Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 29

Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 29
ERLENT Svíþjóð Hörð gagnrýni á réttarkerfið Hans Holmér var kveikjan að þeirri miklu umræðu sem nú stendur yfir um réttaröryggi þegn- anna. Sænsk yfirvöld og réttarríkið sænska hafa orðið fyrir hörðu aðkasti að undan- förnu fyrir að tryggja ekki rétt einstaklinga og hópa nógu vel. Umræðan snýst um sífellt lakari gæði dómstóla, ofnotkun gæsluvarð- haldsúrskurða,ásakanir um „barna-Gulag" í Svíðþjóð og fleira. Talið er að þessi umræða eigi rætur sínar m.a. að rekja til Palme-máls- ins. Umræður um sænskt réttarfar og réttar- öryggi hafa að undanförnu sett nokkurn svip á fjölmiðla hérlendis. Nú síðast hefur lög- fræðingafélagið blandað sér í málið en það mun vera í fyrsta sinn sem sú háttvirta sam- koma sér ástæðu til að blanda sér í opinbera umræðu. Félagið hélt fyrir stuttu ráðstefnu um markmið og leiðir í sænsku réttarkerfi og hefur á grundvelli niðurstaðna þeirrar ráð- stefnu lagt fram nokkrar tillögur til breytinga á réttarreglum. Tilgangurinn er að auka rétt- aröryggi sænskra þegna. Með réttaröryggi er þá átt við aðferðir samfélagsins til tryggingar mannréttindum. Um er því að ræða verndun einstaklinga og samtaka gagnvart kröfum samfélagsins. Pegnarnir eiga á grundvelli laganna að geta gert sér grein fyrir réttarfars- legum afleiðingum gerða sinna. Skipta má gagnrýnis- og umvöndunaratr- iðum lögfræðinganna í fernt. í fyrsta lagi taka þeir undir þá gagnrýni sem orðin er nokkuð almenn, að gæði dóma og forsendna þeirra hafi rýrnað. Hér er því kennt um að laun dómara og kviðdómenda séu svo lág að til þessara starfa fáist ekki lengur hæfileika- ríkt fólk. Þannig sitja í æ ríkari mæli ellilí- feyrisþegar í kviðdómum, þar eð þeir eru þeir einu er geta séð af tíma gegn lágri þókn- un. Hér er því ekki nauðsynlega haldið fram að ellilífeyrisþegar séu verri kviðdómendur en aðrir en talið er æskilegt að skipan dóms- ins sé nær því að vera þverskurður samfé- lagsins en elliheimilisins. Þetta atriði var mjög í fréttum fyrir stuttu í tengslum við þau réttarhöld gegn tveimur læknum sem fjallað var um í Þjóðlífi fyrir nokkru (3. tbl. þessa árs). Nauðsynlegt reyndist að ógilda öll þau réttarhöld á grundvelli margháttaðra mis- taka, sem dómari og kviður gerðu sig seka um. Eru ný réttarhöld nú hafin og þykir allt það mál til mikillar skammar fyrir réttarkerf- ið. í öðru lagi vilja lögfræðingar fækka sér- dómstólum er hér eru mjög algengir. Jafn- framt að tekið sé fyrir þann sið að hagsmuna- aðilar sitji í slíkum dómum. Er þetta hugsað til að styrkja rétt smærri samtaka með því að hindra að ein samtök er hugsanlega keppa við önnur um félaga taki þátt í að dæma í málum þar sem hagsmunir þessara samtaka rekast á. Nefna menn sem dæmi hér um húsaleigudómstóla. I þriðja lagi benda lögfræðingarnir á að allt of margir Svíar séu handteknir og settir í gæsluvarðhald. Aðeins um þriðjungur þeirra sem í dag eru handteknir eru að lokum dæmdir til frelsissviptingar. Þykir lögfræð- ingunum þetta benda til alltof frjálslegrar túlkunar reglna um gæsluvarðhald. Einn þekktasti afbrotafræðingur Svía, Leif G. W. Persson, hefur haldið fram svipuðum sjónar- miðum í tengslum við rannsóknina á Palme morðinu. Hann segir að þau augljósu brot á réttarreglum, sem þar áttu sér stað séu ekk- ert nýmæli. Lögreglan hafi alltaf farið sínu fram án mikils tillits til réttaröryggis og hlut- verk hinna opinberu ákærenda hafi fyrst og fremst verið að skrifa undir orðinn hlut. Morðrannsóknin og öll sú umræða er í kjöl- farið fylgdi hafi þó haft þá jákvæðu hlið að saksóknarar uppgötvuðu að þeir höfðu viss völd og þurftu ekki að hlíta fyrirmælum lög- reglunnar í einu og öllu. Sjónum manna hef- ur þannig verið beint að því í ríkari mæli en áður, að telja beri menn saklausa uns sekt þeirra hefur verið sönnuð. Raunar hafa 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.