Fréttatíminn - 17.04.2014, Qupperneq 71
Fjölskylduráðgjöfin í Foreldrahúsi
er ætluð foreldrum, börnum og
ungu fólki í vanda. Hver einstak-
lingur og hver fjölskylda fyrir sig
hefur mismunandi vandamál og
bregst við vandanum á mismun-
andi hátt. Vandamálin eru því oft
ólík þrátt fyrir að flestir séu að tak-
ast á við einhvers konar vanlíðan
sem birtist í ótal myndum. Oft er
álagið orðið það mikið að foreldrar
missa tökin og þurfa stuðning til
að sinna öðrum börnum á heim-
ilinu sem og til að sinna sjálfum
sér. Leitast er við að mæta þeim
vanda sem fjölskyldan glímir við
og efla hana til bættra lífsgæða.
Í fjölskylduráðgjöfinni starfa sál-
fræðingur, vímuefnaráðgjafar, fjöl-
skylduráðgjafar og annað fagfólk.
Lögð er áhersla á einstaklings-
miðaða ráðgjöf. Boðið er upp á sál-
fræðiþjónustu, ráðgjöf og meðferð
barna og unglinga með hegðunar-
og /eða áfengis- og fíkniefna-
vanda. Meðferð og ráðgjöf vegna
almennrar vanlíðunar, depurðar,
kvíða, félagslegrar einangrunar,
eineltis,
samskiptaerfiðleika í fjölskyld-
unni o.fl. Einnig er í boði sálfræði-
leg ráðgjöf og meðferð fullorðinna,
sálfræðilegar greiningar á börnum
og fullorðnum.
Foreldrastarf og stuðnings-
hópar foreldra
Foreldrastarfið felur í sér við-
töl þar sem unnið er með tilfinn-
ingar og sjálseflingu foreldra.
Stór hluti af foreldrastarfinu er
stuðnings/meðferðarhópar fyrir
foreldra sem eiga eða hafa átt börn
í vímuefnavanda. Hóparnir hittast
undir handleiðslu ráðgjafa þar sem
unnið er að því að efla foreldra og
styðja við þá.
Foreldrar verða fyrir miklu áfalli
þegar í ljós kemur að barn þeirra
er að nota fíkniefni. Erfiðar tilfinn-
ingar eins og sorg, reiði og ótti eru
tilfinningar sem foreldrar upplifa,
ásamt skömm og því að vita ekki
hvernig eigi að bregðast við vand-
anum.
Markmiðið með stuðningshóp-
unum er að styðja við foreldra og
að efla þá í að takast á við það að
eiga barn eða hafa átt barn sem
notar fíkniefni. Í stuðningshóp-
unum er unnið með þær erfiðu
tilfinningar sem foreldrar fara í
gegnum, sjálfsmynd foreldra efld
og foreldrum veittar þær upplýs-
ingar sem þeir þurfa varðandi úr-
ræði fyrir barn í vímuefnaneyslu.
Í stuðningshópunum er leitast
við að mæta hverjum og einum
á einstaklingsmiðaðan hátt. Því
þó allir séu að takast á við sama
vandann, eru einstaklingar ólíkir
og með ólíkar þarfir.
Foreldrastarf og
stuðningshópar
foreldra
Foreldrastarfið felur í sér viðtöl þar
sem unnið er með tilfinningar og
sjálfseflingu foreldra. Stór hluti af
foreldrastarfinu er stuðnings/með-
ferðarhópar fyrir foreldra sem eiga
eða hafa átt börn í vímuefnavanda.
Hóparnir hittast undir handleiðslu
ráðgjafa þar sem unnið er að því að
efla foreldra og styðja við þá.
Foreldrar verða fyrir miklu áfalli
þegar í ljós kemur að barn þeirra
er að nota fíkniefni.
Erfiðar tilfinningar eins og sorg,
reiði og ótti eru tilfinningar sem
foreldrar upplifa, ásamt skömm
og því að vita ekki hvernig eigi að
bregðast við vandanum.
Markmiðið með stuðningshópun-
um er að styðja við foreldra og að
efla þá í að takast á við það að eiga
barn eða hafa átt barn sem notar
fíkniefni. Í stuðningshópunum er
unnið með þær erfiðu tilfinningar
sem foreldrar fara í gegnum, sjálfs-
mynd foreldra efld og foreldrum
veittar þær upplýsingar sem þeir
þurfa varðandi úrræði fyrir barn í
vímuefnaneyslu.
