Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 28

Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 28
FÓLK Arftaki Stalíns Malenkov og Stalín árið 1952. Á dögunum lést Malenkov arf- taki Stalíns, sem Spiegel segir í dánarfregn á dögunum að hafi verið „skrifborðsfjöldamorð- ingi.“ Hann var 86 ára gamall, snúinn til orthodox-trúar. Það fór ekki mikið fyrir þessu andláti, en síðustu árin hafði Malenkov búið ásamt eigin- konu sinni í Moskvu eftir að hafa búið svo árum skipti í út- legð við landamæri Kína. Hann sást síðustu árin við innkaup í flokkshestabúðum í Moskvu og í sumaríbúðahverfi í Kratowo. Malenkov hafði haldið sér vel, með því að skreppa árlega í hvergerðisvist í Woronowo- heilsuhælið, þar til gamall bol- séviki þekkti hann fyrir tilvilj- un. Hinn undirgefni þjónn Stal- íns og arftaki hans þrætti fyrir að vera Malenkov. Gamli bol- sévikinn átti Malenkov að þakka 15 ára vist í þrælabúðum og sagði við hann: „Ég sá sjálf- ur undirskrift yðar á dóms- skjölum mínum". Malenkov varð fár við. Malenkov gekk til liðs við byltingarherinn á unga aldri en eftir byltingu hóf hann nám í rafmagnstæknifræði við Tækni- háskólann í Moskvu. Þar var hann í aganefnd sem leitaði uppi Trotskyista og gekk inn í flokksvélina. Fljótlega óx hon- um ásmegin í þeirri maskínu og 1934 varð hann stjórnandi starfsmannadeildar miðstjórn- arinnar. Malenkov varð mjög inn- undir hjá Stalín, sem kunni vel að meta þennan greinda þjón sinn. Sagt er að Malenkov hafi undirbúið sig vel undir fyrsta fund þeirra: búið sig undir að svara spurningum um fram- leiðslutölur og lært utan að ýmsar ræður Stalíns. „Þessi maður er sjení" á Stalín að hafa sagt. Hann var innsti koppur í ofsóknarvél Stalíns í flokknum og er t.d. sagður hafa tekið þátt í pyndingum og farið sem kommisar með dauðalista út um víðan völl. í stríðinu var Malenkov með- al nánustu ráðgjafa Stalíns og var tekinn inn í politbyro, póli- tísku framkvæmdanefndina, eftir stríð. Á síðasta flokksþingi Stalíns 1952 lét Stalín hann halda aðalræðuna — skýrskila- boð um arftakann. Um vorið lést einvaldurinn og Malenkov hélt fyrstu minningarræðuna og var kosinn í allar helstu stöður Stalíns. En Malenkov var ekki jafn snjall að halda völdum og njóta þeirra í skjóli einvaldsins. Eftir nokkurra ára harða valda- baráttu var hann fyrst settur niður í embætti raforkumála- ráðherra og síðar sendur í hálf- gildings útlegð sem rafveitu- stjóri í Kasachstan. Malenkov lést 14. janúar sl. og var jarðsettur á kristilegan máta í óþekktum kirkjugarði. Spiegel Vantar þingmanns- efni Borgaraflokkurinn á Vest- fjörðum fór illa út úr síðustu kosningum og áhrifamenn í flokknum eru sagðir vera að leita að einhverjum landskunn- um manni til að fara í víking vestur. Á hinn bóginn ætla heimamenn sér þessa virðing og er talið líklegt að einhver úr stjórn Borgaraflokksfélags Vestfjarða sækist eftir hnoss- inu. í stjórn þess og varastjórn sitja: Gunnar Sigurðsson, Gunnar Valdimarsson, Elvar Jón Friðbertsson, Guðmundur Þ. Sigurðsson, Gunnar Sverris- son, Höskuldur Guðmundsson, Inga Ruth Olsen, Magnús Sam- úelsson, Ólafur Ögmundsson, Bella Vestfjörð, Hafsteinn Að- alsteinsson, Ingrid Ágústsson, Magnús Guðmundsson og Ragna Aðalsteinsdóttir. Ann- ars segja vestfirskar heimildir að gengi Borgaraflokksins vestra ráðist af framboðum hinna flokkanna Ef það verði í svipuðum dúr og síðast, og ein- hver litlaus taki við af Matt- híasi, þá sé þingmaður í augsýn Borgaraflokksins ... Arftaki Matthíasar ? Meðal sjálfstæðismanna á Vestfjörðum er nú byrjað að velta vöngum yfir væntan- legum arftaka Matthíasar Bjarnasonar sem talið er víst að muni leggja af þingmennsku og setjast í helgan stein. Lengi vel var Einar K. Guðfinsson júníor í Bolungavík talinn manna lík- legastur en þær stuðningsraddir hafa dvínað. Sú er einnig sögn að vestan, að fyrirtæki ættar- innar í Víkinni standi ekki allt- of vel burtséð frá allri pólitík. Meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við þingframboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru sýslu- menn tveir: þeir Stefán Skarp- héðinsson á Patreksfirði og Pét- ur Hafstein á Isafirði. Sá síðar- nefndi æ oftar nefndur. enda kominn í góðan þokka meðal alþýðu manna vestra. Ný stjórnar- nefnd fatlaðra Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur nýverið skipað formann í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra, sem er æðsta stjórn þeirra mála í land- inu. Áður var þar formaður Sigurfinnur Sigurðsson frá Sel- fossi en Jóhanna skipaði Grétu Aðalsteinsdóttur hjúkrunar- fræðing á Reykjalundi í em- bættið. Auk hennar eru í stjórnarnefndinni: Kolbrún Gunnarsdóttir nýráðinn sér- kennslufulltrúi ríkisins, Ingim- ar Sigurðsson lögfræðingur í heilbrigðsráðuneytinu, Ingi- björg Pálmadóttir bæjarfulltrúi á Akranesi, Hafdís Hannes- dóttir félagsráðgjafi, Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Ör- yrkjabandalagsins og Jón Sæv- ar Alfonsson skrifstofustjóri. Þrír þeir síðastnefndu eru full- trúar Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar. Þau samtök skipuðu nú í fyrsta sinn sameig- inlega fulltrúa í nefndina og er það í samræmi við áform um nánara samstarf í framtíð- inni.. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.