Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 67
TÆKNI&VÍSINDI
ÓNÓG VITNESKJA. Ragnar Sigurbjörnsson,
vcrkfræðingur, segir í Morgunblaðsgrein 1. júlí
sl- að rannsóknir þurfi til að kröfur um burðar-
M íslenskra húsa verði betur (og réttar) skil-
greindar. En þrátt fyrir óvissa staðla hefur
komið í ljós að fjöldi húsa á Suðurlandi er
líklega of veikbyggður tii að standast öflugan
'andskjálfta. Reyndar eru mörg sunnlensk hús
líka af “óvissum staðli" ef svo má að orði
kotnast. Vitneskju skortir ekki bara um húsa-
kost og jarðskjálftaþol hans. Svipaða sögu er
að segja af mörgum atriðum er varða sjálfa
Suðurlandsskjálftana. Vísindamenn hafa ekki
)tundað yfirgripsmiklar skjálftarannsóknir á
Islandi nema í fáeina áratugi og fé til þeirra
avallt verið af skomum skammti Of lítið er til
tiatmis vitað um aðdragand; Suðurlands-
skjálfta. t>að torveldar svo tilraunir til að spá
skjálfta með nægilegri nákvæmni. Lítil von er
er>n til þess að unnt verði að aðvara Sunn-
k'ndinga. Því verður varla á móti mælt að ís-
lcnsk stjórnvöld hafa ekki talið þörf á að veita
nnitalsverðu fé til rannsókna. Mest af rann-
s°knum til þessa hafa verið kostaðar af er-
lendu styrkja- eða gjafafé. Og nú eru þær
niinni en nokkru sinni vegna fjárskorts. Tillaga
uni að fá Norðurlandaþjóðir til þess að veita
n°kkrum milljónatugum til rannsókna á
Isuðurlandi hefur þó náð fram að ganga. Fyrstu
Irumlög (frá Svíþjóð) hafa þegar nýst til þess
undirbúa mælanet og gagnasöfnunarkerfi.
tr niikils að vænta af þessu framtaki. Loks er
Vert að nefna að áætlanir Almannavarna vegna
; n^urlandsskjálfta eru ekki kynntar almenn-
ln8' nægilega vel.
EF..
Fram hefur komið að jarðvísindamenn
treysta sér einungis til þess að segja sem svo að
rr'eira en 50% líkur séu á stórum Suðurlands-
Jálfta innan 25 ára. Þess utan er ekki hægt að
Se&ja fyrir um tjón eða önnur áhrif slíks skjálfta
viðunandi nákvæmni. Slíkt er m.a. háð
yitneskju um hugsanleg upptök skjálftans og
. sem ógerlegt er á spá um: í hve mörgum
°ngum losnar sú spenna sem safnast fyrir á
Iu§um ára úr læðingi?
Ef Suðurlandsskjálfti dynur yfir innan
s umms kæmi hann mönnum að óvörum. Það
unnt að ákveða viðbrögð sem miðast við
ugustu skjálfta með upptök við þéttbýlustu
uotna og skammt frá virkjunum. Óvissan
ur slíku. Öruggara mat fæst aðeins með
lr> rannsóknum á mörgum sviðum og meiri
Sk^lv'nnu margra aðila. Fjárfesting af slíku tagi
ser ekki fyrr en á reynir. Eftir náttúru-
, wm iyrr en a reymr. c.
^uifarir í Kólumbíu á liðnu ári reit Guð-
el ir Ur ^lgs'uldason, forstöðumaður Norrænu
þar^a'^öðvarinnar, grein í Morgunblaðið
sem hann hvatti til nýrra aðgerða vegna
''iðb--ra natturullarniara a íslandi. Engin
taliðr°gð hafa enn sést opinberlega ef frá er
U, lyrrgreint framtak íslenskra vísinda-
nrra og stofnana Norðurlandaráðs.
Trausti Guömundsson
Að fá flögu í höfuðið
Raunapistill frá lyklaboröinu
VIÐ HÖFUM ÖLL heyrt í útvarpi eða sjón-
varpi eða lesið einhvers staðar eftirfarandi:
"Þetta er öld tölvunnar", eða: “Eina á hvert
heimili", eða: “Flvemig geturdu eiginlega
verið án hennar?" og svo framvegis, endalaust.
Jafnvel menningarsnobbarar, sem þykjast yfir
það hafnir að fá sér vídeó og afmglara, keppast
við að hrósa lykilborðsvinum sínum. Og svo
fást þær á góðum kjörum; vildarkjör Visa eða
Euro-ævintýri, eða hvað það nú heitir.
í vetur sem leið rann upp fyrir mér að nú
yrði mér ekki lengur undankomu auðið - ég
yrði að hrökkva eða stökkva, vera maður með
mönnum. íslendingar áttu enda heimsmetið í
heimilistölvum pr. mann. Og svo var sjálfur
menntamálaráðherra alltaf að hvetja okkur til
að vera nú tilbúin að takast á við framtíðina,
vera "tölvulæs" eins og það heitir, notfæmm
okkur kísilflöguna, verðum það land sem best
er búið tækniþekkingu, og allt þetta.
Það var ekki áreynslulaust að fara út í þetta.
Ég byrjaði afar varlega. Rétt rak höfuðið inn í
tölvubúð, en aðeins ef ég átti leið framhjá að
sjálfsögðu. Það var einna líkast því að nálgast
helgan stað - framandi, jafnvel ógnvekjandi.
