Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 32
MENNING
Upp á vegg trónir stolt hvalsins, fremsti hluti búrhvalsreöurs....
veislu og þá eru eingöngu sauðfjárafurðir á
boðstólnum. En eins og allir vita er þetta sá
tími þegar yrðlingar læra að veiða lömb, svo
er stjórnarfundur í sláturtíðinni á haustin.“
Þegar ég spyr hvort verið sé að ögra land-
búnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar segir hann
að félagið kappkosti að efla hana. „Til dæmis
er kvótastefnan runnin frá okkur. Við vorum
fyrstir til að boða fækkun sauðfjár með ýms-
um ráðum eins og að smala illa eða sleppa
því og færa lömbin frá mæðrum sínum og
reka þau á fjall. Þetta var 1977. Einnig bent-
um við á nauðsyn þess að flytja umframfram-
leiðslu á fjöll svo tófan fengi að njóta hennar.
Við höfum alltaf verið á undan tímanum.
Líkt og í öðrum félögum gegna stjórnar-
menn embættum sem voru lögfest til lífstíðar
ásamt nöfnum stjórnarmanna."
Hvers vegna?
„Við erum lítið gefnir fyrir lýðræðishjal og
getum með þessu móti stýrt af festu og fram-
sýni og forðast framapot og lýðræðisþrýsting
sem stöðugt er ýtt undir. Og er á góðri leið
með að eyðileggja Sambandið."
Það væri fróðlegt að vita eitthvað um
stjórnina.
„Þorsteinn Jónsson ættfræðingur frá Still-
holti er ritari og sér um bréfaskriftir innan-
lands og utan. Gjaldkeri er Grétar Jónsson,
afkomandi fjármála- og útgerðarmanna á
Austurlandi. Tengiliður við bændur er valin-
kunnur jarðfræðingur og bóndasonur að
norðan, Árni Hjartarson. Forseti H.Í.T. er
svo ég, Sigurður Hjartarson kennari af
traustum norðlenskum ættum.“
Eru fjölmiðlar ekki áhugasamir um bar-
áttumál ykkar?
„Við stofnun félagsins heillaðist þjóðin og
fjölmiðlar birtu allt sem frá okkur kom,
nema Morgunblaðið, starfsmenn þess ráku
okkur út þegar við komum þangað með
fyrstu blaðaskrifin. Blaðið hefur þurft að
gjalda þessa og ekki fengið að birta neitt um
verndun tófunnar.
Tíminn skilur ekki hin dýpri rök Tófuvina-
félagsins og hefur vegna viðkvæmni sinnar
oft neitað að birta skrif okkar.
Blað alþýðunnar er alltaf mjög erfitt í um-
gengni af ástæðum sem við þekkjum ekki.
DV, sem er frjálslynt blað hefur oft birt
ályktanir okkar en Þjóðviljinn birtir þó lang
flest, hvort sem það er vegna hagsmunaleysis
í landbúnaðarmálum eða hann skilur ekki
eðli málflutnings okkar.
Tilkynningar okkar og áróður hafa átt
greiða leið að hinum fijálsu útvarpsstöðvum,
en RÚV og sjónvarpið eru hlynntari Sauð-
fjárverndinni en okkur þó við leggjum sér-
staka rækt við íhaldssemi.“
Um fjáröflun segir Sigurður:
„í tíð núverandi ríkisstjórnar höfum við
ekkert leitað til fjárveitingavaldsins. Hins-
vegar sótti ég um embætti veiðistjóra árið
1984, en markmið hans er að útrýma tófu-
stofninum. En bændur þekktu ekki sinn vitj-
unartíma og réðu annan mann. Markmiðið
var að komast á jötuna, nota peningana til
tófuverndar í krafti embættisins. Umsóknin
olli talsverðu ullarfoki og með blaðaskrifum
var reynt að sverta Hið íslenska tófuvinafé-
lag. Fremstir fóru ýmsir landsbyggðarmenn
sem fylgdust of vel með „Tímanum". Það
hefur mikið dregið úr öllum ofstopa í garð
félagsins og ungt fólk skilur þessa baráttu
betur en sú kynslóð sem óðum hverfur."
Sigurður er maður sem nýtur þess að tala
um áhugamál sín þegar hlé gefst frá daglegu
striti og hugir okkar reika víða, en nú verð ég
aftur að beina samtalinu að fjármálunum.
„Peningamálin já, eins og ljóst er af félags-
gjaldinu þá snýst starf okkar ekki um pen-
inga, þó neitum við ekki gjöfum og áheitum
framsækinna manna. Því fé yrði varið í áróð-
ursherferðir og vísindaleiðangra stjómar-
manna innanlands og utan. Svo væri gott að
32