Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 26
INNLENT
réttinda. Samkvæmt því var talið eðlilegt að
karlmaðurinn liti á konu sína sem eign sem
hann ætti bæði að vemda og skóla til, ef þess
þurfti með. Þannig hafði hann jafnframt rétt til
þess að “tukta" hana til, ef hún sýndi ósæmi-
lega hegðun. Nýlegar kannanir frá U.S. A. sýna
að enn í dag er þetta í fullu gildi, jafnt meðal
karla sem kvenna. Langflestir sem spurðir
voru töldu það vera í lagi að karlmaðurinn
sýndi konu vald sitt, jafnvel þótt það kallaði á
ofbeldi. “Þetta er einkamál hjóna og hlutir sem
gerast inni á heimilunum sem öðmm kemur
ekki við.“ Svo mörg vom þau orð.
HVAÐ SEGJA KARLMENNIRNIR?
Kvennabarátta nútímans hefur skapað nokkur
nýyrði sem farið hafa misvel fyrir brjóstið á
fólki. Eitt af þessum orðum er reynsluheimur
kvenna. Það orð kemur að gagni hér, þegar
fjalla á um mismunandi upplifun karla og
kvenna á ofbeldi. Það hefur komið í ljós þegar
talað er við hjón eða sambúðarfólk, sem
þekkja bæði til ofbeldis, að kynin upplifa og
túlka ofbeldi mjög misjafnlega. það er mjög
algengt þegar kona verður fýrir ofbeldi að hún
upplifi aftur og aftur þessar aðstæður og allar
aðrar gerðir hennar markast af þessari reynslu.
Hún á, með öðrum orðum, mjög erfitt með að
líta á þetta sem sjálfsagðan hlut. Karlmenn
aftur á móti virðast líta á ofbeldi sem einn þátt
sem gleymist þar til næst að þeir beita ofbeldi.
Þeir finna ekki til hræðslu eða öryggisleysis
eins og algengt er um konur.
Kirsten Skjörten, norskur afbrotafræðingur
tók viðtöl við 40 karlmenn sem höfðu beitt
konur ofbeldi í lengri eða skemmri tíma. Þar
kemur m.a. í ljós að langflestir karlmenn virð-
ast geta stjómað því hvenær þeir nota ofbeldi.
“Það er ekkert vit í því að berja krakkana í
skólanum," sagði einn kennari, “en það kemur
engum við hvað ég geri heima hjá mér. - Ég
gæti misst vinnuna ef ég leyfði mér að missa
stjórn á skap mínu við bekkinn.“ En þessi sami
kennari hafði ekki velt því sérstaklega fyrir sér
hvað gerðist ef hann missti konuna. En senni-
lega hefur það mun minni þýðingu en að missa
vinnu, ef marka má þá mikilvægisröð sem
karlar virðast venjulega nota. Þegar og ef
karlmenn verða hræddir þegar þeir nota of-
beldi, þá er það vegna þess að þeir eru hræddir
við ofbeldið sjálft en ekki afleiðingar þess. Við
þessar aðstæður gætu þeir leitað sér hjálpar,
þeirra eigin stjóm er að fara úr böndum og það
gæti orðið þeim erfitt.
Það kemur einnig í ljós að mörgum karl-
mönnum finnst kynferðislega æsandi þegar
konur slá þá eða þegar þeir berja konur. Hins-
vegar hafa þessar upplýsingar ekki komið fram
hjá konum sem hafa búið við ofbeldisaðstæð-
ur.
Margir af þeim karlmönnum sem talað var
við komu með persónulegar skýringar á því, af
hverju þeir beittu konur sínar ofbeldi. “Hún
æsir mig svo rosalega.“ “Ég verð að sýna henm
hver það er sem hefur völdin hér.“ “Ég sé um
heimilið fjárhagslega, hennar er að sjá um að
það líti vel út og krakkamir séu ekki kolvit-
lausir." og “Mér finnst ég fá eitthvað út úr
þessu, það er fullt af tilfinningum sem koma
fram.“
STJÓRN Á OFBELDI? Þegar karlmenn
fóru að ræða sína ofbeldishneigð og opna sig
fyrir þessu alvarlega vandamáli, kom í ljós að
margir þeirra höfðu reynt að fínna leiðir til
þess að koma í veg fyrir að ofbeldið brytist út
heima fýrir. Þetta em nokkrar af þeim helstu
semþeir töluðu um:
1. Fara úr þeim aðstæðum sem virka þannig
að ofbeldi getur brotist fram (fara í göngutúr,
leggja sig eða annað áh'ka).
2. Hætta eða slíta sambandi um stundarsak-
ir, þar sem ofbeldi hefur ákveðið munstur og
skeður aftur og aftur. Taka ofbeldið síðau
alvarlega og reyna að finna aðrar leiðir til þesS
að koma gremju sinni frá sér.
3. Leita sér hjálpar í því sambandi sem
viðkomandi er í, t.d. fara í fjölskyldumeðferð
eða einstaklingsmeðferð hjá þeim sem kunna
til þeirra verka. Reyna þannig að skilja hvað
það er sem skeður og af hverju ofbeldið brýst
fram. |
Þetta em þær niðurstöður sem Skjörtetl
26