Greinilegt að aðeins innvígðir áttu erindi inn.
Fyrsta skrefið er alls ekki það einfaldasta.
Maður verður nefnilega að ákveða hvaða
tegund skal kaupa, stærðina og módelið - og
það á þeim tíma þegar maður veit hvað minnst.
Valið á markaðnum er yfrið nóg, þökk sé
frjálsum innflutningi og þeim dugnaðarfork-
um, íslenskum kaupmönnum, sem ætíð em að
leita að nýjum ökmm til að plægja. Eða þannig
koma málin lítt upplýstum kaupanda fyrir
sjónir. Lystvekjandi em nöfnin, það verður
ekki af þeim skafið: Apple, Apricot, Acom, og
sigurstrangleg: Victor, Commodore, Sharp; og
skírskota jafnvel til hins margumrædda menn-
ingararfs: Loki, Atlantis. Hinn ljúfi hugbún-
aður stendur tölvunöfnunum ekkert að baki:
Symphony, Lotus 1-2-3, Orðsnilld. En eitt-
hvað hljómar rödd sölumannsins kunnuglega
(þótt auðvitað sannfærandi sé í hæsta máta).
Gæti hann hafa unnið á bflasölu áður? Eða var
hann kannski einn af þeim Hafskipsmönnum
sem sendir voru til að róa bankastjórana og
kría út meiri lán?
EFTIR AÐ HAFA viðað að mér fullt af bækl-
ingum settist ég við skrifborðið heima til að
stúdera klukkutímum saman. Ég bar saman
ROM og RAM, bita og bæti, mjúka diska og
harða, PC, AT, Machintosh - og auðvitað
verðið. Svo varð mér þetta allt um megn, og ég
hætti við allt saman. Henti öllum bæklingun-
um ofan í skúffu og ákvað að gleyma þessu.
En það varð að sjálfsögðu aðeins gálga-
frestur, og rúmum mánuði seinna tók ég
bæklingana fram aftur. Loks urðu orlofsávís-
unin og yfirvofandi þýðingarverkefni til þess
að ýta við mér, og svo mannaði ég mig upp í
kaupin. Keyrði svo heim úr búðinni í sigur-
vímu með þrjá stóra kassa í fanginu og ruddi
öllu gamla dótinu af skrifborðinu. En hátíð-
lega, eins og ég væri að bjóða inn tækniöldinni
sjálfri.
Og byrjaði svo að fikta við að tengja snúrur
og innstungur þangað til ég var orðin sannfærð
um að handbækurnar þrjár, stórar og miklar,
sem ég hafði undir höndum væru örugglega
skrifaðar fyrir þá sem vissu þegar hvað þeir
voru að gera. Og til hvers þurftu þeir þá hand-
bækur? En ef það var svona flókið að tengja
þetta dót saman, hvemig yrði þá.... Lengra
þorði ég ekki að hugsa, en fann þó einhverja
ónotatilfinningu í maganum. En það gæti líka
hafa stafað af of mikilli kaffidrykkju.
Eftir stutta stund hafði ég sigrað í fyrstu
lotunni. Þegar A-snúrumar og B-snúmmar
löfðu myndarlega milli tækjana og ég var búin
að finna alla takka til að kveikja, settist ég með
djúpri lotningu fyrir framan skerminn (af
nýjustu gerð með hágæðaupplausn). Stillti
auðvitað stólinn á ný til að geta horft beint á
skjáinn. Nú var sko úti um gömlu stellinguna:
húkandi yfir skrifborðinu með blýant og strok-
leður, eins og steinaldarmennimir.
Tíu ára gömul dóttir mín horfði með aðdáun
yfir öxl mömmu sinnar; svona átti nútímakon-
an að vera, óhrædd við nýju tæknina, fyrir-
mynd yngri kvenkynslóðarinnar. En einmitt
þá uppgötvaði ég eitt. Ég hafði verið gerð út
kyrfilega með handbók notenda, MS-DOS og
Basic, en alls enga ritvinnslu - sem var þó
tilgangurinn með öllu saman! En eitt var þó
ennþá verra í augum dóttur minnar. Ég átti
enga leiki. Yfirgaf hún mig þá án frekari at-
hugasemda og fór aftur í Barbfleik.
Þá var komið að þriðju prófrauninni. Ég
afritaði ritvinnslukerfið í vinnunni. Nú, ég
kunni svosem að nota það, eða átti að kunna
það. í asanum við að prófa diskettuna það
kvöld var tæplega hugsað um kvöldmat handa
fjölskyldunni. En nú nálgaðist ég hámark
tölvuæðisins: því kerfin passa nefnilega alls
ekki saman. Undantekningarlaust. Þessi bún-
aður notar annað DOS-stýrikerfi. Næsta kerfi
þarf sjö bita prentara, sem þú hefur að sjálf-
sögðu ekki. Enn annað hefur enga íslenska
stafi. Það fjórða kallar fram alls kyns svívirð-
ingar frá tölvuheilanum sem birtast óðar á
skerminum: Pekki ekki þessa skipun; Villa
hefur komið upp; Óformadur diskur; eða
það alversta: Gengur ekki: Reyna aftur?
Eyða öllu? Eða gefast upp?
67