Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 44

Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 44
I N N LENT JIM SMART • Ráöherrametiö siegið: árangur samsteypumakks flokkanna. Ráðhemim fjölgar Nálgumst brátt medalstærd ríkisstjórna á Vesturlöndum EFTIR 73 DAGA stjómarkreppu tókst loks að mynda þriggja flokka ríkisstjóm, ellefu ráð- herra skv. skiptingunni 4-4-3 á flokk. Svo fegin var þjóðin að óvissutíminn var yfirstað- inn að lítið bar á gagnrýni vegna fjölgunar ráðherra - hefur þó fjölgun þingmanna verið vinsælt deiluefni um árabil. Samsteypumakk stjórnarflokkanna varð ekki árangursríkt nema með þessari niður- stöðu. íslenskar ríkisstjórnir hafa stækkað sígandi síðustu áratugina og má brátt búast við að eitt ráðuneyti verði á hvern ráðherra eins og hjá flestum nálægum þjóðum - nema boðaðar stjómkerfisbreytingar næsta vetur verði til að fjölga ráðuneytum en þau eru nú 13 að Hagstofu íslands meðtalinni. Á árunum 1917 til 1939 voru aldrei fleiri en þrír ráðherrar í ríkisstjómum hér á landi. í fyrstu þriggja flokka stjóminni, árið 1939, var ráðherrum fjölgað í fimm og þegar Ný- sköpunarstjómin var sett saman 1944 urðu ráðherrar sex að tölu. Sjö ráðherrar sátu í Viðreisnarstjóminni frá 1959 til 1971 og í helmingaskiptastjóm Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks 1974 til 1978sátuáttaráðherrar. Hver flokkur fékk þrjá ráðherra í samstjórn A-flokkanna og Framsóknar 1978 til 1979 og ráðherrar urðu alls tíu í ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen. Þaö met var nú slegið í stjóm Þorsteins Pálssonar og félaga sem telur ellefu ráðherra eða einum fleiri en í ríkisstjórn Portúgals, svo dæmi sé tekið. Pó fjöldi þingmanna í vestrænum ríkjum sé mjög mismunandi eru stærðir ríkisstjóma það ekki og skiptir mannfjöldi þá ekki máli svo neinu nemur. í sambandsstjórn Sviss hafa sjö ráðherrar setið svo lengi sem menn muna. Á írlandi hefur það lengi verið stjómarskrár- bundið að ráðherrar skuli vera 15. Við mynd- un samsteypustjóma hefur oft verið bmgðið á það ráð að fjölga ráðherrum til að tryggja áhrif aðila og ná samkomulagi en þrátt fyrir það eru samsteypustjórnir ekki stærri en einflokks- ríkisstjómir t.d. í Bretlandi þar sem 22 ráð- herrar sitja í ríkisstjórn auk aðstoðarráðherra sem telja fleiri tugi, og á Nýja Sjálandi þar sem svipaða sögu er að segja. Að meðaltali sitja 18 ráðherrar í ríkisstjómum vestrænna ríkja og birtum við hér töflu yfir fjölda ráðherra í 19 ríkjum eins og þeir voru í mars á þessu ári.Hér eru eingöngu taldir ráðherrar sem hafa ákveð- ið ráðuneyti með höndum: Kanada: ................................36 Ítalía: ................................30 Frakkland: .............................25 Grikkland: .............................25 Bretland: ..............................22 Danmörk: ...............................21 Svíþjóð: ...............................21 NýjaSjáland: ...........................19 Noregur: ...............................18 V-Þýskaland: ...........................18 Austurríki: ............................17 Spánn: .................................17 Belgía: ................................15 Finnland: ..............................15 Holland: ................................9 írland: ................................15 Ástralía: ..............................14 Portúgal: ..............................10 Sviss: ..................................7 • Ómar Friðriksson ÞJÓÐLÍFSTÖLUR Tala íslenskra kvenna í hópi sendiherra: 0 Fjöldi reyklausra grunnskóla á íslandi (nemendur og starfsfólk) á síðasta vetri: 13 Hænur í Reykjavík: 200 Nautgripir í Reykjavík: 14 Fjöldi veitingastaða á íslandi með vínveit- ingar: 97 Fjöldi kennara í grunnskólum veturinn 86-87 án réttinda: 698 Fjöldi réttindalausra kennara í framhalds- skólum: 356 Fjöldi skuldamála sem höfðuð voru á Bæjarþingi Reykjavíkur 1986:17.000 Hækkun framfærsluvísitölu iúní-júh': 1.75% Verðbólguhraði miðað við þessa hækkun: 23.1% Hækkun lánskjaravísitölu júní-júlí: 2% Verðbólguhraði miðað við þessa hækkun: 27% Aldur útvarpsþáttarins vinsæla Lög unga fólksins í árum: 30 Hlutur af afla frystitogara sem tleygt er útbyrðis í vinnslunni um borð: 60% Loðnuverksmiðjur á Islandi: 22 Fjöldi loðnuverksmiðja sem gætu afkastað miljón tonna afla: 6 Meðlimafjöldi Rithöfundasambands ís- lands: 265 Fjöldi fólks í verkalýðsstétt sem býr í eigin húsnæði: 63.6% Hlutfall fólks í kennslu- og heilbrigðisstétt sem býr í eigin húsnæði: 80% Markaðsverð á ánamöðkum til veiði- manna í júlímánuði: 15 kr. Hlutfall farþega í innanlandsflugi sem ferðast í einkaerindum: 35.5% Tíminn sem það tekur geislavirk efni að berast frá Dounreay kjarnorkuendur- vinnslustöðinni í Skotlandi til íslands: 4-6 ár Heimildir: Hagtíðindi. Samgönguróðu- neytið, úttekt ú gististöðum. Alþingis- tíðindi. Krabbameinsfélagið. Fiskvinnslan, fagblað fiskiðnaðarins. Húsnæðiskönnun Félagsvísindastofnunar. Skýrsla flugmúla- nefndar, nóv.1986. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.