Fréttatíminn - 17.04.2014, Qupperneq 68
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
RagnhilduR ÍsaksdóttiR
Bakhliðin
Hrósið...
fær Örn Elías Guðmundsson, öðru nafni
Mugison, fyrir að hafa haldið úti tónlist-
arhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði í
tíu ár.
MARSHALL
MAGNARI
99.900,-
Laugavegur 45
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is
Hörkudug-
leg og traust
Aldur: 35 ára.
Maki: Edilon Hreinsson.
Börn: Stefanía Diljá, 9 ára, og Ísak Ingi,
6 ára.
Menntun: BA í stjórnmálafræði,
diplóma í almennri stjórnsýslu og MA í
mannauðsstjórnun.
Starf: Starfsmannastjóri Reykjavíkur-
borgar.
Fyrri störf: Nú síðast deildarstjóri
atvinnumáladeildar hjá Reykjavíkur-
borg, áður sérfræðingur fræðslumála
hjá Sambandi íslenskra sparisjóða.
Áhugamál: Samverustundir með fjöl-
skyldu og vinum, fjallgöngur og almenn
útivist.
Stjörnumerki: Vatnsberi
Stjörnuspá: Gerðu þér far um að vera
félagslynd næstu vikurnar, og skipu-
legðu samveru með þínum nánustu.
Meira að segja ómerkilegir tölvupóstar
verða að ljóðrænum skáldskap.
Hún er alveg hörkudug-leg stelpa,“ segir Helga Harðardóttir, löggiltur
endurskoðandi og æskuvinkona
Ragnhildar. „Hún er rosalega
traustur vinur og góður vinur, það
er hægt að stóla á hana í einu og
öllu. En umfram allt er hún bara
svo skemmtileg að það er alltaf
gaman að vera í kringum hana.
Hún er líka dáldið utan við sig en
það kryddar bara tilveruna.“
Ragnhildur Ísaksdóttir er nýr starfs-
mannastjóri Reykjavíkurborgar. Hún hef-
ur víðtæka reynslu á sviði mannauðsmála
og starfsmannamála innan opinberrar
stjórnsýslu og hefur, samkvæmt frétta-
tilkynningu frá Reykjavíkurborg, sterka
faglega sýn á mannauðsmál og hug-
myndaríki og metnað fyrir málaflokknum
í heild sinni.