Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 10

Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 10
INNLENT Persónufylgi Davíðs hvarvetna dalað frá1986... Framsóknarflokkurinn fengi nær eingöngu fylgi úr kjósendaröðum eigin flokks til þings, eða 53% þeirra sem kjósa vildu flokkinn í þingkosningum. Draga mætti þá ályktun að Steingrímur Hermannsson væri svona vin- sæll að yfirskyggði annað hjá Framsóknar- flokki. Davíö með minnihluta Persónufylgi Davíðs virðist hvarvetna hafa dalað frá 1986, en könnunin var þá gerð u.þ.b. viku fyrir kosningar. Þá kváðust 94% allra sem kjósa vildu Sjálfstæðisflokkinn einnig vilja Davíð áfram sem borgarstjóra, en núna reyndust 87% kjósenda flokksins vilja Davíð áfram. Fyrir tveimur árum vildu 54% kjósenda Alþýðuflokksins að Davíð yrði áfram borg- arstjóri og þá vildu 32% kjósenda Framsókn- arflokksins að Davíð gegndi því hlutverki áfram. En í könnuninni núna vildu einungis um 25% kjósenda þessara flokka beggja að Davíð yrði áfram borgarstjóri. í könnuninni 1986 vildu 16% Alþýðu- bandalagskjósenda Davíð áfram og 10% Kvennalistakjósenda, en íkönnuninni á dög- unum vildu einungis 9% þessara beggja flokka að Davíð yrði áfram borgarstjóri.( Sjá neðanmáls við töflu 4). Davíð Oddsson var með ævintýralegt persónufylgi 1986. I könnuninni viku fyrir kosningar vildu 64.7% að hann yrði áfram borgarstjóri og einungis 29% vildu þá annan sem borgarstjóra. Nú er svo komið að minni- hluti eða 49.2% vilja Davíð áfram og 44.4 % vildu einhvern annan en hann. Kostir og gallar borgarstjórans Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar endurspegla „stemmníngu" í höfuðborginni gagnvart borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn telst þó koma mun, mun betur út úr könnun- inni en ætla mætti af almannarómi. Og það er greinilegt að Davíð hefur tekist að greina borgarstjórn sína frá þingmála og ríkisstjórn- arpólitík flokksins. En áfram með almanna- róm: Þegar rætt er um kosti Davíðs Oddssonar sem borgarstjóra vísa margir til þess að hann sé „sterkur stjórnandi" og hafi „charissma“, jákvæða áru og sé afskaplega fyndinn og skemmtilegur, og að hann sé traustur vinur vina sinna. Einnig er honum talið til tekna framkvæmdasemi; svo sem bygging ráðhúss, hringhússins og fleiri stórhuga framkvæmdir vitna um. Reykjavík — „borg framkvæmd- anna“. Honum er einnig hrósað fyrir menn- ingarlega afstöðu til ýmissa mála svo sem borgarleikhúss, auk þess sem Viðeyjarstofa og fleira er til sannindamerkis um. Hann er einnig talinn góður áróðursmaður. Sömu atriði koma við sögu þegar rætt er um galla borgarstjórans. Þá er hinn sterki stjórnandi sakaður um gerræði og einræði, hann er gagnrýndur fyrir offjárfestingar og sóun almannafjár og nefnd dæmi af ráðhús- inu í Tjörninni, hringhúsinu borgarleikhúsi og jafnvel Viðeyjarstofu. Þá er bent á að við ákvarðanatöku sé hann óbundinn af flestum hefðbundnum leikreglum. Hann er gagn- rýndur fyrir fjandsamlega afstöðu gagnvart ýmsum hópum launafólks hjá borginni svo sem uppákomur gagnvart slökkviliðsmönn- um og fóstrum eru nefndar til dæmis um. Hann er einnig sakaður um að hygla flokks- hestum og vinum sínum og eru bílakaupin fyrir Ragnar Júlíusson stjórnarformann upp á 1.5 milljónir króna nefnd til dæmis. Reynd- „Raunhæfur möguleiki“ „Það ber að skoða þennan möguleika af fullri alvöru", sagði Kristín Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins er Þjóðlíf bar sameiginlegt framboð minni- hlutaflokkanna undir hana. „Fyrst og fremst ber okkur að skoða þetta vegna þess að sameiginlegt framboð eyk- ur möguleikana á að hnekkja einveldi Sjálfstæðisflokksins. Samstarf þessara flokka í borgarstjórn sýnir það glögglega að þessi möguleiki er vel raunhæfur." —h.hj. „Fróðlegt að ræða málið“ „Þetta mál hefur ekkert verið rætt í borgarmálaráði okkar á þessu kjörtíma- bili, en þetta var rætt nokkuð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar að frum- kvæði Málfundafélags félagshyggju- fólks“, sagði Sigrún Magnúsdóttir borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins í stuttu spjalli við Þjóðlíf. „Þá var frekar dræmt tekið í þetta í flokknum, en það er geysileg pólitísk gerjun í þjóðfélaginu og það væri fróðlegt að ræða þennan möguleika í samhengi við hana. Samstarf flokkanna í vetur hef- ur líka verið mjög gott, t.d. varðandi fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar." 10

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.