Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Page 69

Fréttatíminn - 17.04.2014, Page 69
Næstu námskeið Sjálfsstyrkingarnámskeið Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir unglings- stúlkur í 8.-10. bekk hefst 22. apríl n.k. Námskeiðið (18 klst.) stendur yfir í 9 skipti og verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl:17.30 - 19.30 í Borgartúni 6. Leiðbeinandi: Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur. Sumarnámskeið 2014 Þriggja vikna sumarnámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 4.- 7.bekk í skóla í vor. Námskeiðið hefst 10. júní n.k. og verður haldið á þriðjudögum og fimmtudögum kl: 13 - 16 í Borgartúni 6. Leiðbeinandi: Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur Nánari upplýsingar og skráningar á námskeiðin á vefnum www.vimulaus.is Vandamálin eru oft ólík þrátt fyrir að flestir séu að takast á við einhvers konar vanlíðan sem birtist í ótal myndum. Í fjölskylduráðgjöfinni starfa sálfræðingur, vímuefnaráðgjafar, fjölskylduráðgjafar og annað fagfólk og lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Boðið er upp á meðferð og ráðgjöf vegna almennrar vanlíðunar, depurðar, kvíða, eineltis, samskiptaerfiðleika í fjölskyldunni og fleiru. Einnig er í boði sálfræðileg ráðgjöf og meðferð fullorðinna, sálfræðilegar greiningar á börnum og fullorðnum. Að eiga barn í vímuefnaneyslu er eins og að eiga lang- veikt barn sem vill ekki taka lyfin sín. Maður lifir í angist og vanlíðan sem enginn skilur. Vel skipulagt, faglegt, metnaðar- fullt starf sem skilaði heilmiklum árangri með minn ungling. Við erum hæstánægðar mæðgurnar. Kristján Guðmundsson formaður stjórnar Vímulausrar æsku, Guðbjörg Erlingsdóttir ICADC vímuefnaráðgjafi og Hrafndís Tekla Pétursdóttir framkvæmdastjóri Foreldrahúss. Fjölskylduráðgjöfin í Foreldrahúsi er ætluð foreldrum, börnum og ungu fólki í vanda.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.