Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 44
I N N LENT
JIM SMART
• Ráöherrametiö siegið: árangur
samsteypumakks flokkanna.
Ráðhemim fjölgar
Nálgumst brátt medalstærd ríkisstjórna
á Vesturlöndum
EFTIR 73 DAGA stjómarkreppu tókst loks að
mynda þriggja flokka ríkisstjóm, ellefu ráð-
herra skv. skiptingunni 4-4-3 á flokk. Svo
fegin var þjóðin að óvissutíminn var yfirstað-
inn að lítið bar á gagnrýni vegna fjölgunar
ráðherra - hefur þó fjölgun þingmanna verið
vinsælt deiluefni um árabil.
Samsteypumakk stjórnarflokkanna varð
ekki árangursríkt nema með þessari niður-
stöðu. íslenskar ríkisstjórnir hafa stækkað
sígandi síðustu áratugina og má brátt búast við
að eitt ráðuneyti verði á hvern ráðherra eins
og hjá flestum nálægum þjóðum - nema
boðaðar stjómkerfisbreytingar næsta vetur
verði til að fjölga ráðuneytum en þau eru nú
13 að Hagstofu íslands meðtalinni.
Á árunum 1917 til 1939 voru aldrei fleiri en
þrír ráðherrar í ríkisstjómum hér á landi. í
fyrstu þriggja flokka stjóminni, árið 1939, var
ráðherrum fjölgað í fimm og þegar Ný-
sköpunarstjómin var sett saman 1944 urðu
ráðherrar sex að tölu. Sjö ráðherrar sátu í
Viðreisnarstjóminni frá 1959 til 1971 og í
helmingaskiptastjóm Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks 1974 til 1978sátuáttaráðherrar.
Hver flokkur fékk þrjá ráðherra í samstjórn
A-flokkanna og Framsóknar 1978 til 1979 og
ráðherrar urðu alls tíu í ríkisstjóm Gunnars
Thoroddsen. Þaö met var nú slegið í stjóm
Þorsteins Pálssonar og félaga sem telur ellefu
ráðherra eða einum fleiri en í ríkisstjórn
Portúgals, svo dæmi sé tekið.
Pó fjöldi þingmanna í vestrænum ríkjum sé
mjög mismunandi eru stærðir ríkisstjóma það
ekki og skiptir mannfjöldi þá ekki máli svo
neinu nemur. í sambandsstjórn Sviss hafa sjö
ráðherrar setið svo lengi sem menn muna. Á
írlandi hefur það lengi verið stjómarskrár-
bundið að ráðherrar skuli vera 15. Við mynd-
un samsteypustjóma hefur oft verið bmgðið á
það ráð að fjölga ráðherrum til að tryggja áhrif
aðila og ná samkomulagi en þrátt fyrir það eru
samsteypustjórnir ekki stærri en einflokks-
ríkisstjómir t.d. í Bretlandi þar sem 22 ráð-
herrar sitja í ríkisstjórn auk aðstoðarráðherra
sem telja fleiri tugi, og á Nýja Sjálandi þar sem
svipaða sögu er að segja. Að meðaltali sitja 18
ráðherrar í ríkisstjómum vestrænna ríkja og
birtum við hér töflu yfir fjölda ráðherra í 19
ríkjum eins og þeir voru í mars á þessu ári.Hér
eru eingöngu taldir ráðherrar sem hafa ákveð-
ið ráðuneyti með höndum:
Kanada: ................................36
Ítalía: ................................30
Frakkland: .............................25
Grikkland: .............................25
Bretland: ..............................22
Danmörk: ...............................21
Svíþjóð: ...............................21
NýjaSjáland: ...........................19
Noregur: ...............................18
V-Þýskaland: ...........................18
Austurríki: ............................17
Spánn: .................................17
Belgía: ................................15
Finnland: ..............................15
Holland: ................................9
írland: ................................15
Ástralía: ..............................14
Portúgal: ..............................10
Sviss: ..................................7
• Ómar Friðriksson
ÞJÓÐLÍFSTÖLUR
Tala íslenskra kvenna í hópi sendiherra: 0
Fjöldi reyklausra grunnskóla á íslandi
(nemendur og starfsfólk) á síðasta vetri:
13
Hænur í Reykjavík: 200
Nautgripir í Reykjavík: 14
Fjöldi veitingastaða á íslandi með vínveit-
ingar: 97
Fjöldi kennara í grunnskólum veturinn
86-87 án réttinda: 698
Fjöldi réttindalausra kennara í framhalds-
skólum: 356
Fjöldi skuldamála sem höfðuð voru á
Bæjarþingi Reykjavíkur 1986:17.000
Hækkun framfærsluvísitölu iúní-júh':
1.75%
Verðbólguhraði miðað við þessa hækkun:
23.1%
Hækkun lánskjaravísitölu júní-júlí: 2%
Verðbólguhraði miðað við þessa hækkun:
27%
Aldur útvarpsþáttarins vinsæla Lög unga
fólksins í árum: 30
Hlutur af afla frystitogara sem tleygt er
útbyrðis í vinnslunni um borð: 60%
Loðnuverksmiðjur á Islandi: 22
Fjöldi loðnuverksmiðja sem gætu afkastað
miljón tonna afla: 6
Meðlimafjöldi Rithöfundasambands ís-
lands: 265
Fjöldi fólks í verkalýðsstétt sem býr í eigin
húsnæði: 63.6%
Hlutfall fólks í kennslu- og heilbrigðisstétt
sem býr í eigin húsnæði: 80%
Markaðsverð á ánamöðkum til veiði-
manna í júlímánuði: 15 kr.
Hlutfall farþega í innanlandsflugi sem
ferðast í einkaerindum: 35.5%
Tíminn sem það tekur geislavirk efni að
berast frá Dounreay kjarnorkuendur-
vinnslustöðinni í Skotlandi til íslands: 4-6
ár
Heimildir: Hagtíðindi. Samgönguróðu-
neytið, úttekt ú gististöðum. Alþingis-
tíðindi. Krabbameinsfélagið. Fiskvinnslan,
fagblað fiskiðnaðarins. Húsnæðiskönnun
Félagsvísindastofnunar. Skýrsla flugmúla-
nefndar, nóv.1986.
44