Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 9

Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 9
INNLENT Davíð Oddsson borgarstjóri og Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar á einum vinnustaða sinna. Alþýðuflokk, því samkvæmt könnuninni ætla einungis 64% þeirra sem vilja Kvenna- lista á þing, einnig að kjósa listann til borgar- stjórnar, 20% ætla hins vegar að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í borgarstjórn og 12% Al- þýðubandalag. Pannig njóta einungis Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag meira trausts til borgarstjórnar en á þing meðan hinir framboðsaðilarnir allir tapa frá uppgefinni afstöðu til þingkosninga. í þessu efni virðist vera flæði kjósenda milli Alþýðu- bandalags, Kvennalista og Sjálfstæðisflokks. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn kemur (þ.e. frá þingkosningum til borgar- stjórnarkosninga) þá frá Alþýðuflokki(44% þeirra sem vilja krata á þing), Framsóknar- flokki(39% þeirra sem vilja kjósa Framsókn á þing) og Kvennalista(20% þeirra sem vilja Um framkvæmd Félagsvísindastofnun gerði þjóðmála- könnun dagana 27.maí til 4.júní 1988. Leitað var til 1500 manna á aldrinum 18 til 75 ára, af öllu landinu. Upplýsinga var aflað um ýmis atriði er tengjast þjóðfé- lagsmálum og Reykvíkingar voru sér- staklega spurðir um afstöðu til borgar- stjórnar og til borgarstjóra. Sá hluti könn- unarinnar var framkvæmdur fyrir Þjóðlíf. Viðtöl voru tekin í síma. Alls fengust svör frá 1085 manns af þeim 1500 sem komu í úrtakið og er það 72.3%. Nettósvörun — þegar frá upphaflegu úrtaki hafa verið dregnir þeir sem eru nýlegar látnir, veik- ir, erlendir ríkisborgarar og fólk sem dvelur erlendis eða er að heiman — er 78.7%. Úrtakið er stórt og gefur því mikla möguleika til greiningar á niður- stöðum. Fullnægjandi samræmi er milli skiptingar úrtaksins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu. Því má ætla að úrtakið endurspegli þjóðina 18-75 ára, allvel. Kvennó á þing). En auk þess vilja 97% þeirra sem kjósa Sjálfstæðisflokk á þing einnig kjósa hann til borgarstjórnar. Fylgi Kvennalistans í borgarstjórn kemur frá Alþýðuflokki(8%) og Sjálfstæðisflokki (3% af þeim sem vilja kjósa Sjálfstæðisflokk- inn í þingkosningum). Og auk þess vilja 64% þeirra sem velja Kvennalistann til þings einnig gera það til borgarstjórnar. Allir þeir sem velja Alþýðubandalagið til þings(100%) vilja einnig kjósa það til borgar- stjórnarkosninga en auk þess 12% þeirra sem kjósa ætla Kvennalista til þings. Alþýðu- flokkurinn fengi 48% af fylgi flokksins til þings og 4% þeirra sem kysu Framsókn á þing kysu krata í borgarstjórnarkosningum. „Ekkert verið rætt“ „Það er nú fyrst til að taka að það hefur engin ákvörðun verið tekin um framboð“, sagði Elín G. Ólafsdóttir sem tekur við störfum borgarfulltrúa fyrir Kvennalistann í næsta mánuði.,, Fylgi hreyfingarinnar hefur verið að auka- stað undanförnu og ein skýringin gæti verið sú að fólki líkaði okkar vinnubrögð, sem eru allt önnur en þessara flokka. Við buðum fram upphaflega gegn öllu því sem fyrir var og ekkert hefur breyst síðan sem valdið gæti breytingu hjá okkur. Við tökum ákvörðun um framboð hverju sinni og við höfum vegna alþingiskosninga aðeins rætt um hugsanleg sameiginleg framboð á tveimur stöðum en ekki í borgarstjórn. Þetta hefur alls ekkert verið rætt í okkar hreyfingu enda hefur engin ósk um slíkt komið fram. En ef til kæmi, myndum við ræða málið alvarlega. Annars er ég aðeins eitt strá í þeirri grasrót sem myndar okkar hreyfingu og ég hef ekkert umboð til að tjá mig persónulega um þetta mál fyrr en það hefur verið rætt í hreyfing- unni“. 9

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.