Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 40

Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 40
I N N L E N T • Gunnar Þorsteinsson, Rupert Johnston og meðlimir Krossins biðja fyrir þeim erfrelsast. Markmíðið er að vinna sáfir Rokkmúsíkin í hávegum höfö ÞAÐ ER DANSAÐ, hoppað, klappað og sungið hástöfum. Popphljóm- sveit á palli spilar taktfasta, grípandi tónlist af mikilli innlifun. Fólkið teygir hendur til himins og syngur með lokuð augun. Þau fi'la músíkina í botn. Við erum ekki stödd á Lýsuhóli á Snæfellsnesi, Valaskjálfi á Egils- stöðum eða á Aratungu í Árnessýslu né heldur á balli í Reykjavík. Samkomur Krossins að Auðbrekku 2 í Kópavogi fara fram með mikilli innlifun safnaðarmeðlima. Tónlistin dunar og söfnuðurinn syngur með og sveigir sig og teygir. Viðlögin eru sungin aftur og aftur - og enn aftur. Eftir að búið er að endurtaka hvert lag nokkrum sinnum ákalla menn Guð hástöfum. „Hallelúja. Hallelúja, dýrð sé Drottni, Jesús ég elska þig!“ hrópa þeir sem tala á íslensku en hinir tala tungum eins og andinn býður þeim. Söfnuðurinn er Hvítasunnusöfnuður og var stofnaður þann 12. ágúst 1979. ForstöðumaðurinnheitirGunnarÞorsteinssonog hann kynntist kristilegu starfi í Bandaríkjunum en hafði þá lengi tekið þátt í kristilegu starfi hér heima. Þau kalla tónlistina sína gospel og hafa samband við tvo ameríska söfnuði, Christ Gospel Churces og Jimmy Swaggart Ministries. „Reyndar eigum við mikið samneyti við Færeyinga," segir Gunnar, „því þar er söfnuður sem er sprottinn úr starfi Krossins. Einnig er starfandi söfnuður á Nýja Sjálandi, sem á ættir að rekja til okkar og við höfum samband við hann. Tónlistin sem við flytjum er ekkert fremur frá Bandaríkjunum en frá Hvítasunnusöfnuðinum. Þú verður að at- huga að rokkmúsík rekur ættir sínar frá kristnu starfi frá aldamótum og rokkkóngar eins og Elvis Presley fá músík sína frá kristnum söfnuðum. Við tökum svo þetta upp hjá okkur, við flytjum nútímatónlist." Stundið þið trúboð? „Við stundum trúboð, beint og óbeint. Með tali, tónlist og daglegu h'fi. Við erum opið bréf, þekkt og lesið af öllum mönnum. Það er markmið kristilegs starfs að vinna sálir og við gerum það mest í mann- legum samskiptum. Við höfum reyndar ekki verið nógu dugleg að stunda beint trúboð en erum nú að bæta úr því. Við erum að hefja götutrúboð, förum í sjúkrahús og fangelsi og erum að vinna að sjón- varpsþáttum.“ Stefnið þið að því að stofna eigin sjónvarps- eða útvarpsstöð? „Nei. Að vísu er ungur maður í Krossinum með kristilegt trúboð í útvarpi, en það er á hans ábyrgð og ekki rekið af okkur. En við höfum hugsað okkur dagskrárgerð, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Við erum með hljóðver hérna og erum með 24 erlenda tæknimenn sem eru að aðstoða okkur við gerð sjónvarpsþáttarins sem verður byrjað að senda út á Stöð 2 í haust. Það verður bamaefni, söngur, vitnisburður og prédikanir." Guðmundur Þorsteinsson segir að stofnendur og meðlimir Krossins ANDRUMSLOFTIÐ magnast á samkomunni og hitinn er óskaplegur. Það er fullt hús og hér eru ekki eingöngu íslendingar á ferð. Á sam- komunni eru staddir 13 bandaríkjamenn frá Jimmy Swaggart Minis- tries. í hópnum eru söngkonur, sjónvarpstæknimenn sem eru að taka upp samkomuna, prédikari og leiðtogi hópsins. Erlendu söngkonumar taka við af hinum íslensku og enn er sungið, klappað og stappað. Leiðtogi ameríska hópsins flytur innilegt ávarp: „You have a beautiful country and I love your Icelandic weather. Brother Thorsteinsson is doing a wonderful job here and he is so wonderful" - er inntak ávarpsins. Að loknum fallegum einsöng er aðalpredikun dagsins flutt. Rupert Johnston kann sitt fag. Leikhæfileikar hans leyna sér ekki. Innihald ræðunnar er einfalt, stíllinn sá sami og í söngnum. Einfaldari biblíusögu um göngu Israelsmanna í eyðimörkinni og ferðina yfir Rauðahafið er líkt við göngu safnaðarins sjálfs, einföld og áhrifamikil líking við nútímann (biblíusögur sem blaðakona las í bamaskóla voru mun flóknari og torskildari en útgáfa prédikarans). Stöðugar endur- tekningar og upphrópanir eru undirstrikaðar af stórbrotnu látbragði og magnaðri raddbeitingu prédikara Johnstons. Undir Iok samkomunnar gerist kraftaverk. Nokkrar ungar sálir frelsast og söfnuðurinn fagnar þeim og biður fyrir þeim. •Tungutal er algengt á stundum sem þessum. séu í flestu sammála hugmyndafræði þjóðkirkjunnar, kenningamar séu að mestu hinar sömu. „Krossinn er ekki stofnaður til höfuðs þjóðkirkjunni," segir hann, „við erum ekki á móti henni. Munurinn er sá að við stundum kristilegt starf öðru vísi en hún. Samkomurnar hjá okkur eru öðru vísi en messurnar. Það er meiri almenn þátttaka safnaðarins, líflegri söngvar og kröftugri boðun. í boðuninni reynum við að gera fólki Ijóst að það getur ekki lifað farsælu lífi í synd. Það þarf að snúa baki við syndugu lífemi, fá fyrirgefningu og lifa í daglegu samfélagi við Drottinn Jesú Krist. Við leggju alla áherslu á að lifa í trúnni dags daglega." 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.