Þjóðlíf - 01.02.1988, Page 47

Þjóðlíf - 01.02.1988, Page 47
NEYTENDUR Gamli tíminn og nýi tíminn. Kringlan 1988 og úr Kjörbúð Vesturbæjar 1957. Hversu lengi erum við að vinna fyrir nauðsynjum? Velferðin nær ekki til vinnutímans Nýlega hafa verið fram- kvæmdar einar umfangsmestu efnahagsbreytingar í íslandssög- unni frá því einokunarverslun Dana var afnumin um árið. Sum- ar vörur hafa hækkað gífurlega í kjölfar söluskattsins, aðrar hafa lækkað eða eru í þann veginn að lækka vegna ýmissa tollabreyt- inga. Að auki hefur staðgreiðslu- kerfí skatta verið komið á. Við könnuðum vinnutímann að baki kaupum á nokkrum nauðsynja- vörum. Sýnt þykir að margir verða lengi að átta sig á þessum nýju breytingum og erfitt að fylgj- ast með þeim öllum í einu. Þegar millibils- ástandið stóð yfir, (þ.e. eftir að söluskattur- inn var lagður á og áður en tollalækkanir fóru að segja til sín) var greinilegt að flestir voru á varðbergi. Kúffullir vagnar í matvöru- verslunum voru sjaldséðir, sem sagt lítið um helgarhamstur. Samkvæmt útreikningum hjá Þjóðhags- stofnun mun góðærið svokallaða vera að syngja sitt síðasta í bili að minnsta kosti og okkur þar með ráðlagt að herða ólina þegar líða tekur á árið. Reyndar er óhætt að telja að þessi spá sé byggð á þeim staðreyndum sem koma munu fram eftir þessar efnahags- aðgerðir. Við spána er framfærsluvísitalan notuð til viðmiðunar og kaupmáttur lands- manna ræðst því yfirleitt út frá henni. Margir halda því fram að hún gefi alranga mynd af kjörum hinnar vinnandi stéttar sem hugsar meira um nauðsynjavörur en þann munað sem aðrir þeim fjáðari geta leyft sér. Vegna þessara breytinga hefur blaðið ákveðið að leika sér svolítið með tölur, þannig að fram komi hvað helstu nauðsynja- vörur kosta í raun og veru. Valdar hafa verið fimm vörutegundir sem keyptar eru svo til daglega, nema kaffið sem reyndar er einn af þjóðardrykkjum okkar og keypt er mjög oft. Verðlag þessara vörutegunda er borið saman við tímakaup samkvæmt Dagsbrúnar- taxta og farið er aftur til ársins 1920 til að bera saman raunkostnaðinn fyrr og nú. Fram til ársins 1956 voru verkamannalaun hin sömu fyrir alla, en eftir þann tíma er miðað við 6. launataxta. Fyrir rúmum áratug breyttist taxtafyrirkomulagið nokkuð, en reynt hefur í þessum útreikningum að kom- ast sem næst því sem samsvarar fyrrnefndum taxta. Upplýsingar um verðlag á nauðsynjavör- um eru fengnar úr Tölfræðihandbókinni 1984 (verðlag 1988 var kannað með því að fara í tvær stórverslanir), en tímakaupið er fengið úr gömlum launatöflum Dagsbrúnar. Tekið skal fram að einungis er miðað við tímakaup í dagvinnu, en ekki eftirvinnulaun, orlof, frídaga eða önnur „fríðindi". (Tölur frá 1920, ’50 og ’60 gilda fyrir októ- ber. Eftir það nóvember, en ’87 í júní. 1988 gildir fyrir daginn í dag). 47

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.