Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 14

Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 14
INNLENT Áhugaleysi Svæðisstjórnar? Fagmanneskja sem starfað hefur í Bræðra- tungu lét þau orð falla í samræðum við grein- arhöfund að Svæðisstjórn hefði í rauninni engan áhuga á að ráða faglært fólk til starfa. Slíkt starfsfólk væri líklegar en ekki til þess að setja fram faglega gagnrýni á störf Svæðis- stjórnar og slíkt væri ekki vel séð. Sami aðili sagði að það væri sorglegt að horfa uppá eitt best útbúna heimili landsins standa nánast ónýtt vegna skilningsleysis hins opinbera og þeirra sem leggja ættu málinu lið heima í héraði, en þar væri ríkjandi fyrirlitning á fag- lærðu fólki. „Það er mín persónulega skoðun að margt af því fólki sem þarna starfar hafi ákveðna faglega þekkingu,“ sagði Magnús Reynir Guðmundsson formaður Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Vestfjörðum. „Það hefur sótt námskeið og fengið góða leiðsögn. Stef- án Hilaríusson sem segja má að sé guðfaðir þessarar stofnunar hefur lagt á ráðin með faglega uppbyggingu, og hann hefur kennt þessu fólki.“ Sigurjón Hilaríusson var fyrsti forstöðu- maður Bræðratungu. Hann stýrði stofnun- inni um stuttan tíma síðar og Erlingur Níels- son núverandi forstöðumaður sem nú lætur senn af störfum sagði í samtali við Þjóðlíf að Sigurjón setti upp þjálfunaráætlanir og legði á ráðin um starfsemi stofnunarinnar. Sigur- jón starfar í Noregi við skóla Emmu Hjorth og hefur mikla reynslu af málefnum vangef- inna. í viðtali sem birtist við hann í Vest- firska fréttablaðinu árið 1984 segir meðal annars um Svæðisstjórn um málefni fatlaðra: „Verkefni Svæðisstjórnar er að sjá um má- lefni fatlaðra á öllum Vestfjörðum og vera málsvari þeirra í einu og öllu. Það er ekki lítið verkefni og það hlýtur að þurfa að ræða bæði fag og viðhorf til þessara mála. Ég veit að þarna er ágætisfólk innan um sem vill vel, en einhverra hluta vegna þá brýst það ekki út úr skelinni og gerir það verk sem það á að gera, hvað sem veldur. Svæðisstjórn um mál- efni fatlaðra þarf að breyta algerlega um stefnu í þessum málum ef á að nást sá árang- ur sem þarf að nást í málum vangefinna og þeirra sem fatlaðir eru. Dæmi um vinnu- brögð svæðisstjórnar er að þar má ekki ræða fag. Þegar við tölum um að ræða fag þá á ég við að ræða fræðilega um hlutina. Ég var t.d. aldrei boðaður á fundi. Aldrei. Ég var boð- aður á einn fund þegar sýnt var að ég ætlaði að hætta, ég var boðaður á fyrstu tvo þrjá fundina og síðan ekki meir. Mín þekking, reynsla og viðhorf eru sjálfsagt ekki sú hug- myndafræði sem sumir svæðisstjórnarmenn kunna að meta. Það lofar ekki góðu þegar maður með margra ára háskólamenntun og starfsreynslu í faginu má ekki einu sinni sitja fundi þar sem þessi mál eru til umfjöllunar." Erlingur Níelsson forstöðumaður í Einn vistmanna í Bræöratungu vígir nýjan vangefinna gaf. Bræðratungu sem gegnt hefur starfi fram- kvæmdastjóra Svæðisstjórnar með forstöðu- mannsstarfinu að undanförnu lét þau orð falla í samtali við greinarhöfund að sér fynd- ist að full ástæða væri til þess að endurskoða hvernig Svæðisstjórn væri skipuð. Sam- kvæmt lögum sitja í Svæðisstjórn um málefni fatlaðra 2 fulltrúar sveitarstjórna í kjördæm- inu, þrír fulltrúar félaga fatlaðra auk fræðslustjóra og héraðslæknis. „Þarna þarf að sitja fólk með hugsjón en ekki stjórnskip- aðir embættismenn," sagði Erlingur. „Hætt- an er sú að þetta verði kerfisráð þar sem fólk mætir af skyldu en ekki af þörf. Éinnig finnst mér að tengslin milli Svæðisstjórnar og félag- anna sem þar eiga fulltrúa mættu vera sterk- | ari,“ bætti Erlingur við. bíl með hjólastólalyftu, sem Styrktarfélag Foreldrar óánægðir Foreldrar tveggja vistmanna í sambýlinu í Bræðratungu rituðu í apríl bréf til Svæðis- stjórnar um máleni fatlaðra á Vestfjörðum. bréfið hljóðar svo lítið eitt stytt: „Við undirrituð, foreldrar tveggja heimil- ismanna í sambýli Bræðratungu, viljum koma eftirfarandi ósk á framfæri við Svæðis- stjórn: Að starfsemi á sambýlinu verði sam- bærileg við hliðstæða starfsemi í öðrum landshlutum með tilliti til aldurs og þroska heimilismanna. Við höfum fengið upplýsing- ar um að áherslur í þjálfun og heimilislífi í sambýli Bræðratungu séu frábrugðnar því sem gerist víða annars staðar. Þannig sé til dæmis varið meiri tíma í þrif, þvotta og ýmis 14

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.