Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 55
LISTI R nefnda lægð er list þeirra loks að kíkja upp úr moldinni að nýju. Er það mál manna að langt sé siðan jafn ferskir vindar hafi leikið um hana. Ekki er gott að spá um framhaldið, en eitt v>rðist nokkuð Ijóst að á sama tíma er banda- nsk myndlist ekki svipur hjá sjón ef borin er sarnan við velmektarskeiðið frá 1950 til 1975. Einhverjar vöflur voru á Frey þegar hann var inntur eftir list utan Ameríku og Evrópu. f*á talaði hann um þriðja heiminn, en gleymdi ýelmegandi löndum á borð við Japan og Astralíu. Það var engu líkara en hann vildi að uHir viðstaddir tryðu að utan Evrópu og Norður-Ameríku væri ekki annað en hor og heimska. Þetta var þeim mun kynlegra þar sem Fry hélt mjög á lofti pólitískri list; þeirri tegund Sem beið skipbrot þegar listamenn upp- gótvuðu að blaðamenn höfðu mun meiri áhrif a almenningsálitið en þeir sjálfir, með nokkr- um ómerkilegum pennastrikum í leiðurum óagblaða. Og þótt opinberun Flaackes á tengslum Mercedes-Benz við Suður-Afríku sé góðra gjalda verð hefði hann eflaust náð miklu óctri árangri hefði hann staðið úti á torgi og Nett ofan af tengslunum með því að spjalla við almenna vegfarendur. Þannig hefði hann einnig getað sparað sér alið og neónið og alla fyrirhöfnina og ekki Þurft að standast freistingasnörurnar, sem ^lercedes-Benz hefur áreiðanlega lagt fyrir Uann með hótun um að kaupa verkið. Því eins °§ Karl 4. Spánarkonungur keypti and- s,yggðarmynd af sér og fjölskyldunni eftir Goya, og Rockefeller enn ógeðfelldari mynd af sér eftir mexíkanann José Rivera, þá hefur ^er vitanlega enginn „skúrkur" staðist mátið Pegar hann hefur verið útmálaður skepnulega af þekktum listamanni. Eg held m.ö.o. að sú list sem Fry metur svo uukils sé langt frá því að vera list framtíðarinn- ar- En það er auðvitað mín skoðun og hún getur verið jafn röng og skoðun hans getur ^erið rétt. „Það er erfitt að spá,“ sagði Storm •> »einkum um framtíðina." En eitt er víst að fengur er að jafn lifandi > rirlesara og Edward Fry, enda ekki vanþörf á u hrista okkur íslendinga upp úr sjálfs- otningu okkar og narsissma. Þegar Fry lýsti Vl að frönsk list væri í vanda stödd kvað við í salnum: „En hvað með Erró?" Er til nokkur betri vottur um síðfrónska . haskoðun og nesjamennsku en þessi dásam- ega spurning? Þuð held ég ekki, enda gat Fry ekki stunið PP öðru í forundran sinni en: „Erró is a good efend of mine." Allt þetta tal sannaði að þörf riyrir fyrirlestra Edward Frys og annarra ans líka eins oft og kostur er. Hafi hann kæra ^ kk fyrir uppörvandi spjall og Norræna húsið C| a þökk fyrir gæfulegt framtak. Haiid, ór Björn Runólfssson Miðaldurmn hvetur til breytmga___________ Finnur Torfi Stefánsson, fyrrum poppari, þingmaöur og lögfræöingur í Þjóölífsviötali FINNUR TORFI Stefánsson, fyrrum alþingis- maður Alþýðuflokksins og lögfræðingur, hef- ur í vetur stundað nám í tónsmíðum vestur í Los Angeles. Þetta er einmitt sá sami Finnur Torfi og blúsaði á hippaárunum í góðum fíling með hljómsveitinni Óðmönnum. Einhvern tíma lagði hann líka stund á stjómmálafræði í Manchester. Fyrir nokkrum árum hóf Finnur Torfi nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, lærði á fiðlu og tónfræði og fór síðan í tónfræðideild sama skóla þaðan sem hann útskrifaðist í fyrravor með B.A. próf upp á vasann. Lokaverkefni Finns Torfa var hljómsveitarverk, það fyrsta sem hann samdi og nú í sumar vinnur hann að sínu öðru hljómsveitarverki, en Finnur Torfi var svo heppinn að fá styrk frá Tónskáldasjóði Rikisútvarpsins til að vinna að því. Mér