Þjóðlíf - 01.02.1988, Side 8
Þessi var fyrir utan húsið að degi til, en beygði sig niður þegar hann sá að verið var að
taka mynd af honum. Bíllinn frá Bílaleigu Akureyrar.
Kl.1000 árdegis 20.janúar sé ég enn bíl fyrir
utan hjá mér bifreiðina R-22543, Misubutsi
Langer dökkblár að lit, og samkvæmt Bifr-
eiðaeftirlitinu skráður á Bílaleigu Akureyr-
ar. Gestur kemur til mín um hádegisbil og
hefur orð á hvað þessi bíll með bílstjóra sé að
voma þarna fyrir utan. Ég kem reglulega í
eldhúsgluggann og alltaf húkir vesalings bíl-
stjórinn á vaktinni sinni.
Kl. 1435 fór ég með gesti mínúm út úr hús-
inu, en tók með mér myndavél. Um leið og
eg geng að þessum bíl og munda myndavél-
ina til að smella af þessum vaktmanni mínum
beygir hann sig niður sem ætti að sjást af
meðfylgjandi mynd. Ég smelli nokkrum
myndum.
Þegar ég var kominn dálítinn spöl frá bifr-
eiðinni galar maðurinn á eftir mér hvers
vegna ég hafi veið að taka af honum mynd.
Ég sný við og segi honum að ég hafi verið að
gera þetta af öryggisástæðum en spyr hann á
móti hvað hann sé að gera og hafi verið að
gera allan tímann. Þá segist hann að vera
listamaður og vera að teikna hús, og sýnir
mér reyndar prýðilega mynd sem hann vann
að. Þá sagði ég við hann að ef hann væri
ekkert annað að gera þá þyrfi hann ekki að
hafa áhyggjur af þessari mynd. En eins og
um fleiri bíla var þessi einnig skráður á Bíla-
leigu Akureyrar þannig að ekki er hægt að
álykta öðuvísi en hann hafi verið á vegum
sömu aðila, enda fór hann strax og við vorum
farnir burtu.
Um kl. 2130 fer ég í heilsuræktina og tek eftir
að maður eltir mig og bíður frammi í biðstof-
unni til kl.2225 er ég fer út.
Viðurkenndi njósnir
Aðfararnótt miðvikudagsins 20.janúar
kl.0415 kem ég af næturvaktinni heim til
mín. Þá sé ég tilsýndar að það er bíll enn fyrir
utan. Kl.0430 verð ég var við að hann ekur af
stað. Kl.0530 kemur hann í sama stæðið aft-
ur.
Kl.0535 um nóttina gægist ég út um glugga-
tjöldin og sé sama mann í aðliggjandi garði
að glápa inn til mín. Þá um leið ákveð ég að
reyna að ná mynd af honum, læðist út með
mikilli varfærni, og hleyp upp húsagarðinn
en hann var þá nýsestur aftur inn í bílinn.
Og kl.0545 tók ég meðfylgjandi myndir. Ég
spyr fyrst hvers vegna hann sé að elta mig.
Hann segist ekkert vera að elta mig. Láttu
ekki svona maður, segi ég, þú ert búinn að
koma fjórum sinnum hérna í nótt á bílnum
og leggja hér í námundanum og þú er búinn
að koma tvisvar sinnum hér í garðinn og
glápa á gluggann hjá mér. Já, segir hann, ef
ég hef valdið þé ónæði þá bið ég þig afsökun-
ar. Síðan segist hann vera á almennri þjófa-
vakt. Fyrir hvern ertu að vinna? spyr ég. Ég
er hérna í lögreglunni, segir hann. Þá spyr
ég: Er það Rannsóknalögreglan eða al-
menna lögreglan sem vinnur svona? Hann
kveðst vera frá almennu lögreglunni í
Reykjavík.
— Hvers vegna ertu á ómerktum bfl hér
sífellt á sveimi en ekki í lögreglubfl, spurði
ég, en bflinn reyndist vera með númerið
R-31648, hvít Lada Samara. Þá svarar hann:
Við erum bara á ómerktum bflum til að við
þekkjumst ekki. Þá segi ég: En hvers vegna
eruð þið á þjófavakt á ómerktum bíl í kring-
um húsið mitt, hver hefur beðið um það?
Varð manninum svarafátt. Þó kvaðst hann
hafa sín fyrirmæli.
Þá spyr ég hann hvort hann hafi verið á
þjófavaktinni þegar hann elti mig í heilsur-
æktina kvöldið áður. Nei, sagði hann. En þú
varst á lögregluvaktinni þinni þá, eða hvað?
spurði ég. Jú sagði hann. Þá spurði ég hvort
lögreglan hefði menn á launum við að bíða á
biðstofum líkamsræktarstöðva. Hann gat
ekkert sagt, en ég tek fram að maðurinn var
hinn kurteisasti. Ég spurði hann heitis og
kvaðst hann heita Guðmundur Bogason.
Hann spurði hvað ég ætlaði að gera við þess-
Samkvœmt bréfi frá dómsmálaráðuneytinu
„Fyrir nokkrum mánuðum átti ég von á
pakka frá friðunarsamtökum erlendis
(Sea Shepard), með ljósritum af skýrsl-
um Hvals hf., þar sem fram kom að
minnsta kosti tilefni til gruns um að raun-
veruleg stærð og aldur hvaldýranna færi
ekki saman við uppgefnar tölur fyrirtæk-
isins um þessar veiðar. Nú brá svo við að
ég fékk ekki í hendur þennan pakka frek-
ar en ýmsa aðra sem ég átti von á. Eftir
tveggja mánaða bið fékk ég boð frá
Rannsóknarlögreglunni um að koma í
heimsókn til þeirra í Kópavoginn. Þar var
lesið upp bréf frá dómsmálaráðuneytinu,
þar sem Rannsóknarlögreglunni var
fyrirskipað að kanna þennan pakka sér-
staklega. Mér var gert ljóst að um tvo
kosti væri að ræða; annars vegar að láta
pakkann af hendi til að firra mig frekari
vandræðum — að öðrum kosti yrði pakk-
inn gerður upptækur með úrskurði dóm-
ara. Nú var um ljósrit aðræða, en mér var
engu að síður sagt að með því að taka við
því væri ég orðinn samsekur þeim sem
stolið hefðu gögnunum. Ég benti nátt-
úrulega á að þetta væri ekki ránsfengur
eða þýfi, heldur ljósrit af skýrslum sem
stolið hafði verið, en mín rök máttu mik-
ils sín ekki gegn sjálfri Rannsóknarlögr-
eglunni og hinu háa ráðuneyti".
8