Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 10
ERLENT
Kosningaúrslitin:
Atkvæðahlutföll Þingmenn
íhaldsflokkurínn ... 43,3 (-0,2) 376 (-21)
Verkamanna-
flokkur.......... 31,5 (+3,2) 229 (+20)
Bandalagiö........ 23,1 (-3,0) 22 (-1)
Aðrir............... 2,1 (0,0) 23 (+2)
(Tölurnar í sviga sýna breytingamar frá 1983)
hafa opinberlega lagt orð í belg og sagt að
aðgerða sé þörf. Margrét Thatcher sagði dag-
inn eftir kosningar að nú þyrfti ríkisstjórnin að
einbeita sér að vandamálum þessara borgar-
hluta bæði vegna þess að ástandið væri þar
slæmt og einnig vegna þess að íhaldsflokkur-
inn þyrfti á atkvæðum íbúa þeirra að halda en
fylgi flokksins hrundi í þessum kjördæmum. í
innri hlutum stórborganna í norðrinu, Liver-
pool, Manchester, Glasgow og Newcastle,
fékk tlokkurinn ekki einn einasta mann kjör-
inn. íhaldsflokkurinn ætlar ekki að auka vin-
sældir sínar með því að auka félagslega
þjónustu og aðstoð, heldur með því að gefa
þessu fólki aukin tækifæri á virkri þátttöku í
því spili auðs og framtaks sem hann telur lykil
framfara. Með margvíslegum undanþágum og
ívilnunum verður smáfyrirtækjum auðveldað
að koma sér fyrir í þessum hverfum og verða
þau hvött til þess að ráða heimafólk til vinnu.
Ríkisstjórnin mun einnig setja þak á þau gjöld
sem borgarstjórnirnar geta krafið fyrirtækin
um. Tvíeykið Young lávarður og Kenneth
Clarke sem á síðasta kjörtímabili voru ráð-
herrar atvinnumála, voru strax eftir kosningar
færðir yfir í viðskipta- og iðnaðarráðuneytið
og sett það fyrir að hrinda þessari stefnu í
framkvæmd. Thatcher væntir sama árangurs af
þeim á þessum vettvangi og þeir náðu í at-
vinnumálunum en þeim er að hluta til þakkað
það að atvinnuleysið hefur minnkað stöðugt á
síðustu 11 mánuðum. Með þessu átaki telur
íhaldsflokkurinn sig einnig vera að brúa það
pólitíska og efnahagslega bil milli norðurs og
suðurs sem breikkað hefur í stjórnartíð
Thatchers, en tilfærsla auðs hefur verið á sama
veg og tilfærslu atkvæða.
ENDURBÆTUR Á SKÓLAKERFINU.
íhaldsmenn hafa löngum haldið því fram að
skólakerfið væri ekki í neinum takt við tímann
og þaðan af síður í samhengi við atvinnulífið.
Að þeirra mati er ein meginástæða þess sú að
skólarnir sjálfir ráði námsmarkmiðum og því
hafi kennarar (sem flestir eru vinstri sinnaðir)
alltof frjálsar hendur. Önnur ástæða sem
stundum heyrist úr herbúðum þeirra er að
fræðslustjórnimar, sem ráða fjármálum skól-
anna (og eru flestar í höndum Verkamanna-
flokksins eða Bandalagsins) veita fjármagni oft
í ófrjóa farvegi. Á þessu kjörtímabili verður
þessu breytt. Námsskrár skyldunámsskólanna
verða samræmdar af ráðuneyti og til að fylgjast
með glímu nemendanna við hin miðstýrðu
námsmarkmið verða samræmd próf haldin í
árgöngum sjö, ellefu og 14 ára nemenda
Skólastjórar eiga að fá aukið fjárhagslegt sjálf-
ræði úr höndum fræðslustjóma og skólar
munu fá að velja um það hvort þeir vilja heyra
undir fræðslustjórn í sínu héraði eða borg eða
heyra beint undir ráðuneytið. Einnig mun
ráðuneytið koma á laggimar á þriðja tug
tækniskóla í samvinnu við fyrirtæki, sem eiga
að mæta síbreytilegum þörfum atvinnuveg-
anna. Til þess að þessar hugmyndir verði að
veruleika og að ríkisvaldinu takist að sneiða
framhjá stjórnum fræðsluumdæmanna, verður
að nást góð samvinna við kennara. Slík sam-
vinna sýnist þó mörgum nokkuð fjarstæðu-
kennd.