Í stuðningshópunum er leitast við
að mæta hverjum og einum á ein-
staklingsmiðaðan hátt. Því þó allir
séu að takast á við sama vandann,
eru einstaklingar ólíkir og með
ólíkar þarfir.
Í rúman áratug hafa samtökin haldið
sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn
og unglinga og í gegnum árin komu
reglulega fyrirspurnir um foreldranám-
skeið út frá þeim árangri sem uppalendur
og fagaðilar námu hjá þeim sem sóttu
námskeiðin.
Í kjölfarið var sett á laggirnar Sjálfs-
styrkingarnámskeið fyrir foreldra af þeim
Berglindi Gunnarsdóttur, MA í uppeldis-
sálfræði, og Elísabetu Lorange, listmeð-
ferðarfræðingi og kennara.
Námskeiðið er ætlað öllum foreldrum
barna og unglinga. Meginmarkmið
námskeiðsins er að styrkja sjálfsmynd
foreldra og efla vitund þeirra í hlutverk-
inu, sem og færni til þess að skapa og
viðhalda heilbrigðum og nánum tengslum
við börnin sín. Þannig er hægt að koma
í veg fyrir og/eða grípa inn í óæskilega
hegðun og samskiptaerfiðleika milli for-
eldra og barna.
Unnið er út frá aðferðafærði húman-
ískrar meðferðar en einnig er notast við
hugmyndir út frá gjörhygli, jákvæðri
sálfræði og lausnamiðaðri meðferð
(solution focused therapy).
Nálgunin á námskeiðinu er þríþætt:
Forvörn: Opnar umræður um hvað
sé æskilegt og uppbyggjandi í uppeldi,
samskiptum og tengslum. Mikilvæg er að
foreldrarnir verði meðvitaðir um vægi
sitt í forvarnarhlutverkinu.
Inngrip: Leiðbeiningar og tillögur um
hvað hægt sé að gera þegar óæskileg
samskipta-og eða hegðunarmunstur eru
farin að myndast í fjölskyldunni.
Úrvinnsla: Hlustun og viðurkenning
á þeim tilfinningum og upplifunum sem
tjáðar eru í hópnum og hver og einn
leiddur áfram eftir þörfum og getu.
Framkvæmd nálgunarinnar fer fram í
gegnum umræður, sköpun og verkefna-
vinnu. Áhersla er lögð á traust og öryggi í
hópnum og að allir foreldrar fái tækifæri
til þess að tjá sig í uppbyggilega og stuðn-
ingsríku umhverfi.
Næsta foreldranámskeið mun hefjast
29. apríl og standa yfir 6 vikur (12 klst.)
á mánudögum klukkan 18-20.
Skráning er á vefnum
www.vimulaus.is
Vímulaus æska 317. apríl 2014
Meðferðin er í formi hópastarfs sem á sér
stað einu sinni í viku, 1,5 klukkustund í senn,
auk vikulegra einstaklings- og fjölskyldu-
viðtala og eftirfylgni eftir meðferð. Allir
foreldrar barna í VERU sækja auk þess sex
vikna námskeið (12 klst.) í sjálfsstyrkingu
fyrir foreldra.
Umsjón með VERA hafa Elísabet Lorange
listmeðferðarfræðingur og Hrafndís Tekla
Pétursdóttir sálfræðingur.
Nánari upplýsingar og skráning í úrræðið í
síma: 511 6160 og á vefnum
www.vimulaus.is
V.E.R.A.
(Virðing–Efling–Reynsla–Auður)
Úrræði Foreldrahúss fyrir börn og unglinga með áhættuhegðun og fjölskyldur þeirra.
V.E.R.A. er fyrir börn og unglinga frá aldrinum 10-17 ára með áhættuhegðun; einstaklinga sem eiga
við hegðunarerfiðleika að stríða sem og tilfinningalega vanlíðan og þurfa mikinn stuðning.
Fjölskylduráðgjöf
Foreldrahúss
Sjálfsstyrkingarnám-
skeið foreldra
Aukin færni í foreldrahlutverkinu.
Umsagnir foreldra
Vímulaus æska – Foreldrahús lét fyrir
nokkru framleiða fyrir sig „Verndarengla“
sem seldir eru í fjáröflunarskyni fyrir
starfsemina. Englarnir eru táknrænir fyrir
eðli þess starfs sem unnið er í Foreldra-
húsinu.
Engillinn er vandaður, handunninn gripur
sem gaman er að eiga. Það er einlæg
von okkar að sem flestir vilji eignast
þennan kjörgrip til stuðnings starfsemi
Vímulausrar æsku – Foreldrahúss.
