Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 35
INNLENT
SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR
• Ungur maður lyftir höndum í bæn á samkomu eins nýja íslenska trúarhópsins.
Truarvakniiig á Íslandi
Kraftaverk, tungutal og götutrúbod
oröin vinsæl.
Hlutir sem þjódkirkjan sinnir ekki. Æ fleiri leita
á náöir safnaöa „meö fjöri“. Nýirsöfnuöir
undirbúa sjónvarpsstöö/stöövar. Tengsl viö
bandaríska söfnuöi.
1 BANDARÍKJUNUM hefur sjónvarpstrúboð
^-'rið stundaö af miklum móði sl. tuttugu ár.
rosir söfnuðir, svo sem babtistar, hvítasunnu-
rn°nn og evangelistar sjónvarpa predikunum
^num um þver og endilöng Bandaríkin um
^nhalsjónvarpstöðvar í eigu stórra safhaða.
toðvamar eru reknar með áskrift safnaðar-
n^ðlima og frjálsum framlögum. Stærsta sjón-
^rpstöðin, PTL (Praise the Lord eða People
w Lovej, hefur átt í miklu stappi undanfama
^ anuði og hafa orðið snögg eigendaskipti á
a 0 lnr|i. Babtistinn frægi Jerry Falwell, stofn-
^n í Moral Majority (Hinn siðprúði meiri-
•), hefur yfirtekið sjónvarpstöðina og
söfnuðinn af hinum ómórölsku en evangelisku
hjónum Jim og Tammy Bakker.
Jim Bakker sem var til skamms tíma einn af
vinsælustu sjónvarpspredikumm Bandaríkj-
anna hefur verið uppvís að framhjáhaldi, sam-
kynhneigð, fjárdrætti, makaskiptum og ýmsu
öðru ókristilegu athæfi. Kona hans, sem styður
hann í raunurn, segir ásakanimar upplognar
(það er ljótt að ljúga), hefur ekki verið uppvís
að neinu ókristilegu ef frá er talið óstjómlegt
kaupæði og yfirgengileg peningagræðgi.
Þau hjón hafa aflað sér mikilla vinsælda og
frelsað margan manninn með því að boða að
hér á jörð eigum við að njóta lífsins Guði til
dýrðar. Það sé engin synd að berast á og
sækjast eftir þessa heims gæðum. Frú Bakker
uppgötvaði þessi sannindi smátt og smátt á
unglingsárunum. T.d. segir hún í sjálfsævi-
sögunni, I Gotta Be Me (Ég verð að vera ég
sjálf, eða á góðri íslensku, ég um mig frá mér til
mín) að “Guð væri miklu frjálslyndari en ég
hélt." Þegar hún fór að nota varalit refsaði guð
henni ekki, eins og henni hafði verið kennt svo
hún komst að rökréttri niðurstöðu. “Maður
þarf ekki að vera púkó til þess að vera sann-
kristinn," segir frúin og klæðir sig svo hún lítur
út eins og sambland af Dolly Parton og Svínku.
Jerry Falwell er öllu íhaldsamari og boðar
að í himnaríki verði hinir síðustu fyrstir, og því
sé hágöfugt að vera fátækur. Hann berst með
oddi og egg gegn hvers kyns solli og átti m.a.
hlut að máli í því að útsendingar á Löðri, sjón-
varpsþættinum vinsæla, vom stöðvaðar. Hann
hefur hrifsað til sín sjónvarpstöð kollega síns af
mjög svo óeigingjömum hvötum að eigin sögn.
í vikutíma gekk á með skítkasti milli þessara
heilögu manna í sjónvarpi og var bandarísku
þjóðinni farið að blöskra og meðlimir beggja
safnaða orðnir tvístígandi í trúnni. Falwell
ýmist ásakaði Bakker um syndsamlegt lífemi
eða fyrirgaf honum. Bakker aftur á móti
sakaði Falwell um að hafa út úr sér söfnuð og
sjónvarpstöð með klækjum.
35