Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 48

Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 48
L I S T I R Svarta skýið Á Kjarvalsstödum ALDREI FÓR ÞAÐ svo aö sumarið yröi ekki gjöfult myndlistinni. Þar eð enginn gerir sér miklar vonir um stórtíðindi á þessum árstíma er upplagt að efna til yfirgripsmikilla og lang- varandi sumarsýninga. Ef vel tekst til eru þær athyglisverðar en sjaldnast ná þær því marki og alltof oft eru þær hreint og beint lélegar. En nú er gott sumar og margar stóru sýn- ingarnar í gæðaflokki. í Norræna húsinu var t.a.m. yfirlitssýning á verkum Jóns Gunnars, merkasta og margslungnasta myndhöggvara okkar og „föður" heillar kynslóðar framsæk- inna listamanna. Því miður þarf lengri frest en mér er skaffaður hér, til að rekja með góðu móti hnoðuna eftir völundarhúsi þessa Dædalosar. Mig óar nefnilega við gini af- styrmisins; heimskunnar með nautshausinn, sem ávallt gleypir gagnrýnendur þegar þeir flýta sér um of. Ég sný mér því að Kjarvalsstöðum en þar hafa verið tvær ágætar sýningar. í austur- salnum og á göngum eru verk eftir Kjarval. Einkum eru gangarnir athyglisverðir en þar eru teikningar, sem flestar hafa verið í geymslu og ekki sést áður, a.m.k. ekki um langt skeið. En Kjarvalssýningin verður einnig að bíða betri tíma. í vestursalnum var nefnilega skammærri sýning sem var engu minna markverð en sumarsýningin á verkum Kjarvals. Hún bar yfirskriftina „Svarta skýið", vegna þess að Hannes Lárusson, einn þátttakenda, fylgdi henni úr hlaði með hugleiðingu undir þessu heiti. Raunar var heitið í litlu sambandi við sýn- inguna, þótt ritgerð Hannesar sé athyglisverð út af fyrir sig. Auk hans tók þátt úrvalslið 8 listamanna; oeirra ívars Valgarðssonar, Erlu Þórarinsdóttur, Jóns Óskars, Sverris Ólafs- sonar; Huldu Hákon og Birgis Andréssonar. Allt eru þetta listamenn með skýrar og ákveð- nar meiningar og svo blessunarlega sjálfstæðir að ekki þarf að bera að vitum vasaklút til að forðast ýldulyktina af klíkuskapnum sem tröll- reið öllum samsýningum á árum áður. Nei, Hér var á ferð spennandi sýning, laus við fúin „manifest" á borð við „Við málum bara með olíu", „Guð, við þökkum þér, að við erum ekki eins og aðrir menn", eða annað hvimleitt faríseabull, sem er ekki annað en skjól fyrir ósjálfstæða aumingja svo þeir geti rottað sig undir vemdarvæng sterkra ein- staklinga með stalíníska tendensa. Því það er staðreynd að allir bestu listamenn íslands og þótt víðar væri leitað, voru sjálf- stæðir einstaklingar sem aldrei döguðu uppi í akademíum og reyndu heldur aldrei að troða list sinni upp á aðra, sem akademískri formúlu, svo allir yrðu eins og þeir. Sjálfstæður lista- maður er alltaf eins og kötturinn, sem fer sína 48 leið og hefur níu líf, svo hann geti endurhlaðið battaríin og hvæst með betri árangri á skóla- spekingana. Ivar fer sína leið með því að gæða stein- steypuna nýju lífi og formfræðina inntaki íron- ískrar hugsunar. Hugmyndir hans eru tærar og lausar við yfirlætislegan rembing. Þess vegna eru höggmyndir hans svona lymskulegar. Þær byrja nefnilega ekki að verka á mann fyrr en eftir á, en þá opinberast manni slagkraftur þeirra. Erla og Halldór kafa ofan í táknheim- inn, hvort á sinn hátt. Erla er dulari og sálrænni og sumpart alvörugefnari í hlédrægni sinni. Halldór er hlutlægari, holdlegri eða fysískari og húmorískari; hlaðinn sprengikrafti þess sem vill „mála heiminn, svo hann verði allur að frumskógi krassandi tákna". Ætla mætti að Hannes réri á svipuðum mið- um en svo er ekki. Nafngiftir verka hans bera með sér krítísk og íronísk gildi sem ekki verða skorin frá táknmyndum hans. Hið Ducham- píska sjónarmið „nafngiftin er aðalatriðið", litar teikningar hans og breytir eðli þeirra; gef- ur þeim m.