Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 42

Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 42
Röggsöm Nýi félagsmálarádherrann ætlaraö taka til hendinni MIÐVIKUDAGINN 8. júlí tók við ráðherra- embætti félagsmála í landinu Jóhanna Sig- urðardóttir, 44 ára þingkona Alþýðuflokksins úr Reykjavík, fyrst kjörin á þing 1978. Hún er þriðja konan sem gegnir ráðherraembætti á Alþingi íslendinga og sú fyrsta sem það gerir fyrir Alþýðuflokkinn. ÞJÓÐLÍFI lék forvitni á að vita hver afstaða hins nýja félagsmálaráð- herra væri til embættisins, en undir það heyra m.a. húsnæðismál sem mjög hafa verið í sviðs- ljósinu undanfarið. Ljóst er orðið, að kerfið er sprungið og tók raunar skemmri tíma að sprengja það en svartsýnustu menn spáðu í upphafi. Hvemig mun nýi ráðherrann bregð- ast við? “Mest af tíma mínum frá því ég tók við hefur farið í að skoða húsnæðismálin," segir Jóhanna. “Ástandið er alvarlegt og ég vil fá fram nákvæma stöðu mála nú þegar ég tek við. Ég tel nokkuð ljóst, að fólki hefur verið lofað meiru en kerfið getur staðið undir. Ég vil taka á þessu vandamáli þannig að við getum búið við traust og réttlátt húsnæðiskerfi. Meginá- herslan hefur verið lögð á almenna kerfið, sem þarf að endurskoða, en ég vil leggja sérstaka áherslu á félagslega kerfið - ekki síst kaup- leiguíbúðir.“ Alþýðuflokkurinn hefur undanfarið kynnt hugmyndir um svonefndar kaupleiguíbúðir og setti þær reyndar á kosningastefnuskrá sína. Pær húgmyndir skulu ekki raktar hér, en bent skal á að þetta er kerfi sem er mjög víða notað, m.a. á Norðurlöndum, og húsnæðissamvinnu- félagið Búseti berst fyrir kerfi af svipuðu tagi. Jóhanna Sigurðardóttir segir að þetta kerfi hafi ýmsa ótvíræða kosti í för með sér, kannski ekki síst fyrir landsbyggðina, og að í þessu kerfi hafi fólk val um leigu eða kaup á íbúð. Aðspurð um hvort þetta eitt myndi leysa vanda húsnæðiskerfisins svaraði Jóhanna því til að auðvitað þyrfti fleira til að koma. Pað væri ljóst að það stæðist ekki til lengdar að fólk hefði aðgang að mjög niðurgreiddu tjármagni með sjálfvirkum hætti á fimm ára fresti óháð aðstæðum. Þeir sem eiga stórar skuldlausar eignir, stundum fleiri en eina eða tvær, fá t.a.m. þessi niðurgreiddu lán. „Það verður að setja einhverjar skorður við þessu. Skyldur húsnæðislánakerfisins hljóta fýrst og fremst að vera við það fólk sem nauðsynlega þarf á lánafyrirgreiðslu að halda, ekki síst við þá sem eru að koma sér upp húsnæði í fyrsta sinn. En þessu kerfi var á sínum tíma komið á kringum kjarasamninga og það er ljóst að breytingar verða að gerast í nánu samráði við verkalýðshreyfinguna.“ Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Baldvin Hannibalssson vöktu athygli á dögunum þegar þau afsöluðu sér þeim ráðherraréttind- um að fá bifreið ásamt bílstjóra til afnota. Jóhanna afsalaði sér einnig 20% fýmingarfé, sem greitt er árlega af bílverði þeim ráðherr- um sem nota eigin bifreið. „Ef ég get notað eitthvað af þessum peningum á þessu ári til að ráða sérfróðan mann í ýmis aðkallandi verk- efni í húsnæðismálum, þá er því fjármagni vel varið,“ segir Jóhanna. Nafn Stefáns Ingólfs- sonar var snemma nefnt í þessu sambandi. Jóhanna segist telja það mikinn feng að fá svo fróðan mann sem Stefán Ingólfsson í þetta verkefni - hann hafi aflað sér geysimikillar þekkingar á þessu sviði. „Þessi málaflokkur er stór hluti af félagsmálunum og raunar furðu- legt að sérfróður maður hafi ekki verið ráðinn fyrr til þess að sinna þessum málaflokki í ráðuneytinu.