laga skyndi- kaffi, sem krefst ekki mikillar hugsunar, ein skeið í bollann og heitt vatn út í og þá er það komið. Vinna þarf í því að búa til tengsl milli stjúpforeldris og barns þar sem þau verða ekki til við það eitt að stjúpforeldrið taki upp samband við foreldri barnsins eða deili saman heimili ein- hverja daga í mánuði. Hvorki börn né fullorðnir eru einsleitir hópar. Finna þarf út hvað hverjum og einum hentar til að útkoman verði eins og best verður á kosið. Stjúpforeldrið þarf að finna smám saman út hvernig tengjast má barninu og hjálpar mikið að foreldrið sé styðjandi og leiðbeini ef á þarf að halda. Það dregur úr kvíða barna að aðrir fjölskyldumeðlimir séu til staðar til að byrja með. Þó að mikilvægt sé fyrir tengsl stjúpforeldris og barns að þeim sé gefinn tími saman án annarra, meta þarf aðstæður hvenær það er tímabært. Hæfilegur áhugi og reyna að vera vakandi fyrir því hvað vekur áhuga stjúpbarnsins hjálpar. Til að vera áhugaverð þurfum við að sýna áhuga. Góðir hlutir gerast hægt – og á það sérstaklega vel við í stjúpfjölskyldum. Nú svo má alltaf gera meira af því sem vel gengur. Gleðilega hátíð! Tengslamyndun er flókið fyrir- bæri og ekki er hægt að gera ráð fyrir að tengslamyndun í stjúp- fjölskyldum sé jafn einföld og að laga skyndikaffi. Allt þarf sinn tíma Valgerður Halldórs- dóttir félagsráðgjafi og kennari heimur barna Góð ráð í gönguna með börnin  Passið að börnin drekki vel á göngu. Jafnframt þarf að passa upp á að þau haldi ekki í sér pissi, því það getur leitt til þess að þeim verði kalt og fái verk í magann.  Alltaf ætti að bæta á sig fötum í stoppum. Líkaminn er fljótur að kólna niður þegar hann er ekki á hreyfingu.  Ullarfatnaður er að jafnaði besti ferðaklæðnaðurinn enda heldur ullin einangrunargildi sínu og er hlý þótt hún sé vot.  Gott er að hafa sólarkrem með hárri vörn meðferðis, bæði í vetrar- og sumarferðum og líka í skýjuðu veðri á fjöllum, því þá er ekki síður mikil- vægt að bera vel á nef og kinnar.  Í miklum kulda á veturna er nauðsyn- legt að bera feitt krem, t.d. sérstakt kuldakrem, á kinnarnar.  Ef barnið á að bera bakpoka þá ætti hann að vera mjög léttur, helst bara með nesti barnsins eða aukapeysu, húfu og vettlinga. Barn undir átta ára aldri ætti aldrei að bera meira en sem nemur 1/10 af þyngd sinni.  Það getur verið ágætt að láta eldri börn hafa einn göngustaf og stilla hann rétt fyrir þeirra hæð. Stafir gera hins vegar minna gagn hjá yngri börnum og vilja oftast bara flækjast fyrir fótunum á þeim.  Ungum börnum finnst oft gaman að ganga með einhvers konar létt stafprik, t.d. úr bambus, trjágrein eða jafnvel bara flugeldaprik sem þau geta notað til að pota í það sem á vegi verður. Ferðafélag barnanna 1815 2015 HIÐ ISLENSKA BIBLIUFELAG 200 ARA Biblían er góð gjöf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.