Engillinn er tilvalin gjafavara fyrir fjöl-
skyldu, vini og fyrirtæki til að sýna sam-
hug og samstöðu með málefnum unga
fólksins. Jafnframt minnir hann okkur á
gildi forvarnastarfsins.
Engillinn er til sölu hjá okkur í Borgartúni
6 í Reykjavík, 2. hæð (sími 511 6160).
Söluverð á einum verndarengli er aðeins
kr. 1.500,-
Verndarengill æskunnar
Að mæta í Foreldrahús til að fá hand-
leiðslu ráðgjafa og stuðning annarra
foreldra í sömu sporum, hefur breytt
lífi mínu. Ég hef fengið ýmis verkfæri
sem hjálpa mér að takast á við það að
eiga barn í neyslu, bæði sem varða
það að hjálpa barninu mínu og ekki
síður sem veita mér styrk til að lifa
mínu lífi sem einstaklingur. Hópurinn
sem ég er í er góður vinkvennahópur
sem gleðst yfir sigrunum og styður í
erfiðleikunum.
Ég kom fyrst inn i foreldrahóp í
Foreldrahúsi haustið 2012. Sonur
minn sem er fæddur 1994 var búinn
að vera í óreglu í nokkur ár. Hann var
ýmist inni á Stuðlum í neyðarvistun
síðan langtímameðferð, fór í fóstur til
skamms tíma og eftir að hann varð 18
ára tók við geðdeild Landsspítalans
og Vogur. Ég var orðin mjög veik sjálf
af áhyggjum og kvíða út af honum
og þetta var farið að hafa mikil áhrif
á alla fjölskylduna. Hann var bæði í
neyslu og neyslutengdum afbrotum
sem hefur farið stigvaxandi. Líðan mín
var mjög slæm þegar mér var bent
á að fara í viðtöl í Foreldrahús. Ég
pantaði mér tíma snemma árs 2012 og
fékk viðtal við Rúnu foreldraráðgjafa
sem kom mér síðan inn í foreldrahóp.
Það að hitta aðra foreldra sem voru í
sömu sporum og ég breytti lífi mínu
algjörlega. Ég fann að ég var ekki
eina foreldrið sem var að glíma við
þennan vanda, sem maður vissi svo
sem, en maður upplifir sig svo einan
og vanmáttugan. Ég upplifið mikið
frelsi við það að geta komið reglulega
og spjallað við foreldra sem skildu
mig og þekktu þá stöðu sem ég var í.
Ég fékk stuðning við það sem ég var
að gera. Rúna var líka alveg einstök
og mjög gott að ræða við hana og gat
hún frætt mann og ráðlagt manni
ýmislegt. Ég mæli svo sannarlega með
því að allir foreldrar sem eiga barn í
fíknivanda leiti þangað, það breytti
minni stöðu svo um munar og mun
gera það fyrir þig líka.
NN
Starfsfólk Foreldrahússins hefur
bjargað minni heilsu í gegnum árin.
Ég á tvær dætur sem fallið hafa
fyrir fíkniefnadjöflinum. Fyrir 17 árum
byrjuðu martraðirnar með eldri dóttur
mína og þá fékk ég alla þá hjálp og
stuðning sem ég þurfti frá hetjunum
mínum úr Foreldrahúsi. Nú fyrir ári
síðan fékk ég svo aftur hjálp úr For-
eldrahúsi með yngri dóttur mína sem
varð til þess að hún sneri við blaðinu.
Starfið sem unnið er í Foreldrahúsi
er frábært fyrir fíklana okkar og
ekki síður fyrir okkur foreldrana.
Foreldrasíminn sefur aldrei og getur
gert kraftaverk á ögurstundum, fyrsta
hjálpin í þessum aðstæðum er mjög
mikilvæg og mín reynsla er sú að hún
geri gæfumuninn. Ég hef stundað
fundi í Foreldrahúsi reglulega síðustu
ár, eignast þar góða vini sem alltaf er
hægt að leita til og skilja mig og mínar
aðstæður best af öllum.
Halldóra Ingibergsdóttir
Að eiga barn í vímuefnaneyslu er eins
og að eiga langveikt barn sem vill ekki
taka lyfin sín. Maður lifir í angist og
vanlíðan sem enginn skilur, nema þeir
se m eru á sama stað. Það bjargaði
mínu sálartetri að koma í Foreldrahús.
Þar upplifði ég samkennd og skilning á
tilfinningum, sem ég skildi ekki og gat
ekki höndlað ein. Takk fyrir frábært
starf.
Svava Svavarsdóttir