leikur forvitni á að vita hvers vegna fjölskyldumaður á miðjum aldri með bjarta og ömgga framtíð vendir sínu kvæði í kross og fer út í tónsmíða- nám. VANDAMALIÐ AÐ VELJA. „Kannski var það vegna þess að ég var að nálgast miðjan aldur og langaði að hvíla mig á lögfræðinni að ég fór út í þetta nám. Mig langaði alltaf til að læra almennilega á hljóðfæri," segir Finnur Torfi. Ég spyr hann um námið í Los Angeles. „Ég er í mastersnámi í tónsmíðum í U.C.L.A., fremur lítilli deild, nemendur em tiltölulega fáir miðað við kennara. Námið er í föstu formi og vel skipulagt. Aðaláherslan er lögð á tónfræði, tónlistarsögu og tónsmíðar. Við reynum að fara í gegnum helstu stílbrögð sögunnar og ennfremur þurfum við að læra að þekkja hljóðfærin og takmörk þeirra." Hann segir allar aðstæður við skólann fyrsta flokks: æfingaherbergi fyrir alla, bókasafn þar sem hægt er að finna hvaðeina sem manni kann að detta í hug. „Vandamálið er kannski helst að velja og svo verður maður vitaskuld að halda sér að tónsmíðunum," heldur hann áfram. „Maður reynir að temja sér ákveðin vinnubrögð og taka tónsmíðamar föstum tökum. Þetta er vinna frá níu til sjö. Námið verður því fyrir- ferðarmeira eftir því sem lengra líður á það og í vetur hef ég lagt mesta áherslu á kammertón- list. Einnig hef ég samið verk fyrir söngraddir og píanó. Ég hef haft þrjá aðalkennara sem maður leggur verkin fyrir og þeir meta þau og koma með tillögur. Aðalkennarar mínir í vetur voru þau Roy Travis, Henri Lazarof og Elaine Barkin." ÞURFTU INNBLÁSTUR LÍKA. „Hverjirhafa haft mest áhrif á þig?“ „Ég held að áhrifin komi ómeðvituð," og Finnur bætir brosandi við „ég hef tekið eftir því stundum þegar ég heyri verk sem ég hélt að væru eftir mig að inn hafa læðst áhrif frá öðmm tónskáldum. En það er held ég ekkert til að hafa áhyggjur af, spumingin er sú hvort eitt- hvað komi frá þér sjálfum. Maður verður að hugsa jákvætt um áhrif snillinganna. Það er alveg merkilegt annars hversu mikilli skipu- lagningu og skynsamlegu viti gömlu meistar- arnir hafa beitt þótt auðvitað hafi þeir þurft innblástur líka." Nú virðast 20. aldar tónlistin eða nútíma- tónlistin ekki beint eiga uppá pallborðið hjá almenningi. „Það hefur verið svo í gegnum alla tónlistar- söguna að nýjar stefnur og straumar hafa átt erfitt uppdráttar í byrjun og það er staðreynd að aðeins lítið magn af þeirri tónlist sem samin er á hverjum tíma stenst tímans tönn. Þetta gildir e.t.v. í ríkara mæli nú á dögum og fyrir því eru fyrst og fremst tvær ástæður. Önnur er sú að aldrei fyrr hefur verið eins mikil gróska í tónlist og nú sem veldur því að aðeins áhuga- sömustu tónlistarunnendumir geta fylgst með því sem er að gerast. Hin ástæðan er að iðnaðartónlistin er komin til sögunnar. Henni er haldið uppi af gífurlegu afli sölumennsk- unnar. Margir láta sér nægja að taka það sem að þeim er rétt og gefa sér engan tíma til að velja sjálfir. Hvað nútímatónlist varðar held ég að fólk verði að bera sig eftir henni sjálft. Hér á landi er sem betur fer ágætishópur sem fylgist með nýrri tónlist og því sem er að gerast á þeim vígstöðvum, a.m.k. nógu margir til þess að þessi tónlist er til. Mér dettur ekki í hug að íslensk tónskáld semji eingöngu snilldarverk... En svo lengi sem menn skrifa, þessi starfsemi helst í gangi, er von til að þau tónverk verði sköpuð sem íslendingar geta orðið stoltir af.“ ÓLÍKIR HEIMAR. Eitt sinn poppari, ávallt poppari er nafn á tónverki eftir ungt tónskáld sem kemur úr röðum poppara. Eru poppáhrif- in enn til staðar? 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.