“ Annað mál sem Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra er mjög hugleikið eru jafnréttismálin. Hún hefur lýst því yfir, að hún muni láta þau mjög til sín taka í embættistíð sinni. Mér er minnisstætt frumvarp hennar um “jákvæða mismunun“ sem hún flutti fyrir nokkrum árum á þingi og kallað var “for- réttindafrumvarpið“ - bæði af körlum sem konum. Árið 1985 var hins vegar samþykkt ákvæði í jafnréttislögum sem ganga í sömu átt. Jóhanna bendir hins vegar á, að enn sem kom- ið er sé þetta ákvæði aðeins fallegur lagabók- stafur sem ekkert hafi reynt á. Hann mætti hins vegar nýta á margan hátt. “Ég vil minna á að í stjórnarsáttmálanum er afdráttarlaus yfirlýsing um að bæta skuli kjör kvenna og er launajafnrétti sérstaklega til- tekið,“ segir Jóhanna. “Ég tel skynsamlegt að byrjað verði að skoða allar hugsanlegar leiðir og þar myndi ég vilja byrja á ríkinu, því það gefur jú fordæmi og hefur áhrif út á vinnu- markaðinn. Ég bendi á að á árinu 1985 fengu karlmenn í störfum hjá ríkinu 95 prósent allra hlunninda, konur aðeins 5 prósent (þ.e. bíla- styrki, fasta yfirvinnu o.þ.h.). Þessar upp- lýsingar komu fram á Alþingi sem svar við fyrirspurn minni um þetta efni. Þessu þarf að breyta og vinna að jafnrétti í þessum hlunnindagreiðslum. Nú, það er einn- ig ljóst að hefðbundin kvennastörf eru mjög vanmetin og það er kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum, að störf kvenna verði endurmetin. Ég mun láta reyna á þessi ákvæði, enda verður að ætla að fullur vilji sé til þess hjá ríkisstjóminni. Þá hef ég einnig áhuga á að fylgja eftir fjögurra ára áætlun ríkis- stjórnarinnar um jafnrétti kynjanna. Ég tel t.d. brýnt að fjölga konum í nefndum og ráðum ríkisins og í ábyrgðarstörfum þannig að þeirra sjónarmið komist að.“ Fyrsta frumvarpið sem Jóhanna Sigurðar- dóttir lagði fram á þingi var frumvarp uffl framkvæmdasjóð öryrkja og þroskaheftra. Þetta var árið 1978 og ári síðar varð fram' kvæmdasjóðurinn að veruleika. “Með þessu hófst geysileg uppbygging víða um land,“ segir nýi félagsmálaráðherrann. “En þótt margt gott hafi áunnist er margt eftir enn. Það hefur kannski ekki verið unnið nógu markvisst að því að fylgja meginmarkmiði laganna milh þeirra þriggja ráðuneyta sem þessi mál heyra undir, þ.e. félagsmála-, heilbrigðis- og menntamálaráðuneytanna. Þetta mun ég skoða sérstaklega. Það þarf að leggja áherslu á uppbyggingu sambýla og draga úr þörfinni á sólarhringsvistun. Einnig þarf að leysa vistunarvanda 20-30 ur.gmenna, sem hafa gjörfatlast t.d vegna slysa, en eins og er hefur þetta fólk engan stað í kerfinu.“ Húsnæðismál, jafnréttismál og rnálefm fatlaðra brenna á nýja félagsmálaráðherraU' um, en Jóhanna Sigurðardóttir segir ekki Þar með allt upp talið: „Það þarf að auka sjálfsforræði sveitar- félaganna t.a.m. með tilfærslum á verkefnuffl frá ríki til sveitarfélaga. Það hefur lengi verið unnið að þessu máli og nú liggja fyrir tillögur nefndar um breytingar á verkefnaskiptingu ásamt tillögum um breytingar á fjárhagslegurU samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Það liggur fýrir nægilegur efniviður eftir nefndastört undanfarin ár og það er orðið tímabært að láta reyna á pólitískan vilja og framkvæmd til aö styrkja landsbyggðina og auka sjálfsforræð' sveitarfélaga.“ • Auður Styrkársdóttir 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.