Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 54
L I S T I R
Enginn stórísannleikur
Af fyrirlestri Edwards Fry
í ÞEIRRI ÁTAKANLEGU fátækt sem við-
gengst í listrænni umræðu hér á landi er mikill
fengur að mönnum á borð við Edward Fry,
bandaríska listfræðingnum, sem hélt fyrirlest-
ur um nútímalist í Norræna húsinu þann 5. júlí.
Fry byggði fyrirlesturinn að mestu leyti kring-
um Dokumenta 8, yfirgripsmikla, alþjóðlega
sýningu sem haldin er í vestur-þýsku borginni
Kassel fimmta hvert ár.
Eftir því sem ég best veit var Fry einn
aðalstjórnandi þessarar áttundu stórsýningar
og réð að miklu leyti stefnu og vali. Enda fór
ekki milli mála hvaða áherslur hann lagði til
grundvallar spjalli sínu í Norræna húsinu. Þær
koma fyllilega heim og saman við Doku-
mentasýninguna þetta árið. Fry bjó máli sínu
skýran og kláran ramma, enda maður á ferð
sem veit um hvað hann er að tala. Hins vegar
talaði hann óþarflega hægt, enda teygðist fyrir-
lesturinn úr hófi, svo lítið var um spurningar
eftir á enda ekki við mörgum spumingum að
búast frá áheyrendum. Menn voru orðnir
dasaðir og svo er ekki lenska að varpa fram
spurningum síst þegar í hlut eiga skeleggir út-
lendingar sem lært hafa að túlka mál sitt ljóst
og umbúðalaust.
En það er synd hve illa í stakk við erum búin
að spyrja menn á borð við Fry spjömnum út,
því allt sem hann sagði var byggt á persónuleg-
um skoðunum hans sjálfs og ég ítreka persónu-
legum skoðunum. Það var nefnilega engan
stóra sannleik að finna í máli hans, ekki frekar
en í máli annarra listfræðinga. List er aldrei
stóri sannleikur, enda er engar slíkan að finna í
þessunt heimi, þótt pólitíkusar og prestar séu
mér áreiðanlega ósammála. Eins og önnur
hugsun, eða hugmynd, er hún einungis afstæð
sneið af, eða lögð út af veruleikanum, og þ.a.l.
háð persónulegri afstöðu, túlkun og skoðun
þeirra sem hafa sökkt sér niður í eðli hennar.
Ég segi þetta vegna þess að engin ástæða er
til að taka menn á borð við Fry of hátíðlega og
raunar veit hann það best sjálfur. Þess vegna
var hann fullkomlega heiðarlegur gagnvart
sjálfum sér og áheyrendum og sagði ávallt: „It
is my personal view", eða „I think", eða
„Perhaps", sem sýndi að hann er fræðimaður
en ekki loddari kominn til að slá ryki í augu
auðtrúaðra. Slíkir menn biðja um skoðana-
skipti og það er leitt til þess að hugsa ef þeir
fara bónleiðir til búðar í þeim efnum.
ÁLITAMÁL. En ég get trútt um talað því ég
hvarf af vettvangi þegar umræðurnar voru rétt
byrjaðar og því bölva ég lengd fyrirlestrarins
að ég gat ekki setið umræðurnar. Það var
nefnilega svo margt sem gaman hefði verið að
deila um, einkum þar sem ég er í flestum efn-
um ósammála Fry og afstöðu hans.
Fyrst og fremst er ég ósammála aðferöum
Frys; hvernig hann setur frant skoðanir sínar
og finnur sér svo hina og þessa listamennina til
að staðfesta mál sitt. Það er lítill vandi að tína
til hóp listamanna máli sínu til rökstuðnings,
þegar ekkert samhengi er á milli hinna sömu
listamanna, tímans sem þeir koma fram á né
afstöðu þeirra til myndlistar. Ályktanir finnst
mér verði að taka eftir á (a posteriori) en
mynda sér ekki afstöðu fyrirfram (a priori). En
Donald Kuspit, samlandi Frys, hitti naglann á
höfuðið þegar hann sagði: „Það eru listfræð-
ingar, sem skapa stefnur í listum. Listamenn
nota þeir einungis til að staðfesta mál sitt."
Mér fannst stundum sem Fry væri hallur undir
slík sjónarmið sem Kuspit lét þó frá sér fara í
háðsskyni fremur en alvöru. Mér hefði aldrei
dottið í hug að spyrða saman jafn ólíka lista-
menn og Joseph Beuys, Bill Woodrow, Hans
Haacke, Anselm Kiefer, Richard Serra, Al-
bert Hien, Robert Morris, Guiseppe Penone,
Komar og Melamid, Bertrand Lavier, John
Armleder, Christian Boltanski, Leon Golub
og Gerhard Richter, svo nokkur heimsfræg
nöfn séu nefnd, til að sanna það að „niðurbrot
listrænnar sérstöðu" ætti sér nú stað í lista-
heiminum.
AUMINGJA FRAKKARNIR. Annars
hljómaði það dálítið mótsagnakcnnt að heyra
Fry margítreka hugtakið „deconstruction" um
lcið og hann talaði um hve fúinn strúktúralism-
inn og post-strúktúralisminn væri orðinn.
Notaði hann myndir af málverkunt eftir Mark
Tansey til að sýna að franskir hugsuðir væru
ckki annað er narsissískir naflaskoðarar. I
öðru málverkinu voru þeir Roland heitinn
Barthes og heimspekingurinn Jacques Derrida
að spegla sig í vatni, eins og Narsissus forðum,
áður en hann drukknaði af sjálfshrifningu.
Samt hætti Fry ekki að klifa á hugtakinu
„deconstruction" og sýna þar með hve háður
hann er Derrida í tungutaki. Eða hvers vegna
skyldi háskólinn í Chicago vera í óða önn við
aö þýða allar bækur þessa ágæta heimspekings,
ef hann er oröinn svona úreltur? Um franska
list var óþarft að fjölyrða. Allir sem það vilja
vita hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að
frönsk list hefur varla sést á stjömuhimninurn
undanfarin 30 ár. Þrátt fyrir þokkalegan
„standard" hafa franskir listamenn síðustu
áratuga staðið í skugga sér framsæknari
kollega í Bandaríkjunum og Evrópu. En á
sama tíma hefur frönsk heimspeki oggagnrýni
haft varanleg áhrif á heimslistina, einmitt með
mönnum á borð við Barthes og Derrida.
M.ö.o.; eitt er list og annað hugsun þegar talað
er um vandamál frakka.
En undarlegt var að Fry skyldi tala um
frakka einmitt núna, vegna þess að eftir áður-
• Hluti af „andstyggöarmynd" Goya af Karli 4. Spánarkonungi ogfjölskyldunni.
54