Þjóðlíf - 01.02.1988, Side 22

Þjóðlíf - 01.02.1988, Side 22
MENNING Úr myndinni „Broadcast News“. myndarinnar - en hann hefur jafnframt veitt Stone nrikilvægan aðgang að innstu innan- búðarstarfsháttum spákaupmanna. Eftir verðhrunið á Wall Street í október og fjármálahneykslið í kringum spákaupmann- inn Ivan Boesky, er jarðvegurinn unninn fyrir vinsældir myndarinnar sem spáð er Óskarnum í vor. Wall Street hefur þegar fengið góðar viðtökur og þykir hafa allt til að bera sem prýða má góða afþreyingarmynd - en kannski ekkert umfram það. Charlie Sheen og Michael Douglas eru í aðalhlut- verkum og í toppformi, sér í lagi Douglas sem leikur járnharðan fjármálabraskara af verstu sort og hefur fengið einróma lof gagn- rýnenda fyrir vikið. Spielberg myndin, Empire of the Sun, er dýrasta afurð Hollywood á þessari vertíð og kostaði yfir 30 miljónir dollara í framleiðslu. Viðfangsefnið er lítill drengur í stríðshrjáðu Asíulandi. Columbia skákar fram snilldar- verki ítalans Bertolucci, The Last Emperor, Og tromp Orion er kvikmyndin Throw Momma From the Train, með einum fremsta leikara samtímans, Danny DeVito í aðalhlutverki. Twentieth Century frumsýndi aðra mynd nokkru fyrir áramót sem hefur þegar náð miklum vinsældum en þar er á ferðinni myndin Broadcast News, sem fjallar um líf sjónvarpsfréttamanns sent leikinn er af John Hurt. Vikuritið Time setti myndina í hóp bestu mynda síðasta árs. Columbíu tókst ekki ætlunarverk sitt með myndinni Leonard, Part 6, með sjálfum Bill Cosby í aðalhlutverki. Prátt fyrir að myndin væri talsvert dýrari en stórverk Bertoluccis um Kínakeisarann. hefur hún þegar orðið harkalega undir í vinsældahraðakstrinum mikla í vetur. í það sama súra epli mega þeir „Kastaðu mömmu út úr lestinni" er tromp Orionkvikmyndafyrirtækisins í ár. Warner bræður bíta, því hin feykidýra mynd Nuts, með Barböru Streisand hefur þegar fallið í skugga annarra mynda í frumsýninga- veislunni þar vestra í vetur. Stóru framleiðslu- og dreifingarfyrirtækin í Bandaríkjunum hafa varið 300 miljónum dollara í þær 30 myndir sem athyglin beinist einkum að. Öll bjargráð eru höfð uppi til að markaðssetja myndirnar og koma þeim í efstu sætin. Það er ekki lengur nægilegt að hafa formúlu að vinsælli mynd. Þegar sem svarar milljarði ísl. króna liggja að baki hverri mynd er aðeins um það að ræða að komast á toppinn en verða undir ella. Það verður aðeins eitt að leiðarljósi, mottó spá- kaupmannsins Gordons Gekko í Wall Street um græðgina: „greed is good, greed is right, greed works, greed will save the U.S.A.“ Öðruvísi kveðskapur Af Sigurði Jónssyni Sigurður Jónsson, Siggi ha, var fæddur 9.september 1859 í Hvítarsíðu og er sagt frá honum í þættinum Hrakhólamenn eftir Þórð Kristleifsson í Borgfirskri blöndu, þriðja bindi. Sigurður þessi ólst upp við harðan kost og var í vistum á ýmsum stöðum í Borg- arfirði framan af ævi. Hann þótti sérkenni- legur og þó sérstaklega eftirminnilegur fyrir kveðskap sinn. en hann taldi sjálfan sig mik- ið skáld. Skýringuna á skáldgáfu sinni hafði hann á reiðum höndum:„Ég hef heyrt að Bólu-Hjálmar hafi komið í Hvítársíðu- Krókinn, þegar mamma var þar". Vísur eftir Sigga ha eru margar fleygar. Tilaðmynda þessi: Hillir undir Húsafell, þar býr ríkur bóndi, Þorsteinn nokkur Magnússon, hann á margar rollur. Haft var eftir Sigga: „Þeir segjast vera hættir að skilja mig núna —, ég sé orðinn þungskilinn eins og Einar Benediktsson". Presti sínum sagði Siggi til syndanna svona: Það er Ijótur ósiður eftir kristnum löguni að hann séra Guðmundur lætur binda hey á sunnudögum. Síðustu æviárin bjó Sigurður Jónsson sem einsetumaður í kofa einum í Borgarfirði, þar sem hann andaðist 19.júlí 1932, 73 ára gam- all. Óskar Guðmundsson 22

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.