Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 68
TÆKNI&VÍSINDI OG NÚ FYRST sérðu fram á óendanlega langan feril úrbóta, viðgerða, tilfærslna, próf- ana - og örvæntingar. Þú ferð óteljandi ferðir í tölvuumboðið, hugbúnaðarfyrirtækið, til kunningja eða snillinga sem vita allt um tölvur. Þú flýtir þér heim með diskettuna í fanginu eins og Kverið sjálft, viss um að nú hljóti lausn- in að vera í nánd. En aðeins til að slökkva á tölvunni í ofboði einu sinni enn eftir að hafa eytt mörgum klukkustundum í viðbót í að rýna í þetta hænsnaspark sem þeir kalla tölvutnál (tungumái er þetta nú ekki, svo mikið er víst). Brátt fer söluumboðið að kannast við þig- bæði vegna komutíðni þinnar og áhyggjusvips. Og Guð verði þér náðugur ef þú hefur álpast til að kaupa mismunandi gerðir prentara og tölvu - hvort umboð mun leggja allt kapp á að sann- færa þig um, að það sé ábyrgð hins að stilla prentarann eða endursníða prentforritið. Svo er að kynnast frumskógi hugbúnaðar. Þú getur jú að sjálfsögðu kóperað kerfi og disk ettur frá kunningjum, en ert engu nær um hvernig á að nota þau (án handbókar), eða hvernig á að stilla þau inn á vélina þína. En gerist þú svo djörf að biðja tölvusalann um aðstoð verður svarið á þá leið að, nei, hann þekkir það kerfí að vísu ekki, og mælir eigin- lega ekki með því, EN ef þú vilt reyna þennan hugbúnaðarpakka (sem kostar aðeins 30 þús- und), þá mun hann geta aðstoðað þig við að koma þér almennilega í gang. Útprentanir passa ekki á blaðsíðuna. Eða íslensku stafimir koma út vitlaust. Eða koma alls ekki fram. Tölvan stynur aðeins lítillega þegar þú ýtir á F7 takkann. Minnir helst a einhvern að ropa eftir að hafa etið yfir sig. Og þegar þú reynir að kalla skjalið þitt fram aftur uppgötvar þú, að tölvan hefur einmitt etið yt|f sig, og þar með fóm margar síður og margra tíma snilldarvinna í súginn. SLÍK ERU UNDUR nútímatækninnar greini' lega, að hún á að auðvelda okkur lífið á svo óviðjafnanlegan hátt. Ég tel mig hafa unnið talsverðan sigur að hafa ekki lagst í þung' lyndiskast út af öllum þessum h'fsþægindum sem eiga að fylgja því að vera tölvunotandi. En það er e.t.v. smábót í máli, að hefði ég ekk’ freistast til þess að kaupa tölvuna væri ég l*k' lega farin í ferðalag í sumarfríinu. Og það er svosem lítið erfiðara að þykjast hafa gaman <* því að uppgötva tölvuundrið en látast veru endurnærð eftir þriggja vikna hóteldvöl a Mallorka. Varla er þægilegra að þjást a flugnabitum og sólbmna en eiga við kísilflögu bitana. Ráðumst því á DOS-ið einu sinni enn- einu sinni enn. • Keneva Kunz 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.