Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 74

Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 74
B í L A R þá staðreynd, má benda á spotta sem er nær en margir halda: Veginn frá Vífilsstaðavatni upp að kirkjugarðinum ofan við Hafnartjörð. Þann veg renndum við saman, ég og AX-inn og þar sýndi hann á sér tvær hliðar, aðra góða, hina miður góða. Það urðu satt að segja einu von- brigðin sem ég varð fyrir með hann. Ef við lítum fyrst á góðu hliðamar þá er þess að geta að hvörf og stærri holur renndi hann sér léttilega yfír og þar nýttist vel þessi h'na franska fjöðrun, mjúk og tiltölulega löng. Þeg- ar kom að þvottabrettinu og þeim spottum sem ofaníburðurinn hefur fokið úr fór hann hins vegar að emja. Þar líkaði honum illa, hann hristist og skókst og fjöðrunin nýttist miður. Þá kom líka fram þó nokkuð skrölt í mælaborðinu og það tísti líka í afturhurðinni. (það verður þó að segja AX-inum til málsbóta að það þarf verulega slæman veg til þess að þetta gerist). Og þar sem lausamölin dreifði sér yfír veg- inn, þó á tiltölulega beinum kafla væri, var ég ekki meira en svo öruggur um hann á 70-80 km. hraða; Það var eins og hann langaði að taka nokkur Iétt hliðarspor. Nú má auðvitað segja að bílar nútímans séu ekki hannaðir fyrir slíka vegi en sums staðar úti á landi eru þeir bara svona. Og það eru mörg ár í að bundið slitlag verði orðið alls ráðandi þó vel hafi miðað undanfarin misseri. Eitt er rétt að taka fram í þessu sambandi og það varðar hjólbarðana. Þessi bíll var með radial-hjólbarða sem kallaðir eru en þeir ein- kennast af því að mýktin er í hliðum barðans, ekki í þeim fleti sem snertir veginn. Flestir nýir bílar koma núorðið með slíkum börðum. Á eldri gerðum hjólbarða, sem kallaðir eru diagonal, er þetta öfugt. Radial-barðinn er í rauninni hannaður fyrir sæmilega slétta vegi með bundnu slitlagi og til þess ætlast að hliðar hans gefi eftir í beygjum. Þannig virkar hann líka vel. Diagonal-barðinn er hins vegar alla jafna betri á ósléttum malarvegi því snerti- flöturinn gefur meira eftir við ójöfnur. Nú kannast ég ekki við hjólbarða sem sameina báða þessa kosti og ekki er við því að búast að menn fari að skipta um hjólbarða eftir atvikum hverju sinni. En ég veit til þess að sumir bif- reiðaeigendur sem búa fýrst og fremst við malarvegi hafa valið þann kost að hafa diagonal-barða undir bílum sínum. Ég býst við að AX-inum hefði liðið mun betur á þessum þjóðlega vegarspotta þannig búnum til fót- anna. AUSTUR FYRIR FJALL. Það var hrein unun að skjótast á AX-inum austur í Ölfus. Á þeirri leið varð ég alvarlega skotinn í honum. Hann var fastur og öruggur í rásinni, öll stjómtæki við hendina, skiptingin Iétt og lipur og - það sem hreif mig mest - vinnslan alveg ótrúleg. Eins og ég sagði áðan er þessi gerð, AX 14 TRS, búin 65 hestafla vél, en bfllinn vegurekki nema 695 kg. Hann er því mjög léttur, miðað við stærð, enda ýmislegt gert til að létta hann. T.d. er afturhurð og mestur hluti innréttinga úr plasti. (Það má nefna að AX 11 RE, sem er 55 hestöfl og verulega ódýrari er ekki nema 645 kg., þannig að hlutfallið milli þyngdar og afls er lítið lakara). Auk þess er AX-inn hannaður með það fyrir augum að loftmót- staðan verði sem minnst - þá fer minni orka í það eitt að ryðja frá lofti - og sá stuðull sem gefinn er upp í því sambandi er með því besta sem gerist. Allt þetta gerir að verkum að hvert hestafl gjörnýtist og það er hrein nautn að gefa bílnum inn og finna hvernig hann bregst við. Þetta gerir einnig að verkum að bensínið nýtist mjög vel. Ekki mældi ég eyðsluna en verksmiðjan gefur upp að hún sé ekki nema 3.9 I á 100 km sé ekið stöðugt á 90 km hraða. Nú keyrir vitaskuld enginn þannig (nema til að mæla eyðslu á 90 km hraða), en þetta gæti þýtt 5-61 á hundraðið í blönduðum akstri á þokka- legum vegum. Og það gerist ekki öllu betra. En fjöldi hestafla segir ekki alla söguna. Hann segir m.a. til um hversu snöggur bílinn er að ná upp hraða og skjótast fram úr. En sumar vélar sem gefið er upp að hafi mikinn fjölda hestafla þurfa mikinn snúning til þess að þau skili sér. M.