Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 34

Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 34
MENNING GALLERÍ SVART Á HVÍTU Laufásvegi 17, 101 Rvík. Sími 2 26 11 Opið alla daga nema mánudaga 14—18 HULDA HÁKON SIGURÐUR GUÐMUNDSSON BRYNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR GEORG GUÐNI HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON KARL KVARAN GUNNAR ÖRN JÓN AXEL PIETER HOLSTEIN GRETAR REYNISSON Gallerí SVART Á HVÍTU Laufásvegi 17, 101 Rvík. Simi 2 26 11 Opið alla daga nema mánudaga 14—18 unarsemi. Þetta er dæmigert fyrir fyrstu við- brögð margra. Hann hélt að ég væri eitthvað bilaður og spurði konu mína hvort svo væri. En ég hafði gaman af þessu. Fólk sér oft ekki hina vísindalegu og fagurfræðilegu hlið safnsins.“ Er þetta ekki limadýrkun eða karlremba? „Jú, jú, frjósemis og Freysdýrkun enda veitir ekki af í samfélagi þar sem sauðkindin og þjóðin jarma í kór, svo er þetta mesta veðravíti á jörðinni. Þetta er hvatning til aukinnar frjósemi í landinu. Þetta er útyfli og áberandi að sama skapi. Veldissproti kúgun- ar karlmannsins og ekki að ástæðulausu að karlinn hefur ríkt í fjölskyldunni frá örófi alda. í öðrum þjóðfélögum var reðurinn dýrkaður og á miðöldum var þessi búnaður utanklæða og karlar gengu með kýl. Þetta er karlremba og ég skammast mín ekkert fyrir það.“ Þegar ég spyr Sigurð um sjaldgæfa safn- gripi nefnir hann hvali, sem ekki verða drepnir hér við land á næstunni, „og engu dýri hefur verið útrýmt á og við landið nýlega svo ég viti,“ segir hann og bætir við: „Það hefði verið gaman að eiga undan einhverjum fornkappa eða múmíu en það verður víst aldrei. Væri ekki reynandi að auglýsa? spyr ég í spaugi. „Ég reyni að halda þessari iðju utan fjöl- miðla en ef einhver les viðtalið vil ég nota tækifærið og lýsa eftir íslenskum hundi, forn- ættuðum ketti og rostungi, svo vil ég fá ein- hvern góðan íhaldsmann, ef þeir hafa svona eintök undir höndum," segir Sigurður hlæj- andi. „Sumt á ég í nokkrum eintökum og verkun safngripa til geymslu er með ýmsum móti og nota ég aðallega formalín, sútun og sílikonfyllingu. Refurinn er þó í uppáhaldi enda er hann í fallegustu flöskunni. Búrhvalsreðurinn er stærstur þó ég eigi bara fremsta hlutann. Hann er nokkurra metra langur, einnig langreyðarlimurinn en það minnsta er hagamúsin. Það er mjög smátt undir henni en gegnir sama hlutverki með sama árangri." Ert þú ekki með fólk í vinnu við útvegun safngripa? „Margir hafa verið mér hjálplegir og má nefna strákana í Hvalstöðinni, einnig hafa vinir mínir heitið mér sínu eintaki, en til þess verð ég að lifa þá. Ef það bregst er tilbúin flaska undir mitt eintak. Ekki má gleyma vini mínum á Húsavík sem útvegar mér seli. Að ógleymdum vinum mínum í bændastétt. Það var erfiðast að útvega geithafur en nú á ég tvo. Auðveldust eru dýr sem falla til í sláturhúsum, starfsmenn þeirra hafa alltaf tekið mér vel. Furðulegasta lögunin spyrð þú. Skapnað- ur manna og dýra er misjafn og ekkert er öðru furðulegra, en gölturinn er með sinn eins og tappatogara fremst og sum dýr hafa bein í honum.“ Um ráðstöfun safnsins eftir sinn dag nefnir Sigurður samtök listamanna eða Hið ís- lenska bókmenntafélag, „svo getur það erfst í karllegg segir hann alvarlegur í bragði.“ Er þér alvara með þessum áhugamálum og skoðunum? Nú hlær hann enn og svarar: „Að sjálf- sögðu, það er misskilningur að ég sé að fíflast eða spila með fólk. Það hvarflar aldrei að mér. Flestir verða hissa á þessum áhugamál- um án augljósrar ástæðu. í öðru lagi er einn og einn maður sem tengir þetta geðrænum vanda og afbrigðilegu gildismati. Sumir fara hjá sér en flestir líta þetta sömu augum og ég og hvetja mig til dáða.“ Þufa tippin ekki viðhald? „Þau sútuðu þarf að rykhreinsa, svo er rakastigið mikilvægt, en ég hef aldrei tekið eftir tilfinningum eða breytingum á þessum líffærum við gestakomur." Verðurðu ekki hræddur við að fara út úr húsi eftir svona viðtal, sem viðkvæmt fólk myndi kaila dónalegt? „Nei, nei, enda eru landar mínir gáfaðir og víðsýnir," segir þessi glaðlyndi og jákvæði maður þegar við kveðjumst við dyrnar á heimili hans. Magnúz Gezzon 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.