Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 50
_1 LISTIR Heimurinn heima Hallgrímur Helgason um íslenska menningu og fleira í SEX HUNDRUÐ DALA fjarlægð frá heimin- um er ísland sem er annar heimur og nokkuð smærri en býr þó yfir mörgum stundum. Ein þeirra er komutími vélarinnar frá New York sem svífur hægt á vindblásnum vængjum sínum inn undir sundlaugarbláan himininn sem hvolfist yfír þetta marglimaða land en minnir mann þó undarlega á regnhlíf. En sé hver komustund stór voru þær þó stærri skáldunum áður fyr þegar “gnoðin" bar þau heim og fjöll þeirra hófust úr hafi "hvít sem skyr og mjólk". Öðru vísi heilsar okkur fósturjörðin nú með sinni nýju og teppalögðu flugstöð Leifs Eiríks- sonar einmana á arabískum eyðimelnum sem blasir við manni svefnþunnum og sætisbogn- um framhjá öryggisspenntum norskum skip- stjórahjónum út um rispaðar plastrúður og minnir einna helst á uppþornaða maltbrauðs- sneið þó síðar megi ímynda sér útaf orðum skáldsins að utar á borðinu sé Jökullinn eins og gömul mjólkurhyrna og nær hafi herinn lagt okkur til salt og pipar í kúlulaga staukum. Eftir átta mánuða útivist er forvitnilegt manni að fylgjast með viðbrögðum sínum gagnvart landinu, athuga hverju maður hefur gleymt og gera sér upp gestsauga. Þó svo að fyrir brottför úr hitamollu New York-borgar hafi verið búið að fylla mann af fréttum um góða veðrið á íslandi og fyrir lendingu lýsi flugstjórinn Keflavíkurveðrinu sem "Very nice" þá er það auðvitað mjög húðrænt sjokk sem hendir mann þegar vélin er lent og lögst að upp eru rifnar bakdymar og inn streyma sex gráður af þúsundkílómetra löngum norðan- garra og fimm fi'lefldir og sannþöglir íslenskir verkamenn að handlanga út matarbakkana. Par sem maður situr vamarlaus í öftustu sæta- röð á svitalegum jakkafötum fínum tyrir 30 gráðu hita fær maður framan í sig hina skjannabjörtu og ísköldu gusu af íslenskum raunveruleika, nokkuð sem maður hafði ekki búist við fyrr en að loknum einhverjum að- lögunar- og æfingatíma í rúllustigum tlug- stöðvarinnar. En ísland heilsar manni semsagt ískalt og stillir ekki lengur upp herstöð til þess að milda heimkomuna með hæfílegri blöndu af sér og útlandi. Eða eins og sumir herstöðva- andstæðingar hafa bent á er maður því miður ekki lengur “minntur á návist hersins". AÐ ÁTTA MÁNUÐUM liðnum erlendis verð- ur ekki annað sagt en að kippur hafi komist í myndlistarbransann í Reykjavík því átta gallerí voru talin á dögunum í miðbænum einum og sýningar í flestum þeirra þó komið sé fram á fardaga. En þau taldi ég aðeins tvö síðastliðið haust. Og í bænurn munu nú vera samkvæmt síðustu tölum um átta hundruð myndlistar- menn sem er sama hlutfall og New York státar sig af nokkuð sem einkum er umhugsunarvert þar sem þennan fjölda dekkar aðeins einn lög- giltur gagnrýnandi. Og lengra nær saman- burðurinn varla þar sem maður getur ekki neitað sér um að halda því fram að einhver stöðnun ríki í myndlistinni hér á landi og nýjungar berist ekki með sama hraða í sama mæli og áður. Eiginlega má halda því fram að engin meiriháttar tíðindi hafi gerst frá því að nýja málverkinu skolaði hingað upp á skerið og heil kynslóð listamanna helgaði sig því. Enn virðast árgangarnir sem Myndlistarskólinn út- skrifar á hverju vori vera misfastir í þessum nú þreytta expressjónisma og ættmennum hans sem ég get fullvissað lólk um að er svo til alveg horfinn af hinu stóra listasviði úti í heimi. Nú halda sjálfsagt margir því fram að við íslendingar ættum ekki að dansa eftir hinu sí- sveiflandi höfði erlendrar tísku sem alltaf heimtar nýjan stíl á hverju hausti og er sjálfsagt rétt að taka örlítið mark á þeirri speki, en staðreyndin er samt sú að hver nýr tími kallar á nýtt "sensibility" sem í sífellu kemur upp í búkum næmustu listamannanna sem enn eru óblundandi á hinum fagurfræðilega verði og veldur nýjum tökum á yrkis- og litarefnum. Og við hér fámenningarnir getum ekki annað “legu landsins vegna" en haft opið allt árið fyrir allar rásir andlegra frétta utan úr heimi þó hreinn innflutningur þeirra verði náttúrulega ekki annað en afkimaleg eftiröpun. Áhrifin verður að bræða saman við okkar sérlensku aðstæður á einhvern óútskýranlegan hátt eins og bestu listamenn okkar hafa gert. Því það er sama hvað hver segir tískan skilar sér hingað fyrr eða síðar og því betra að tileinka sér áhrif- in sem fyrst á meðan þau eru fersk en sitja ekki eftir í kjallaraholunum mörgum árum á eftir í einhverjum lummuleik sem maður sér því miður alltof oft hér á landi. Ekkert er eins dapurlegt og tíu ára gömul tíska. Straumurinn af stefnum nútimalistarinnar er það þungur að það er ekki á færi nema afburðarmanna að leiða hann hjá sér auk útskagaséníanna þeirra heilögu undantekninga sem ekkert í verald- legu valdi fær né má bifað. Það er því stór- hættulegt og óskiljanlegt ef við íslendingar ætl- um nú á ofanverðri tuttugustu öld að láta ein- angrast í fjarlægu landi þegar fjarlægðin til heimsins er komin niður í rúmar tuttugu þús- und krónur. Mikilvægt er einnig að nálgast ekki heimslistina í einhverri varnarstöðu með því hugarfari að láta ekkert koma sér "úr jafr>' vægi" eins og lesa mátti í vetur í ferðapistli eins af okkar mikilvirkustu myndlistar"rýnum ■ Fylgjumst með, án þess að berast með! ÓTTINN VIÐ HIN erlendu áhrif er landlægur hér og hefur alltaf verið enda vel að vissu leyt'- En verndunarstefnan er líka hættuleg og en>’ frekar leiðinleg því "íslenskt fyrir íslendinga og íslenskt úr íslensku verður fljótt að dæm' rollunnar sem skítur á grasið og bítur það svn- Það er einmitt hinn miskunnarlausi hófadynur heimsmenningarinnar eða öllu heldur ómenningarinnar og það hvernig hann de)r svo skemmtilega út hér á öræfunum sem er sv° heillandi við Island og hefur orðið mörgun1 50 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.