ö.o. merkingarfræðilegt gildi. Birgir heldur einnig tryggð við Duchamp, sem Fry var að útmála sem fallin engil. Birgir er sífellt að verða öruggari í sambræðslu sinni á verk- legum og hugmyndrænum þáttum. Gott ef hann er ekki eini listamaðurinn hér á landi sem enn heldur uppi merkjum naumkenndrar hug- myndlistar í höggmyndalist og tekst ávallt að finna í henni nýjan og ferskan flöt. Sverrir Ólafsson var eini myndhöggvarinn á sýningunni sem fæst við hefðbundið svið formalismans. Hann sýndi þó að lengi má sækja í þá sjóði án þess að þeir verði þurr- ausnir, einkum ef húmorinn er hafður með í farteskinu. Kees fetar einnig mörk hins hefð- bundna en tekst frábærlega að forðast klisju- kenndar gildrur grafíklistarinnar. Snigill hans er snjall og forðar myndunum frá því að daga uppi í markleysu. Hulda Hákon er völvan í hópnum. Hún hef- ur þessa yfirsýn sem spákonur hafa. Hún getur séð heimsborgina og heimskautslandið; selinn og schaeferhundinn í sömu svipan, þótt ómælisvíðáttur skilji að. Það sem hún nær ekki að sjá spyr hún af hrafninum. Sökum þessa á hún e.t.v. eftir að sjá gegnum „Svarta skýið" á undan öllum hinum. Jón Óskar leitar ekki svara. Hann fæst við stund og stað með því að varpa upp risastóru andliti nútímans sem aldrei spyr neins. Það er andlitið á dúkkunni hans dr. Frankensteins, þeirri sem veður hugsunarlaust um allt í spastísku jafnvægisleysi. En hún hefur fengið andlitslyftingu á „bjútíparlornum", svo nú vilja allir líkjast henni og taka sér til fyrir- myndar. Jón Óskar er rómantíkerinn í hópn- um og sýn hans er ekki bjartari en Maju Shelley á öldinni sem leið. Og hvílík sýn; það þyrmir bókstaflega yfir mann. Og þá er auðvitað komið að spurningu dagsins: Var sýning nímenninganna dæmi um list á tímum kreppu? Það held ég ekki. Þótt yfírskriftin ætti e.t.v. vel við hina risastóru og þungu mynd Jóns Óskars, þá var bölsýnis- sjónarmiðið í ritgerð Hannesar dálítið á skjön við inntakið í sýningunni. Reyndar er bölsýni sumra manna orðin svo sjálfvirk að um hreinasta „hnoð" er að ræða. í hana vantar sjónarmið túlkunarfræðinnar og þá sögulegu vitund sem hún boðar. Þess vegna hljómar það svo hjárænulega þegar alltaf er verið að klifa á „kreppu módernismans", á sömu „pómósku" nótunum. Eftirlæti post-módernista er að tönnlast á háskalegum „áhrifamætti tjölmiðlanna". AIH sem nenna að hugsa um það vita að fjölmiölar hafa engin einustu áhrif. Þeir eru einungis bergmál áhrifalausra neytenda þessara sömu fjölmiðla og sníða sér stakk eftir því. Morgun- blaðið, Þjóðviljinn, DV og hvað þau nú heita öll sömul, koma lesendum sínum aldrei á óvart. Þau bergmála einungis skoðanir lesenda sinna að eilífu, svo þau tapi þeim ekki og fari á hausinn. Þetta kalla ég „sefjun" en ekki „áhrif", því það sem er ekki fært um að breyta hugmynd- um annarra er að mínum dómi áhrifalaust. Þess vegna held ég að „Svarta skýið", þ.e- sýningin í vestursal Kjarvalsstaða, sé miklu áhrifameiri en allir grautlinir fjölmiðlar lands- manna til samans, hversu útbreiddir sem þuif eru. Að endingu: Kollega mínum á Þjóðviljan- um fannst meiri heiðríkja yfir Kjarvalssýning' unni en „Svarta skýinu". Ég er honum ósam- mála, vegna þess að hvergi er Kjarval betri en þegar dumbungurinn er sem mestur í myndum hans og þar með sálu hans. Það sem fyr>r Kjarval var „svart ský" sýnist okkur nú heið- ríkja, bara vegna þess að fortíðin er alltaf svo heiðskír miðuð við líðandi stund. En það er ekkert gaman að eih'fri heiðríkju- Það er gaman að glímunni við „svarta skýið' og þess vegna er Kjarval svo stór þegar hann tekst á við dumbunginn. Alveg eins og Shake- speare, sem spurði sig í kreppu „Að vera eða vera ekki", eða Michelangelo, þegar hann skrifaði átakanlegustu sonnettumar sínar. Þess vegna er bölmóður út af kreppuástandi og söknuður eftir horfinni heiðríkju aldrei t'1 neins, því shkt fær engu áorkað og er þ.aT fullkomlega áhrifalaust. • Halldór Bjöm Runótfsson J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.