Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 14
ERLENT
• Douglas Hurd ertalinn líklegasti arftaki
Thatcher.
• Sir Geoffrey Howe gerir sér ekki lengur vonir
um leiðtogahlutverkið.
• Syndaselnum Cecil Parkinson fyrirgefst
margt.
og frelsiselskandi andstæðinga kjamorku-
vopna, sem í krafti hins aldagamla grasrótar-
lýðræðis sem ríkir í Frjálslynda flokknum, fékk
t.d. á síðasta ársþingi samþykkta ályktun um
að stefna að kjarnorkuvopnalausu Bretlandi.
Og þegar menn eru farnir að hugsa á þessum
nótum þá er það hvalreki að finna í nýút-
kominni bók eftir forseta Frjálslynda flokks-
ins, Des Wilson, þá lýsingu á David Owen að
hann sé hrokafullur, óþolinmóður, geðillur og
láti oft frá sér fara særandi ummæli.
Vegna ákafa Steels og einurðar Owens í
máli þessu er svo komið að menn líta á þessa
deilu sem einvígi þeirra tveggja og að annað-
hvort muni annar eða báðir falla. Ef jafnaðar-
menn fella hugmyndina um sameiningu og
Owen tekst að halda tlestum af sínum mönn-
um innanborðs er öruggt að einhverjir muni
gagnrýna Steel fyrir að hafa dregið asnann inn í
herbúðirnar. Ólíklegt er talið að Steel sitji
lengi undir slíkri gagnrýni og muni hann því
segja af sér án átaka. Ástæður þess eru einkum
þær að hann hefur þegar leitt flokkinn í gegn-
um þrjár kosningar og getur því vikið frá með
nokkurri sæmd og að næsta sjálfsagður eftir-
maður hans er Paddy Ashdown sem er hinn
ágætasti samstarfsmaður Steeis. Fari hins veg-
ar atkvæðagreiðslan í sumar á þá leið að meiri-
hluti jafnaðarmanna kýs sameiningu, þá yrði
staða Steels nokkuð örugg en Owen situr á
hinn bóginn í súpunni. Yrði hans hlutskipti því
svipað Napóleóns forðum, - herforingi án hers.
VERKAMANNAFLOKKUR í VANDA. Kosn-
ingabarátta Verkamannaflokksins að þessu
sinni var ein sú besta sem nokkur flokkur hefur
háð í áraraðir í Bretlandi. Kosningastjórum
flokksins tókst að nýta til fullnustu þá mögu-
• Atvinnuleysingjum hefur ekki fækkað í stjórnartíð Thatcher, en eftir kosningar iýsti hún því
yfir að nú yrði gert átak í þeim efnum.
leika og þau tækifæri sem gáfust. Flokknum
tókst að beina kastljósinu að málaflokkum eins
og atvinnumálum, heilbrigðismálum, hús-
næðismálum og menntamálum, en það var ná-
kvæmlega það sem hann ætlaði sér, því í þess-
um málaflokkum hefur ríkisstjómin mjög
þurft að verja gerðir sínar. Hér í Bretlandi er
því talað um að flokknum hafi tekist að ráða
miklu um dagskrá kosningabaráttunnar. Til
viðbótar stóð Neil Kinnock sig einstaklega vel <
leiðtogahlutverkinu og persónulegar vinsældir
hans jukust mjög. Allt small saman, - nema
hvað kjósendur kusu ekki flokkinn. Það gerir
stöðu flokksins enn verri að honum tókst að
kynna kjósendum bæði menn sína og málefni
en þeim var einfaldlega hafnað. Fylgi flokksins
jókst aðeins um rúmlega þrjú prósent frá því í
kosningum 1983 en þá hrundi fylgi flokksins.
Fylgisaukning flokksins nú var að mestu leyti á
kostnað Bandalagsins en ekki ríkisstjórnarinn-
ar. Sá draumur að ná hreinum meirihluta á
þingi virðist nú tjarlægari en nokkru sinni frá
stríðslokum.
Þrátt fyrir að skoðanakannamir sýni að
varnarmálastefna flokksins (engin kjamorku-
vopn á breskri grund) hafi kostað tlokkinn
einhver prósent atkvæða hefur Kinnock, enn-
þá a.m.k., ekki tekið í mál að hreyfa við þeiró
stefnu. Eins mku hægri öflin innan flokksins
ekki upp til handa og fóta eftir kosningar og
kenndu vamarmálastefnunni um allt saman-
eins og sumir stjómmálaskýrendur áttu von a-
Það sem flokksforystan mun einbeita sér að a
næstunni em skipulagsbreytingar sem miða að
því að draga úr beinum áhrifum verkalýös'
hreyfingarinnar á stefnumótun flokksins og a
draga úr áhrifum héraðsstjóma flokksins á va
frambjóðanda. Er stefnt að því að veita hinum
14