ö.o. er aflið mest þegar vélin snýst hratt. Þannig eru t.d. vélar í rallbílum yfírleitt gerðar. Hins vegar eru vélar sem hafa mikið afl við lágan snúningshraða og eru t.d. notaðar í jeppa og aðra þá bíla þar sem vélin þarf að geta komið fljótt og mjúklega til móts við síbreyti- legt átak, svo sem í ófærð. Mælikvarðinn sem notaður er til þess að meta þennan eiginleika hefur verið nefndur tog eða snúningsvægi, sem er þýðing á enska orðinu „torqe". Ef þú heyrir jeppastráka tala um að jeppinn þeirra sé „ofboðslegur torkari" þá eru þeir að tala einmitt um þetta fyrirbæri, þ.e.a.s. að hann hafi mikið tog við lágan snún- ing. (Viljirðu vita meira um þetta þá er mjög fróðleg grein eftir Guðna Ingimarsson verk- fræðing í nýjasta tölublaði „Bílsins" (2.tbl„ 5.árg.) sem heitir „Hestöfl og tog“.) Þarna kom AX-inn skemmtilega á óvart. Hann er heilmikill „torkari" eða eigum við að segja „togari". Það kemur fram í því að hann tekur líka mjög vel við sér í hærri gírunum þriðja fjórða og fimmta, þó að vélin snúist ekki mjög hratt. Þetta þýðir að það þarf ekki að skipta eins mikið niður þegar maður ætlar framúr eða er að fara upp brekkur, m.ö.o. að hraðasvið hvers gírs er mikið. Með þessu móti verður aksturinn mjög skemrntilegur og það þarf ekki alltaf að vera að hræra í gírkassanum Hvað varðar hestöfl og tog get ég því gefið AX 14 TRS bestu einkunn. SMÁBÍLL MEÐ FARÞEGASAL. Menn hafa löngum deilt um útlit Citroen- bíla. Sérstak- lega á það við um stóru gerðina, ID og DS setn var framleidd á árunum 1955-1975 og enn ma sjá á götunum hér. Sumir hafa aldrei séð eða ekið fallegri og skemmtilegri bíl og fá órætt, fjarrænt blik í augun og andvarpa þegar á þá er rninnst. Ég er einn þeirra; átti einn slíkan í tv° ár og verð aldrei samur maður. Aðrir segjasl aldrei hafa séð þvflíkan óskapnað á fjórutt1 hjólum. Ég á ekki von á svo skiptum skoðunum un1 AX-inn. Hann er hlutlausari í útliti. Það segif hver sitt í þeim efnum en mér finnst han" fallegur. Þetta er smábíll en ótrúlega rúmgóð' ur. Eg fór í bíltúr með fjóra fullorðna farþeg3 og allir iétu vel af sér. Og innan dyra er hugsað fyrir plássi lyrlí fleira en farþega, það eru t.d. geymslurý111' fyrir 1 1/2 lítra gosflösku innan í hvorri hurð hólf fyrir hljóðsnældur, sígarettupakka vegakort í mælaborðinu og stórt hólf sem el(1 liver sagði að mætti stinga í háhæluðum skó111 ef dömur vildu heldur aka í samkvæmi á slétt botna skóm. Og aftur í skotti má koma fyrlf ferðatöskum og reyndar ýmsu fleiru ef sætlS bakið er lagt niður. . ( Það er gagnlegt smáatriði en getur þó sk«P sköpum að það þarf stórkostlegan klaufask11! til að læsa lyklana inni í bílnum; Það er nefnl lega ekki hægt að læsa bílstjórahurðinni nen ‘ með lyklinum utan frá. Hins vegar er eng11 vandi að gleyma ljósunum á, því það slokk11 ekki á þeim við að drepa á bíinum. í STUTTU MÁU. Citroen AX 14 TRS er vÁ ur og viljugur smábíll, prýðilega rúmgóður * þægilegur í akstri, a.m.k. meðan vegurim11 en ÁI sæmilegur eða þaðan af betri. Þeir sem ungir í anda í bílamálum munu verða varir verulega sportlega eiginleika og finna akstursgleði. Þeir sem eru rólegri í þeim efnU.f L munu hitta fyrir viðfelldin og mjög sparne.'1 I bíl sem smýgur léttilega um yfirfullar götuf auðvelt er að leggja í þröng stæði. ^ ■ Þá vona ég, Auður, að þú sért nokkru 1 ^ I um bílinn. Ef til vill lýsir honum þó beS’,jll tilfinning mín að ef ég ætti svona bfl og ^ | kvöldbíltúr, þá skipti það ekki öllu máli hv^ | ég skryppi út í Örfirisey eða renndi aUS jtjr. Flóa. Því veldur akstursgleðin sem hannie þægindin og sparneytnin. Þinn einlægur • Asgeir Sigurgestsson 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.