En það er ekki bara á sviði atvinnu- og
menntamála sem Thatcher reynir nú að brjóta
á bak aftur völd sveitastjórnanna, en við þær
hefur hún oft eldað grátt silfur. Ríkisstjómin
áformar á þessu kjörtímabili að breyta lögum
um útsvar og aðra tekjustofna sveitarfélag-
anna. Útsvar sem hlutfall tekna verður afnum-
ið og í staðinn verður tekinn upp einskonar
nefskattur eða samfélagsgjöld. Allir fullorðnir
einstaklingar eiga að greiða sömu upphæð
nema þeir sem eru allra verst settir, þeir munu
fá afslátt. Markmið þessara breytinga er að
leiðrétta það óréttlæti, eins og íhaldsmenn
kalla það, að einungis 18 milljónir af rúmlega
30 milljónum atvinnufærra manna í Bretlandi
greiða útsvar. Segja íhaldsmenn að með því
fyrirkomulagi sem nú er, geti meirihlutinn kos-
ið sveitastjómir sem hafi völd til þess að leggja
mestu skattabyrðina á minnihlutann, til að
standa straum af sameiginlegum útgjöldum.
(Með hliðsjón af hinu sterka sambandi stétta
og pólitískra skoðana í Bretlandi er um það að
ræða að láglaunaður meirihlutinn kýs Verka-
mannaflokkinn til sveitastjórna. Þessar sveita-
stjórnir skattleggja harðast hina efnameiri,,
sem yfirleitt eru íhaldsmenn og sem þýðir þá
að hægri menn borga fyrir vinstri stefnu sveita-
stjórnanna.) Með þessu fyrirkomulagi telja
íhaldsmenn að eðlilegt samband skapist mill' í
buddu kjósenda og eyðslu- og framkvæmda-
gleði sveitarfélaganna. Reyndar er talsverður
uggur í mörgum þingmönnum íhaldsflokksins
vegna þessara áforma sem eiga að verða að
veruleika uppúr 1990. Þeir óttast að nef-
skatturinn verði óvinsæll og hafa nýlegar
greinar í ýmsum blöðum og tímaritum sem
yfirleitt eru á bandi íhaldsflokksins, gefið til
kynna að sá ótti er ekki að ástæðulausu. Margir |
telja að hinn stóri sigur íhaldsflokksins í kosn-
ingunum og 102 þingmanna meirihlutinn hafi
ráðið úrslitum um að Thatcher hafi látið slag
standa og ákveðið að hefjast strax handa án
málamiðlana. Fáir búast við því að þó svo (
sjarmör breskra stjómmála, Michael Hasel-
tine, stjómi óánægjukór þingmanna, að
Thatcher muni ljá honum eyra.
1 öðrum málaflokkum undirbýr ríkisstjórnin
einnig margvíslegar breytingar. Atvinnulaust
ungt fólk verður skyldað til vinnuþjálfunaf, ^
sem er illa launuð, refsingar við auögunaf'
brotum verða þyngdar, lög um innflytjenduf
verða hert og einnig em fyrirhugaðar breyt'
ingar á lögum um verkalýðsíélög, þær fjórðu *
valdatíma Thatchers sem miða að því að drag3
úr áhrifum þeirra. í ríkisrekstri verða mark'
miðin áfram þau að halda verðbólgu í um 3-'*
prósentum og að skapa forsendur fyrir fran'"
taksamt fólk að hefja atvinnurekstur. Fleið
ríkisfyrirtæki verða seld og eru alþjóðaflug"
vellimir, vatnssveitumar og rafmagnsveiturnaí j
efstar á blaði. Það er augljóst að þrátt fyrir átta
ár í stjórn sér enn ekki í botninn á þeim bmnn'
frjálshyggjuhugmynda sem Thatcher brynn't
fákum sínum í.
Allt er þetta í anda þess sem Thatcher kaH'
aði eitt sinn auðhyggju fyrir alla -
“popular capitalism“. Þessi hugmyndafr®0'
byggir á einstaklingshyggju og trúnni á h>
frjálsa framtak. Það er einföldun að segja 3
Thatcher stefni að því að láta sem flesta njóia'
ávaxta auðvaldskerfisins en í henni leynist P
það sannleikskom er skóp sigurinn í síðas^
mánuði. í kosningabaráttunni talaði Dav'
Owen, leiðtogi jafnaðarmanna, um WIIí+y
þáttinn, sem stendur fyrir “What’s in it for m&
- eða "hvað áskotnast mér“ og vildi hana
meina að stefna íhaldsflokksins gengi út á a^
bæta efnahag nægjanlega margra kjósenda
þess að verða endurkjörinn. Samkvæn
skoðanakönnunum sem gerðar vom á kjóf
dag, virðist flokknum hafa tekist einmitt þe>'
því flestir kjósendur íhaldsflokksins ncfn '
það sem aðalástæðu þess að þeir stud
10
1