Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 22
ERLENT • Dæmi um „páfaæöið" sem gripið hefur bandaríkjamenn: barmmerki og teiknimynda- sögur af páfa. Margir hafa áhyggjur vegna óhóflegrar spákaupmennsku vegna heim- sóknarinnar. Að græða á páfa Smekkleysan rídur ekki vid einteyming JÓHANNES PÁLL páfi II er væntanlegur í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í september og mun hafa viðdvöl í níu borgum á jafn mörgum dögum. Kaupahéðnar um landið gjörvallt eru löngu komnir af stað með áætlanir < um hvemig græða megi á tá og fingri á heun- sókn hans heilögu hátignar. Svo langt hefur kaupmennskan gengið, að talsmenn páfagarðs og æðstu menn bandarísku kaþólsku kirkj- unnar hafa iátið í ljósi nokkrar áhyggjur. En allt kemur fyrir ekki. Meðal þess sem selja á er eftirfarandi: SKYRTUBOLIR. Allar stærðir og gerðir með alls kyns myndum á, jafnt smekklegum sem ósmekklegum - sumt miður prenthæft. GARÐÚÐARAR. Garðúðarinn er lítill út- 1 skorinn páfi. Petta er sett á markað undir kjör- r orðinu: „Látum oss biðja.“ VÍDEÓSPÓLUR. Ævi páfans er lang- vinsælasta efnið, en einnig selt ýmislegt annað tengt páfa, svo sem ferðalög hans vítt og breitt um heiminn. HRINGAR. Allskyns gerðir. Þeir ósmekk- legustu sennilega plastlíking af páfahringnum með rauðum áföstum plastvörum. Framleið- endur segja að þegar menn kyssi þennan hring fái þeir koss að launum. Kjamorkuvopnin í Kína Auka kjarnavopnatilraunir og þróa vióbúnaöinn NOKKRUM DÖGUM áður en NATO ráð- herramir komu til fundar í Reykjavík og sammæltust um að standa ekki í vegi fyrir sögulegu afvopnunarsamkomulagi risa- veldanna minntu Kinverjar á að þeir eru líka meðlimir í kjamorkuklúbbnum. 5. júní sprengdu Kínverjar tilraunasprengju neðan- jarðar í vesturhluta Kína, þá fyrstu í tæp þrjú ár. Takmarkaðar upplýsingar hafa fengist um sprengimátt sprengjunnar. Sumir eftirlitssér- fræðingar segja að hér hafi sennilega verið um 400 kílótonna sprengju að ræða. Kinverjar hafa sjálfir ekki fengist til að viðurkenna að tilraunasprengingin hafi yfirleitt verið gerð. Hin kjamorkuveldin, Bandaríkin, Sovétríkin, Frakkland og Bretland, hafa öll staðið að til- raunasprengingum á síðustu mánuðum, en fréttaskýrendur segja að kjamorkutilraun Kínverja geti markað nokkur þáttaskil. Hér virðist hafa verið um að ræða stærstu tilraunasprengju Kinverja frá 1980 eða allt frá þeim tíma er þeir hættu tilraunum í andrúms- loftinu og hófu neðanjarðartilraunir, og marki e.t.v. upphafið að nýju skeiði í kjamavopna- stefnu Kína. Kjamorkuvopnabúr Kina er fremur smá- vægilegt miðað við vopnabúr hinna kjam- orkuveldanna og er talið að þeir eigi á bilinu 300 - 400 kjamaodda. Petta em eingöngu vamarvopn, segja Kínverjar, en hér gætu þó verið breytingar á ferðinni. Fyrr á þessu ári heppnaðist fyrsta flugprófun langdrægra kjamorkuflauga og þeir halda af kappi áfram tilraunum með kafbátaflaugar og eru auk þess að þreifa sig áfram með þróun tjölodda eld- flaugabúnaðar. Fréttaskýrendur hafa bent á að Kínvetjar hafi sennilega lagt niður kjamorku- vopnatilraunir sínar á meðan Sovétmenn héldu sig við einhliða ákvörðun sína um að stöðva tilraunir af sinni hálfu. Sem kunnugt er hófu Sovétmenn tilraunir að nýju í byrjun þessa árs en Kínverjar hafa allt frá 1964, ef þeir sprengdu fyrstu tilraunasprengjuna, ged mun færri tilraunir en hin kjamorkuveldin- Um 30 talsins skv. tölum herfræðistofnana. Valdhöfum í Kina er fullljóst að kjamavopn þeirra verða mun áhrifaminni ef Bandaríkin og Sovétríkin koma sér upp fullkomnari varnar- kerfum gegn eldflaugaárásum, eins og geim- vamarkerfi Bandaríkjastjórnar miðar að. Kín' vetjar hafa þegar gert tilraunir með stýrir- ( flaugar en á alþjóðavettvangi hafa þeir marg' sinnis hvatt stórveldin til að ganga að safl1' komulagi um afvopnun. Af þeirra hálfu ketriur þó ekki til greina að fækka í vopnabúri Kína fyrr en Sovétmenn og Bandaríkjamenn hafa a.m.k. skorið sinn kjarnorkuvopnabúnað nið' ur um helming. Kina hefur stutt tillögur um algert bann við kjamorkuvopnatilraunum en þeirra eigin við' búnaður sýnir þó að Kínveijar munu hvork1 verða fyrstir til að leggja niður kjamorkuvopn né stöðva tilraunir sínar eins og síðustu við' burðir austur þar sýna. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.